Frelsun kennaranna María Bjarnadóttir skrifar 18. ágúst 2017 06:00 Enn eitt haustið fer af stað með fréttum um undirmannaða skóla og leikskóla. Það vantar leiðbeinendur, kennara, aðstoðarfólk. Í ofanálag eru samningarnir sem kennarar gerðu eftir síðasta verkfall að losna á þessari önn. Líklega verða flest fundarherbergi landsins orðin að geymslustöð fyrir börn sem koma með foreldrum í vinnuna um miðjan nóvember. Reglulega umræðan um lélegu kennarana sem eru að sliga skólakerfið er líka komin í gang. Nú þarf að árangurstengja launin og bjóða út rekstur skólanna svo það verði einhver hagkvæmni í þessu og kennarar fái mannsæmandi laun. Einhvern veginn virðist ekki mögulegt að skapa sveigjanleika og hvata inni í hinu almenna kerfi þannig að það nýtist öllum. Þó er ljóst að það eru miklir samfélagslegir hagsmunir af því að skólakerfið haldist sterkt. Það verður erfitt ef bestu bitarnir eru boðnir út. Kennarar eru auðvitað ekki lengur handhafar sannleikans sem komast upp með að gera upp á milli barna og slá á fingur. Í nútímasamfélaginu eru þeir uppalendur, sálfræðingar, sáttamiðlarar, félagsráðgjafar og markþjálfar fyrir 20 börn sem öll eru einstök og þurfa fulla og óskipta athygli kennarans allan daginn. Tími fyrir kennslu fer þverrandi. Ein breyting á starfsumhverfi kennara myndi hvorki krefjast breytinga á rekstrarformi skóla né bónusgreiðslna fyrir hvert kennt orð. Foreldrar gætu virt tíma kennara barnanna sinna. Sleppt því að hringja í heimasímann á kvöldin til að ræða um börnin og ekki krafist svara við tölvupósti um helgar. Jafnvel passað upp á heimalærdóminn. Allavega hægt að prófa áður en næsta kennaraverkfall skellur á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar María Bjarnadóttir Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Enn eitt haustið fer af stað með fréttum um undirmannaða skóla og leikskóla. Það vantar leiðbeinendur, kennara, aðstoðarfólk. Í ofanálag eru samningarnir sem kennarar gerðu eftir síðasta verkfall að losna á þessari önn. Líklega verða flest fundarherbergi landsins orðin að geymslustöð fyrir börn sem koma með foreldrum í vinnuna um miðjan nóvember. Reglulega umræðan um lélegu kennarana sem eru að sliga skólakerfið er líka komin í gang. Nú þarf að árangurstengja launin og bjóða út rekstur skólanna svo það verði einhver hagkvæmni í þessu og kennarar fái mannsæmandi laun. Einhvern veginn virðist ekki mögulegt að skapa sveigjanleika og hvata inni í hinu almenna kerfi þannig að það nýtist öllum. Þó er ljóst að það eru miklir samfélagslegir hagsmunir af því að skólakerfið haldist sterkt. Það verður erfitt ef bestu bitarnir eru boðnir út. Kennarar eru auðvitað ekki lengur handhafar sannleikans sem komast upp með að gera upp á milli barna og slá á fingur. Í nútímasamfélaginu eru þeir uppalendur, sálfræðingar, sáttamiðlarar, félagsráðgjafar og markþjálfar fyrir 20 börn sem öll eru einstök og þurfa fulla og óskipta athygli kennarans allan daginn. Tími fyrir kennslu fer þverrandi. Ein breyting á starfsumhverfi kennara myndi hvorki krefjast breytinga á rekstrarformi skóla né bónusgreiðslna fyrir hvert kennt orð. Foreldrar gætu virt tíma kennara barnanna sinna. Sleppt því að hringja í heimasímann á kvöldin til að ræða um börnin og ekki krafist svara við tölvupósti um helgar. Jafnvel passað upp á heimalærdóminn. Allavega hægt að prófa áður en næsta kennaraverkfall skellur á.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun