Spá því að Tryggvi verði valinn í nýliðavali NBA á næsta ári Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. ágúst 2017 14:15 Tryggvi Snær Hlinason er væntanlega leið með íslenska landsliðinu á EM í Finnlandi. vísir/anton Samkvæmt nýjustu spá vefsíðunnar DraftExpress.com verður Tryggvi Snær Hlinason valinn númer 49 í nýliðavali NBA-deildarinnar 2018. Tryggvi vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína á EM U-20 ára liða á Krít fyrr í sumar. Tryggvi var í lykilhluti í íslenska liðinu sem komst í 8-liða úrslit í fyrsta sinn. Hann var framlagshæsti leikmaður mótsins með 25,6 framlagsstig að meðaltali í leik. Tryggvi var svo valinn í fimm manna úrvalslið mótsins. Fjöldi NBA-njósnara var á EM og Tryggvi er svo sannarlega kominn inn á radarinn hjá liðum í NBA-deildinni vestanhafs. Tryggvi vakti einnig athygli erlendra blaðamanna og ESPN fjallaði m.a. ítarlega um þennan öfluga miðherja sem hefur náð ótrúlega langt á skömmum tíma. Þótt Tryggvi sé búinn að semja við Spánarmeistara Valencia hefur verið rætt um að hann fari í nýliðavalið í NBA á næsta ári. DraftExpress.com, sem er sennilega stærsta síðan sem fjallar um nýliðavalið í NBA, spáir því að Tryggvi verði tekinn númer 49 í nýliðavalinu á næsta ári. Eins og staðan er núna er sá valréttur í eigu Denver Nuggets. Pétur Guðmundsson er eini Íslendingurinn sem hefur spilað í NBA. Hann var valinn númer 61 af Portland Trail Blazers í nýliðavalinu 1981. Pétur hefur fylgst vel með uppgangi Tryggva og telur að hann gæti veitt honum félagsskap í íslenska NBA-klúbbnum í framtíðinni. Viðtal sem Arnar Björnsson tók við Pétur má sjá hér að neðan. NBA Tengdar fréttir Tryggvi í úrvalsliði EM Tryggvi Snær Hlinason var valinn í fimm manna úrvalslið A-deildar Evrópumóts U-20 ára í körfubolta. 23. júlí 2017 21:03 ESPN segir Tryggva spennandi kost fyrir NBA-lið Jón Arnór Stefánsson segir að saga Tryggva Hlinasonar sé einstök. 25. júlí 2017 13:57 NBA-njósnararnir farnir að fylgjast vel með Tryggva Íslensku strákarnir í tuttugu ára landsliðinu eru að gera frábæra hluti á Evrópumóti U20 í Grikklandi og tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum í dag með sannfærandi sigri á Svíum. 19. júlí 2017 16:00 Tryggvi um ESPN-fréttina og alla athyglina: Ég er bara rólegur yfir þessu Tryggvi Snær Hlinason er á einu augabragði orðinn heitasta nafnið í íslenskum körfubolta og stærstu fjölmiðlarnir í Bandaríkjum eru farnir að orða miðherjann við NBA-deildina. 26. júlí 2017 19:00 Ekki pláss fyrir sjö feta mann í íslenska Eurobasket hópnum | 15 eftir í hópnum Íslenska körfuboltalandsliðið mun ekki tefla fram tveimur sjö feta mönnum á Evrópumótinu sem hefst í Helsinki í lok mánaðarins eins og einhverjir sáu kannski í hillingum. 9. ágúst 2017 08:30 Pétur sér fyrir sér nýjan meðlim í íslenska NBA-klúbbnum | Þetta segir hann um Tryggva Tryggvi Snær Hlinason hefur alla burði til að fara í NBA-deildina í körfubolta segir körfuboltagoðsögnin Pétur Guðmundsson. Pétur þekkir hlutverk stóra mannsins í íþróttinni og nú sér ýmislegt spennandi í öðrum risa, Bárðdælingnum Tryggva Snæ. 25. júlí 2017 20:00 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira
Samkvæmt nýjustu spá vefsíðunnar DraftExpress.com verður Tryggvi Snær Hlinason valinn númer 49 í nýliðavali NBA-deildarinnar 2018. Tryggvi vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína á EM U-20 ára liða á Krít fyrr í sumar. Tryggvi var í lykilhluti í íslenska liðinu sem komst í 8-liða úrslit í fyrsta sinn. Hann var framlagshæsti leikmaður mótsins með 25,6 framlagsstig að meðaltali í leik. Tryggvi var svo valinn í fimm manna úrvalslið mótsins. Fjöldi NBA-njósnara var á EM og Tryggvi er svo sannarlega kominn inn á radarinn hjá liðum í NBA-deildinni vestanhafs. Tryggvi vakti einnig athygli erlendra blaðamanna og ESPN fjallaði m.a. ítarlega um þennan öfluga miðherja sem hefur náð ótrúlega langt á skömmum tíma. Þótt Tryggvi sé búinn að semja við Spánarmeistara Valencia hefur verið rætt um að hann fari í nýliðavalið í NBA á næsta ári. DraftExpress.com, sem er sennilega stærsta síðan sem fjallar um nýliðavalið í NBA, spáir því að Tryggvi verði tekinn númer 49 í nýliðavalinu á næsta ári. Eins og staðan er núna er sá valréttur í eigu Denver Nuggets. Pétur Guðmundsson er eini Íslendingurinn sem hefur spilað í NBA. Hann var valinn númer 61 af Portland Trail Blazers í nýliðavalinu 1981. Pétur hefur fylgst vel með uppgangi Tryggva og telur að hann gæti veitt honum félagsskap í íslenska NBA-klúbbnum í framtíðinni. Viðtal sem Arnar Björnsson tók við Pétur má sjá hér að neðan.
NBA Tengdar fréttir Tryggvi í úrvalsliði EM Tryggvi Snær Hlinason var valinn í fimm manna úrvalslið A-deildar Evrópumóts U-20 ára í körfubolta. 23. júlí 2017 21:03 ESPN segir Tryggva spennandi kost fyrir NBA-lið Jón Arnór Stefánsson segir að saga Tryggva Hlinasonar sé einstök. 25. júlí 2017 13:57 NBA-njósnararnir farnir að fylgjast vel með Tryggva Íslensku strákarnir í tuttugu ára landsliðinu eru að gera frábæra hluti á Evrópumóti U20 í Grikklandi og tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum í dag með sannfærandi sigri á Svíum. 19. júlí 2017 16:00 Tryggvi um ESPN-fréttina og alla athyglina: Ég er bara rólegur yfir þessu Tryggvi Snær Hlinason er á einu augabragði orðinn heitasta nafnið í íslenskum körfubolta og stærstu fjölmiðlarnir í Bandaríkjum eru farnir að orða miðherjann við NBA-deildina. 26. júlí 2017 19:00 Ekki pláss fyrir sjö feta mann í íslenska Eurobasket hópnum | 15 eftir í hópnum Íslenska körfuboltalandsliðið mun ekki tefla fram tveimur sjö feta mönnum á Evrópumótinu sem hefst í Helsinki í lok mánaðarins eins og einhverjir sáu kannski í hillingum. 9. ágúst 2017 08:30 Pétur sér fyrir sér nýjan meðlim í íslenska NBA-klúbbnum | Þetta segir hann um Tryggva Tryggvi Snær Hlinason hefur alla burði til að fara í NBA-deildina í körfubolta segir körfuboltagoðsögnin Pétur Guðmundsson. Pétur þekkir hlutverk stóra mannsins í íþróttinni og nú sér ýmislegt spennandi í öðrum risa, Bárðdælingnum Tryggva Snæ. 25. júlí 2017 20:00 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira
Tryggvi í úrvalsliði EM Tryggvi Snær Hlinason var valinn í fimm manna úrvalslið A-deildar Evrópumóts U-20 ára í körfubolta. 23. júlí 2017 21:03
ESPN segir Tryggva spennandi kost fyrir NBA-lið Jón Arnór Stefánsson segir að saga Tryggva Hlinasonar sé einstök. 25. júlí 2017 13:57
NBA-njósnararnir farnir að fylgjast vel með Tryggva Íslensku strákarnir í tuttugu ára landsliðinu eru að gera frábæra hluti á Evrópumóti U20 í Grikklandi og tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum í dag með sannfærandi sigri á Svíum. 19. júlí 2017 16:00
Tryggvi um ESPN-fréttina og alla athyglina: Ég er bara rólegur yfir þessu Tryggvi Snær Hlinason er á einu augabragði orðinn heitasta nafnið í íslenskum körfubolta og stærstu fjölmiðlarnir í Bandaríkjum eru farnir að orða miðherjann við NBA-deildina. 26. júlí 2017 19:00
Ekki pláss fyrir sjö feta mann í íslenska Eurobasket hópnum | 15 eftir í hópnum Íslenska körfuboltalandsliðið mun ekki tefla fram tveimur sjö feta mönnum á Evrópumótinu sem hefst í Helsinki í lok mánaðarins eins og einhverjir sáu kannski í hillingum. 9. ágúst 2017 08:30
Pétur sér fyrir sér nýjan meðlim í íslenska NBA-klúbbnum | Þetta segir hann um Tryggva Tryggvi Snær Hlinason hefur alla burði til að fara í NBA-deildina í körfubolta segir körfuboltagoðsögnin Pétur Guðmundsson. Pétur þekkir hlutverk stóra mannsins í íþróttinni og nú sér ýmislegt spennandi í öðrum risa, Bárðdælingnum Tryggva Snæ. 25. júlí 2017 20:00