Forstöðumenn sundlauga segja ungar íslenskar konur ekki hættar að þrífa sig Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. ágúst 2017 14:00 Forstöðumenn sundlauga segja það sjaldgæft að Íslendingar sleppi því að þrífa sig fyrir sund. Vísir Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir, skólastýra Hússtjórnarskólans, sagði í viðtali í Reykjavík síðdegis í gær að íslenskar konur væru hættar að þrífa sig almennilega áður en þær fara í sund. Vísir ræddi við nokkra forstöðumenn sundlauga á höfuðborgarsvæðinu og enginn þeirra kannaðist við að þetta væri vandamál.Eins og kom fram á Vísi í gær, furðaði Margrét Dóróthea sig á því hvernig, að hennar mati, baðvenjur ungra íslenskra kvenna hafi farið jafn hratt aftur og raun beri vitni. „Útlenskar konur eru kannski óvanar að fara naktar í sturtu með öðru fólki - en íslenskar stelpur? Ég bara skil ekki hvað vakir fyrir þeim.“Reglunum framfylgt „Við höfum ekki upplifað þetta hjá okkur,“ segir Sólveig Valgeirsdóttir, forstöðumaður Breiðholtslaugar í samtali við Vísi. Guðmundur Halldórsson, forstöðumaður Salalaugar í Kópavogi, segir hreinlæti sundlaugagesta Salalaugar sé almennt til fyrirmyndar og umgengni góð. „Við fáum þó einstaka sinnum kvartanir frá gestum um að konur og karlar hafi komið að lauginni með þurrt hár. Ég hef líka fengið ábendingar frá baðvörðunum mínum um það sama, að einhver hafi ekki ætlað að þrífa af sér farðann eða þvo á sér hárið með sápu eins og reglurnar okkar krefja alla um að gera.“ Guðmundur segir að þetta sé sjaldgæft en ef slík tilvik komi upp sé reglum alltaf framfylgt og fólki bent á að þrífa sig eins og reglur gera ráð fyrir. „Einu skiptin sem fólk sleppur í gegn án þess að fylgja reglunum er það vegna þess að baðvörðurinn okkar hefur verið að sinna einhverju öðru, eins og til dæmis þrifum í klefanum.“ Guðmundur hvetur sundlaugargesti til þess að láta starfsfólk vita strax þegar einhver fer í laugina án þess að þrífa sig. „Ef viðkomandi gestur er enn í lauginni þá tölum við að sjálf sögðu við hann,“ segir Guðmundur.Frá Laugardalslaug.vísir/gvaNauðsynlegt að vera sífellt vakandi „Við finnum ekki fyrir þessu með Íslendinga en þetta er stöðug barátta við ferðamennina,“ segir Logi Sigurfinnsson, forstöðumaður Laugardalslaugar. „Við reynum að leysa þetta maður á mann. Þetta er auðvitað viðkvæmur staður til þess að vera að rökræða en auðvitað er reynt að ræða við fólk með virðingu og vinsemd. Við segjum fólki frá almennum reglum sundlaugarinnar þegar það er afgreitt þegar það kemur inn og einnig inni í klefa ef sést að viðkomandi er ekki að baða sig. Það eru líka gerðar athugasemdir úti í laug og starfsmenn hafa heimild til þess að vísa fólki frá ef þetta kemur upp.“ Logi segir að það séu baðverðir í báðum búningsklefunum og þar getur fólk valið að baða sig í sér klefa á bak við þil. „Í Laugardalslaug erum við með fasta starfsmenn í klefum út af stærðinni. Klefarnir eru stórir og það komast örugglega einhverjir framhjá. Hingað koma margir ferðamenn og það þarf sífellt að vera vakandi fyrir þessu.“ Aðspurður um það hvort mikið sé um að konur fari ofan í laugina án þess að þrífa af sér farða eða þvo hárið svarar Logi: „Ef fólk ætlar sér að setjast bara í pott og er ekki að fara að synda þá bjóðum við upp á sundhettur en það er ekki mikið um þetta.“ Logi segir að ef það það væri mikið um að fólk færi ofan í laug án þess að þrífa sig almennilega þá myndi hann vita af því. „Gæðin á vatninu eru þau sömu og við erum að nota sama magn af klór.“Óþarfi að hafa reglurnar á íslensku Logi segir að ferðamenn bregðist misvel við reglunum. „Okkar starfsfólk fær það mjög oft óþvegið og skammir, leiðindi í rauninni. Langflestir taka þessu samt mjög vel.“ Hann segir að á síðunni Tripadvisor hafi ferðamenn skrifað ummæli um að það sé nauðsynlegt að baða sig áður en farið er ofan í Laugardalslaug og að reglunum sé alltaf fylgt eftir. „Það þarf stöðugt að vera vakandi fyrir þessu, aðalmálið er að upplýsa fólk um leið og það kemur inn. Hjá skápunum eru skilti með leiðbeiningum á ensku. Við höfum verið gagnrýnd fyrir að hafa þetta bara á ensku en ekki íslensku en við teljum bara ekki þörf á því. Auðvitað gerist þetta hjá Íslendingum en ég myndi segja að það væri algjör undantekning.“ Sundlaugar Tengdar fréttir Af hverju eru ungar íslenskar konur hættar að þrífa sig? Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir, skólastýra Hússtjórnarskólans, skilur hvorki upp né niður í þeim óþrifnaði sem gestir íslenskra sundlauga hafa tamið sér. 15. ágúst 2017 18:53 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira
Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir, skólastýra Hússtjórnarskólans, sagði í viðtali í Reykjavík síðdegis í gær að íslenskar konur væru hættar að þrífa sig almennilega áður en þær fara í sund. Vísir ræddi við nokkra forstöðumenn sundlauga á höfuðborgarsvæðinu og enginn þeirra kannaðist við að þetta væri vandamál.Eins og kom fram á Vísi í gær, furðaði Margrét Dóróthea sig á því hvernig, að hennar mati, baðvenjur ungra íslenskra kvenna hafi farið jafn hratt aftur og raun beri vitni. „Útlenskar konur eru kannski óvanar að fara naktar í sturtu með öðru fólki - en íslenskar stelpur? Ég bara skil ekki hvað vakir fyrir þeim.“Reglunum framfylgt „Við höfum ekki upplifað þetta hjá okkur,“ segir Sólveig Valgeirsdóttir, forstöðumaður Breiðholtslaugar í samtali við Vísi. Guðmundur Halldórsson, forstöðumaður Salalaugar í Kópavogi, segir hreinlæti sundlaugagesta Salalaugar sé almennt til fyrirmyndar og umgengni góð. „Við fáum þó einstaka sinnum kvartanir frá gestum um að konur og karlar hafi komið að lauginni með þurrt hár. Ég hef líka fengið ábendingar frá baðvörðunum mínum um það sama, að einhver hafi ekki ætlað að þrífa af sér farðann eða þvo á sér hárið með sápu eins og reglurnar okkar krefja alla um að gera.“ Guðmundur segir að þetta sé sjaldgæft en ef slík tilvik komi upp sé reglum alltaf framfylgt og fólki bent á að þrífa sig eins og reglur gera ráð fyrir. „Einu skiptin sem fólk sleppur í gegn án þess að fylgja reglunum er það vegna þess að baðvörðurinn okkar hefur verið að sinna einhverju öðru, eins og til dæmis þrifum í klefanum.“ Guðmundur hvetur sundlaugargesti til þess að láta starfsfólk vita strax þegar einhver fer í laugina án þess að þrífa sig. „Ef viðkomandi gestur er enn í lauginni þá tölum við að sjálf sögðu við hann,“ segir Guðmundur.Frá Laugardalslaug.vísir/gvaNauðsynlegt að vera sífellt vakandi „Við finnum ekki fyrir þessu með Íslendinga en þetta er stöðug barátta við ferðamennina,“ segir Logi Sigurfinnsson, forstöðumaður Laugardalslaugar. „Við reynum að leysa þetta maður á mann. Þetta er auðvitað viðkvæmur staður til þess að vera að rökræða en auðvitað er reynt að ræða við fólk með virðingu og vinsemd. Við segjum fólki frá almennum reglum sundlaugarinnar þegar það er afgreitt þegar það kemur inn og einnig inni í klefa ef sést að viðkomandi er ekki að baða sig. Það eru líka gerðar athugasemdir úti í laug og starfsmenn hafa heimild til þess að vísa fólki frá ef þetta kemur upp.“ Logi segir að það séu baðverðir í báðum búningsklefunum og þar getur fólk valið að baða sig í sér klefa á bak við þil. „Í Laugardalslaug erum við með fasta starfsmenn í klefum út af stærðinni. Klefarnir eru stórir og það komast örugglega einhverjir framhjá. Hingað koma margir ferðamenn og það þarf sífellt að vera vakandi fyrir þessu.“ Aðspurður um það hvort mikið sé um að konur fari ofan í laugina án þess að þrífa af sér farða eða þvo hárið svarar Logi: „Ef fólk ætlar sér að setjast bara í pott og er ekki að fara að synda þá bjóðum við upp á sundhettur en það er ekki mikið um þetta.“ Logi segir að ef það það væri mikið um að fólk færi ofan í laug án þess að þrífa sig almennilega þá myndi hann vita af því. „Gæðin á vatninu eru þau sömu og við erum að nota sama magn af klór.“Óþarfi að hafa reglurnar á íslensku Logi segir að ferðamenn bregðist misvel við reglunum. „Okkar starfsfólk fær það mjög oft óþvegið og skammir, leiðindi í rauninni. Langflestir taka þessu samt mjög vel.“ Hann segir að á síðunni Tripadvisor hafi ferðamenn skrifað ummæli um að það sé nauðsynlegt að baða sig áður en farið er ofan í Laugardalslaug og að reglunum sé alltaf fylgt eftir. „Það þarf stöðugt að vera vakandi fyrir þessu, aðalmálið er að upplýsa fólk um leið og það kemur inn. Hjá skápunum eru skilti með leiðbeiningum á ensku. Við höfum verið gagnrýnd fyrir að hafa þetta bara á ensku en ekki íslensku en við teljum bara ekki þörf á því. Auðvitað gerist þetta hjá Íslendingum en ég myndi segja að það væri algjör undantekning.“
Sundlaugar Tengdar fréttir Af hverju eru ungar íslenskar konur hættar að þrífa sig? Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir, skólastýra Hússtjórnarskólans, skilur hvorki upp né niður í þeim óþrifnaði sem gestir íslenskra sundlauga hafa tamið sér. 15. ágúst 2017 18:53 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira
Af hverju eru ungar íslenskar konur hættar að þrífa sig? Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir, skólastýra Hússtjórnarskólans, skilur hvorki upp né niður í þeim óþrifnaði sem gestir íslenskra sundlauga hafa tamið sér. 15. ágúst 2017 18:53