Fraktflugið upp um 40% með styrkingu krónunnar og Costco Jóhann Óli Eiðsson skrifar 17. ágúst 2017 06:00 Breiðþotur Icelandair hafa opnað á nýja markaði. VÍSIR/VILHELM Mikil aukning hefur verið á fraktflutningi hjá Icelandair Cargo að undanförnu en aukningin nam rúmum 40 prósentum í júlí samanborið við sama mánuð í fyrra. Ástæðurnar eru aukinn innflutningur, koma Costco og stærri flugvélar. „Við erum bara svona ofboðslega dugleg,“ segir Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo, og hlær aðspurður um þessa aukningu. Þegar gamninu sleppir rifjar Gunnar það upp að fyrir níu árum hafi orðið hrun í fraktflugi en síðan hafi verið hægur og stöðugur uppgangur milli ára frá þeim tíma. Í upphafi hafi mátt rekja aukninguna til aukins útflutnings á fiski frá landinu en síðar hafi innflutningur tekið við. Haustið 2016 hafi orðið mikill kippur í þessum málum sem enn stendur yfir. „Það eru tveir þættir sem orsaka þetta fyrst og fremst. Í fyrsta lagi hefur innflutningur aukist verulega og er meirihlutinn tilkominn sökum þess,“ segir Gunnar. Sterk staða krónunnar þýði að fólk panti í miklum mæli vörur frá útlöndum og það skili sér til þeirra. Aukinn straumur ferðamanna til landsins þýðir ekki aðeins að flugsæti fyllist heldur séu ferðamennirnir einnig neytendur meðan þeir eru á landinu. Þeir hafi því gífurleg áhrif á neyslu innanlands og er félagið í því að flytja inn vörur til að metta þann markað. „Síðan má ekki gleyma komu Costco fyrr á þessu ári. Það þarf að flytja talsvert magn af vörum þangað.“ Í öðru lagi megi síðan rekja aukninguna til breytinga í flota Icelandair. Nýjar breiðþotur hafi verið keyptar sem þýðir að hægt er að renna vörum á brettum inn í vélarnar. Eldri og mjórri þoturnar hafi þurft að handhlaða og það takmarkaði þjónustu sem hægt var að bjóða upp á. „Með nýju þotunum opnast á markaði og möguleika sem við höfðum ekki áður. Þetta þýðir meðal annars að við gerum meira af því að flytja vörur frá Evrópu til Ameríku, eða öfugt, en áður var,“ segir Gunnar. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Tengdar fréttir Kannað hvort fleiri hótel við Mývatn fari í umhverfismat Starfsleyfi Fosshótels Mývatns var afturkallað í júlí. Bráðabirgðaleyfi þess rennur út eftir mánuð. Ákvörðunar Skipulagsstofnunar um hvort hótelið þurfi að fara í umhverfismat er beðið. 17. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Sjá meira
Mikil aukning hefur verið á fraktflutningi hjá Icelandair Cargo að undanförnu en aukningin nam rúmum 40 prósentum í júlí samanborið við sama mánuð í fyrra. Ástæðurnar eru aukinn innflutningur, koma Costco og stærri flugvélar. „Við erum bara svona ofboðslega dugleg,“ segir Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo, og hlær aðspurður um þessa aukningu. Þegar gamninu sleppir rifjar Gunnar það upp að fyrir níu árum hafi orðið hrun í fraktflugi en síðan hafi verið hægur og stöðugur uppgangur milli ára frá þeim tíma. Í upphafi hafi mátt rekja aukninguna til aukins útflutnings á fiski frá landinu en síðar hafi innflutningur tekið við. Haustið 2016 hafi orðið mikill kippur í þessum málum sem enn stendur yfir. „Það eru tveir þættir sem orsaka þetta fyrst og fremst. Í fyrsta lagi hefur innflutningur aukist verulega og er meirihlutinn tilkominn sökum þess,“ segir Gunnar. Sterk staða krónunnar þýði að fólk panti í miklum mæli vörur frá útlöndum og það skili sér til þeirra. Aukinn straumur ferðamanna til landsins þýðir ekki aðeins að flugsæti fyllist heldur séu ferðamennirnir einnig neytendur meðan þeir eru á landinu. Þeir hafi því gífurleg áhrif á neyslu innanlands og er félagið í því að flytja inn vörur til að metta þann markað. „Síðan má ekki gleyma komu Costco fyrr á þessu ári. Það þarf að flytja talsvert magn af vörum þangað.“ Í öðru lagi megi síðan rekja aukninguna til breytinga í flota Icelandair. Nýjar breiðþotur hafi verið keyptar sem þýðir að hægt er að renna vörum á brettum inn í vélarnar. Eldri og mjórri þoturnar hafi þurft að handhlaða og það takmarkaði þjónustu sem hægt var að bjóða upp á. „Með nýju þotunum opnast á markaði og möguleika sem við höfðum ekki áður. Þetta þýðir meðal annars að við gerum meira af því að flytja vörur frá Evrópu til Ameríku, eða öfugt, en áður var,“ segir Gunnar.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Tengdar fréttir Kannað hvort fleiri hótel við Mývatn fari í umhverfismat Starfsleyfi Fosshótels Mývatns var afturkallað í júlí. Bráðabirgðaleyfi þess rennur út eftir mánuð. Ákvörðunar Skipulagsstofnunar um hvort hótelið þurfi að fara í umhverfismat er beðið. 17. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Sjá meira
Kannað hvort fleiri hótel við Mývatn fari í umhverfismat Starfsleyfi Fosshótels Mývatns var afturkallað í júlí. Bráðabirgðaleyfi þess rennur út eftir mánuð. Ákvörðunar Skipulagsstofnunar um hvort hótelið þurfi að fara í umhverfismat er beðið. 17. ágúst 2017 06:00
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent