Beyoncé gefur út 600-síðna doðrant Ritstjórn skrifar 18. ágúst 2017 10:30 Glamour/Skjáskot Aðdáendur Beyoncé muna margir hverjir eftir plötunni Lemonade, sem Beyoncé gaf út árið 2016. Lemonade var sjónræn plata, en við hvert lag var myndband og einnig var kvikmynd í tilefni útgáfunnar. Tísku-unnendur voru mjög heillaðir af plötunni sem var sannkölluð tískuveisla, einnig með skírskotun og ádeilu til feminisma og sögu svartra í Bandaríkjunum. Gagnrýnendur sögðu þetta vera hennar djarfasta vinna og útgáfa hingað til. Nú hefur Beyoncé gefið út 600-blaðsíðna doðrant í sambandi við plötuna, sem heitir How To Make Lemonade. Bókin er hin fullkomna á stofuborðið, en hún fer vel yfir tísku myndbandanna og útskýrir hvað flíkur hennar tákna og afhverju. Innblástur plötunnar, fólkið sem hún vann með og útlit bókarinnar er vel út hugsað og fallega sett upp. Skemmtileg leið til að fara aðeins inn í huga Beyoncé og kynnast henni betur. Listræn og falleg bók hér á ferðinni. Á heimasíðu Beyoncé er hægt að lesa meira um bókina og versla hana. Glamour/Skjáskot Mest lesið "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Úr frönskum slaufum í íslensku ullina Glamour Þrjár góðar peysur í kuldanum Glamour Hárlitur ársins er "bronde" Glamour Allt sem er grænt, grænt Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Hefur eytt rúmlega þremur milljónum í förðun Glamour Beint af pallinum í París í H&M Glamour Sonia Rykiel er látin Glamour Gerir íþróttafatalínu með Reebook Glamour
Aðdáendur Beyoncé muna margir hverjir eftir plötunni Lemonade, sem Beyoncé gaf út árið 2016. Lemonade var sjónræn plata, en við hvert lag var myndband og einnig var kvikmynd í tilefni útgáfunnar. Tísku-unnendur voru mjög heillaðir af plötunni sem var sannkölluð tískuveisla, einnig með skírskotun og ádeilu til feminisma og sögu svartra í Bandaríkjunum. Gagnrýnendur sögðu þetta vera hennar djarfasta vinna og útgáfa hingað til. Nú hefur Beyoncé gefið út 600-blaðsíðna doðrant í sambandi við plötuna, sem heitir How To Make Lemonade. Bókin er hin fullkomna á stofuborðið, en hún fer vel yfir tísku myndbandanna og útskýrir hvað flíkur hennar tákna og afhverju. Innblástur plötunnar, fólkið sem hún vann með og útlit bókarinnar er vel út hugsað og fallega sett upp. Skemmtileg leið til að fara aðeins inn í huga Beyoncé og kynnast henni betur. Listræn og falleg bók hér á ferðinni. Á heimasíðu Beyoncé er hægt að lesa meira um bókina og versla hana. Glamour/Skjáskot
Mest lesið "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Úr frönskum slaufum í íslensku ullina Glamour Þrjár góðar peysur í kuldanum Glamour Hárlitur ársins er "bronde" Glamour Allt sem er grænt, grænt Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Hefur eytt rúmlega þremur milljónum í förðun Glamour Beint af pallinum í París í H&M Glamour Sonia Rykiel er látin Glamour Gerir íþróttafatalínu með Reebook Glamour