Miðhálendið Björt Ólafsdóttir skrifar 16. ágúst 2017 06:00 Miðhálendið með sínum kynngimögnuðu óbyggðum er einn helsti fjársjóður okkar Íslendinga. Á svæðinu breiða úr sér ein stærstu víðerni Evrópu og kvik og lifandi átök eldfjalla og jökla hafa skapað landslag sem er engu líkt. Landslag sem vísindamenn NASA rannsaka í samanburði við aðrar plánetur, og landslag sem fyllir útivistarfólk og aðra ferðamenn orku við það eitt að berja það augum. Miðhálendið er þannig eitt af undrum Íslands sem okkur ber skylda til að varðveita og vernda. Sótt hefur verið inn á hálendið í auknum mæli á undanförnum árum og landsvæðum raskað. Þessi þróun á sér ekki bara stað á Íslandi því stöðugt fækkar í heiminum stórum, óbyggðum svæðum þar sem náttúran ræður ríkjum. Á miðhálendinu eru til dæmis átta virkjanir og mörg uppistöðulón og því er krafan um að sem minnstu verði raskað í viðbót ekki ósanngjörn. Að mínu mati er því gríðarlega mikilvægt að varðveita náttúruverðmæti miðhálendisins og hef ég sem ráðherra umhverfis- og auðlindamála sett fram hugmyndina um Miðhálendisþjóðgarð sem eitt af mínum helstu stefnumálum. Þar finnst mér lykilatriði að heimamenn séu með í að skapa umgjörðina og móta stefnuna til að þannig þjóðgarður megi nýtast samfélögum og byggðunum sem best. Í þessu ferli þurfum við að spyrja okkur: Hvað þýðir miðhálendisþjóðgarður og hvaða markmiðum verður hann að þjóna? Af þeim ástæðum hóf ég í byrjun sumars fundaröð með sveitarfélögunum 22 sem hafa skipulagsvald á miðhálendinu til að hlusta á sjónarmið og ábendingar sem ég mun taka með í áframhaldandi stefnumörkun um verndun svæðisins. Einnig hef ég nýlokið við að heimsækja öll rekstrarsvæði Vatnajökulsþjóðgarðs þar sem ég ræddi við þjóðgarðsverði, landverði og fulltrúa sveitarfélaga um kosti og áskoranir sem fylgja þeim þjóðgarði og aukinni vernd á miðhálendinu. Ég er sannfærð um að það felast mikil tækifæri í miðhálendisþjóðgarði. Fyrir það fyrsta myndi samþætt stjórnunarform líkt og er í hinum valddreifða Vatnajökulsþjóðgarði opna á aukið samstarf þvert á sveitarfélög, þar sem allir hlutaðeigandi myndu eiga þátt í að móta verndar- og stjórnunaráætlun fyrir miðhálendið sem eina heild. Slík sýn, með skýr framtíðarmarkmið, gæti orðið grunnur að heildstæðu skipulagi um frekari vernd, þróun ferðamannaaðstöðu, fræðslu og aðra landnýtingu á miðhálendinu. Síðast en ekki síst gæti miðhálendisþjóðgarður ýtt undir öflugri byggðaþróun í nærsveitarfélögum, til að mynda í formi fjölbreyttari atvinnutækifæra – líkt og hefur sýnt sig í gróskunni á ýmsum nærsvæðum Vatnajökulsþjóðgarðs. Þar hefur þjóðgarðsformið einnig eflt heildarskipulag á svæðum sem ná yfir fleiri en eitt sveitarfélag. Miðhálendisþjóðgarður yrði því hreint ekki nafnið eitt. Hann á að hafa í för með sér skipulag og vernd, áætlanagerð, dreift stjórnkerfi, samtal og samvinnu mismunandi aðila sem ætla að nýta svæðið, hvort sem um ræðir bændur, útivistarfólk, vísindamenn, ferðaþjónustuaðila eða aðra. Sem dæmi þyrfti að huga vel að því að sjálfbær hefðbundin nýting, til dæmis sjálfbær beit og sjálfbærar veiðar rúmist innan þjóðgarðsins. Nú í haust mun koma út skýrsla á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins sem unnin hefur verið í samvinnu við helstu hagsmunaaðila. Í henni er velt upp hugmyndum um hvernig best yrði staðið að því að vernda miðhálendið. Sú skýrsla mun nýtast vel við áframhaldandi stefnumörkun um þjóðgarð á miðhálendi Íslands. Ég er bjartsýn á að útkoman fái góðan stuðning. Gallup kannanir sem gerðar hafa verið sýna að hugmyndin nýtur mikils stuðnings landsmanna, en yfir 60% þeirra eru hlynnt henni. Kannanirnar sýna líka að stuðningurinn liggur þvert á stjórnmálaflokkana og því ættu allir flokkar á Alþingi að geta sameinast um þjóðgarð á miðhálendi Íslands. Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björt Ólafsdóttir Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Miðhálendið með sínum kynngimögnuðu óbyggðum er einn helsti fjársjóður okkar Íslendinga. Á svæðinu breiða úr sér ein stærstu víðerni Evrópu og kvik og lifandi átök eldfjalla og jökla hafa skapað landslag sem er engu líkt. Landslag sem vísindamenn NASA rannsaka í samanburði við aðrar plánetur, og landslag sem fyllir útivistarfólk og aðra ferðamenn orku við það eitt að berja það augum. Miðhálendið er þannig eitt af undrum Íslands sem okkur ber skylda til að varðveita og vernda. Sótt hefur verið inn á hálendið í auknum mæli á undanförnum árum og landsvæðum raskað. Þessi þróun á sér ekki bara stað á Íslandi því stöðugt fækkar í heiminum stórum, óbyggðum svæðum þar sem náttúran ræður ríkjum. Á miðhálendinu eru til dæmis átta virkjanir og mörg uppistöðulón og því er krafan um að sem minnstu verði raskað í viðbót ekki ósanngjörn. Að mínu mati er því gríðarlega mikilvægt að varðveita náttúruverðmæti miðhálendisins og hef ég sem ráðherra umhverfis- og auðlindamála sett fram hugmyndina um Miðhálendisþjóðgarð sem eitt af mínum helstu stefnumálum. Þar finnst mér lykilatriði að heimamenn séu með í að skapa umgjörðina og móta stefnuna til að þannig þjóðgarður megi nýtast samfélögum og byggðunum sem best. Í þessu ferli þurfum við að spyrja okkur: Hvað þýðir miðhálendisþjóðgarður og hvaða markmiðum verður hann að þjóna? Af þeim ástæðum hóf ég í byrjun sumars fundaröð með sveitarfélögunum 22 sem hafa skipulagsvald á miðhálendinu til að hlusta á sjónarmið og ábendingar sem ég mun taka með í áframhaldandi stefnumörkun um verndun svæðisins. Einnig hef ég nýlokið við að heimsækja öll rekstrarsvæði Vatnajökulsþjóðgarðs þar sem ég ræddi við þjóðgarðsverði, landverði og fulltrúa sveitarfélaga um kosti og áskoranir sem fylgja þeim þjóðgarði og aukinni vernd á miðhálendinu. Ég er sannfærð um að það felast mikil tækifæri í miðhálendisþjóðgarði. Fyrir það fyrsta myndi samþætt stjórnunarform líkt og er í hinum valddreifða Vatnajökulsþjóðgarði opna á aukið samstarf þvert á sveitarfélög, þar sem allir hlutaðeigandi myndu eiga þátt í að móta verndar- og stjórnunaráætlun fyrir miðhálendið sem eina heild. Slík sýn, með skýr framtíðarmarkmið, gæti orðið grunnur að heildstæðu skipulagi um frekari vernd, þróun ferðamannaaðstöðu, fræðslu og aðra landnýtingu á miðhálendinu. Síðast en ekki síst gæti miðhálendisþjóðgarður ýtt undir öflugri byggðaþróun í nærsveitarfélögum, til að mynda í formi fjölbreyttari atvinnutækifæra – líkt og hefur sýnt sig í gróskunni á ýmsum nærsvæðum Vatnajökulsþjóðgarðs. Þar hefur þjóðgarðsformið einnig eflt heildarskipulag á svæðum sem ná yfir fleiri en eitt sveitarfélag. Miðhálendisþjóðgarður yrði því hreint ekki nafnið eitt. Hann á að hafa í för með sér skipulag og vernd, áætlanagerð, dreift stjórnkerfi, samtal og samvinnu mismunandi aðila sem ætla að nýta svæðið, hvort sem um ræðir bændur, útivistarfólk, vísindamenn, ferðaþjónustuaðila eða aðra. Sem dæmi þyrfti að huga vel að því að sjálfbær hefðbundin nýting, til dæmis sjálfbær beit og sjálfbærar veiðar rúmist innan þjóðgarðsins. Nú í haust mun koma út skýrsla á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins sem unnin hefur verið í samvinnu við helstu hagsmunaaðila. Í henni er velt upp hugmyndum um hvernig best yrði staðið að því að vernda miðhálendið. Sú skýrsla mun nýtast vel við áframhaldandi stefnumörkun um þjóðgarð á miðhálendi Íslands. Ég er bjartsýn á að útkoman fái góðan stuðning. Gallup kannanir sem gerðar hafa verið sýna að hugmyndin nýtur mikils stuðnings landsmanna, en yfir 60% þeirra eru hlynnt henni. Kannanirnar sýna líka að stuðningurinn liggur þvert á stjórnmálaflokkana og því ættu allir flokkar á Alþingi að geta sameinast um þjóðgarð á miðhálendi Íslands. Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar