Hryllingur í Barcelona Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. ágúst 2017 06:00 Íbúar Barcelona eru harmi slegnir yfir atburðum gærdagsins. vísir/EPA Árásarmaður ók sendiferðabíl niður Römbluna, fjölfarna verslunargötu í Barcelona á Spáni, í gær og myrti að minnsta kosti þrettán gangandi vegfarendur. Samkvæmt yfirlýsingu frá spænskum yfirvöldum sem send var út í gærkvöld voru að minnsta kosti áttatíu fluttir á sjúkrahús. Katalónska lögreglan lýsti því yfir upp úr klukkan fimm í gær að um hryðjuverkaárás væri að ræða og var einn maður handtekinn í tengslum við árásina á sjöunda tímanum. Jafnframt var lýst eftir manni að nafni Driss Oukabir. Oukabir gaf sig fram við lögreglu og greindu spænskir fjölmiðlar frá því að hann segði persónuupplýsingum sínum hafa verið stolið. Skömmu síðar var því lýst yfir að annar maður hafi verið handtekinn, hvorugur hinna handteknu var hins vegar bílstjórinn. Íslamska ríkið lýsti yfir ábyrgð á voðaverkinu og sagði í frétt Amaq, fréttastofu ISIS, að árásarmennirnir hafi verið hermenn Íslamska ríkisins. Árásir sem þessi eru orðnar nokkuð tíðar í stórborgum Evrópu. Til að mynda voru átta myrtir í Lundúnum með sama hætti í júní og fimm í mars, fjórir í Stokkhólmi í apríl, tólf í Berlín í desember 2016 og 86 í Nice í júlí 2016. „Þetta er auðvitað raunveruleg ógn en sem betur fer eru yfirvöld allra landa að vinna eins vel að þessu og hægt er til að koma í veg fyrir þetta. Eins og hefur komið fram í fréttum hefur það oftar en ekki tekist. Það er ástæða fyrir því að þetta er í forgangi, ekki bara hjá okkur heldur einnig þeim löndum sem við berum okkur saman við,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, aðspurður um hvort öruggt teljist að ferðast til stórborga Evrópu um þessar mundir. Guðlaugur Þór segir ómögulegt að útiloka árásir sem þessa fullkomlega en að yfirvöld bæði hér á landi sem og í flestum ríkjum heims hafi öryggismálin í algjörum forgangi. „Því miður er ekki hægt að útiloka þetta. Þessir hugleysingjar og morðingjar sem ganga fram með þessum hætti veigra sér ekki við að ráðast á saklaust fólk.“ „Þetta er eitthvað sem við höfum verið að vinna að, til dæmis á vettvangi Þjóðaröryggisráðsins sem ég tel að hafi verið afskaplega gott að við skyldum setja á laggirnar,“ segir Guðlaugur Þór. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Sjá meira
Árásarmaður ók sendiferðabíl niður Römbluna, fjölfarna verslunargötu í Barcelona á Spáni, í gær og myrti að minnsta kosti þrettán gangandi vegfarendur. Samkvæmt yfirlýsingu frá spænskum yfirvöldum sem send var út í gærkvöld voru að minnsta kosti áttatíu fluttir á sjúkrahús. Katalónska lögreglan lýsti því yfir upp úr klukkan fimm í gær að um hryðjuverkaárás væri að ræða og var einn maður handtekinn í tengslum við árásina á sjöunda tímanum. Jafnframt var lýst eftir manni að nafni Driss Oukabir. Oukabir gaf sig fram við lögreglu og greindu spænskir fjölmiðlar frá því að hann segði persónuupplýsingum sínum hafa verið stolið. Skömmu síðar var því lýst yfir að annar maður hafi verið handtekinn, hvorugur hinna handteknu var hins vegar bílstjórinn. Íslamska ríkið lýsti yfir ábyrgð á voðaverkinu og sagði í frétt Amaq, fréttastofu ISIS, að árásarmennirnir hafi verið hermenn Íslamska ríkisins. Árásir sem þessi eru orðnar nokkuð tíðar í stórborgum Evrópu. Til að mynda voru átta myrtir í Lundúnum með sama hætti í júní og fimm í mars, fjórir í Stokkhólmi í apríl, tólf í Berlín í desember 2016 og 86 í Nice í júlí 2016. „Þetta er auðvitað raunveruleg ógn en sem betur fer eru yfirvöld allra landa að vinna eins vel að þessu og hægt er til að koma í veg fyrir þetta. Eins og hefur komið fram í fréttum hefur það oftar en ekki tekist. Það er ástæða fyrir því að þetta er í forgangi, ekki bara hjá okkur heldur einnig þeim löndum sem við berum okkur saman við,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, aðspurður um hvort öruggt teljist að ferðast til stórborga Evrópu um þessar mundir. Guðlaugur Þór segir ómögulegt að útiloka árásir sem þessa fullkomlega en að yfirvöld bæði hér á landi sem og í flestum ríkjum heims hafi öryggismálin í algjörum forgangi. „Því miður er ekki hægt að útiloka þetta. Þessir hugleysingjar og morðingjar sem ganga fram með þessum hætti veigra sér ekki við að ráðast á saklaust fólk.“ „Þetta er eitthvað sem við höfum verið að vinna að, til dæmis á vettvangi Þjóðaröryggisráðsins sem ég tel að hafi verið afskaplega gott að við skyldum setja á laggirnar,“ segir Guðlaugur Þór.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Sjá meira