Flýtir í undirbúningi orsök flugslyss á Vatnsleysuströnd Atli Ísleifsson skrifar 14. ágúst 2017 10:52 Um var að ræða kennsluflugvél Flugakademíu Keilis og var hún af gerðinni Diamond DA-20. Rannsóknarnefnd samgönguslysa Flýtir í undirbúningi og rangur aflestur eldsneytismælis kennsluflugvélarinnar TF-KFB eru talin hafa gert það að verkum að vélin nauðlenti á golfvellinum á Vatnsleysuströnd þann 29. júní 2014. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA). Flugkennari hlaut minniháttar áverka á höfði þegar flugvélin lenti á hvolfi og plastkúpull yfir stjórnklefanum brotnaði. Um var að ræða vél Flugakademíu Keilis og var hún af gerðinni Diamond DA-20. Henni var flogið frá Keflavíkurflugvelli en ætlunin var að flúga til flugvallarins á Hellu. Rannsókn á vettvangi leiddi í ljós að ekkert eldsneyti var í eldsneytisgeymi flugvélarinnar á slysstað og hafi eldsneytisskorturinn leitt til að vélin missti afl á flugi.Rannsóknarnefnd samgönguslysaRangur aflestur Í skýrslunni segir að flugnemi og flugkennari hafi talið ranglega að tankur vélarinnar hafi verið tæplega hálffullur og með nægilega mikið eldsneyti til að komast á áfangastað. Aflesturinn hafi hins vegar verið rangur og hafi um fjórðungur tanksins verið raunverulega með eldsneyti þegar vélin tók á loft. „RNSA telur hugsanlegt að það að flugkennarinn skoðaði eldsneytisstöðuna á eldsneytismælistikunni úr fjarlægð, úr hægra sæti flugvélarinnar, hafi haft áhrif á rangan aflestur flugkennarans. Ennfremur telur RNSA að það að flugneminn hafði sagt að eldsneytisgeymirinn væri rúmlega hálfur, þá hafi það skapað væntingar sem hafi haft áhrif á aflestur flugkennarans,“ segir í skýrslunni. Flugkennarans sagði við nefndina að hann hefði fyrir reglu að athuga alltaf stöðuna á eldsneyti og olíu sjálfur, þótt það væri engin regla hjá flugskólanum um að gera það. „Flugkennarinn var hins vegar seinn í þetta flug og því skoðaði hann einungis eldsneytisstöðuna eftir að hafa sest í hægra sætið í flugvélinni, þegar flugneminn sýndi eldsneytisstöðuna á eldsneytismælstikunni þar sem hann stóð vinstra megin við flugvélina við eldsneytisáfyllingaropið,“ segir í skýrslunni.Skýrslu nefndarinnar er að finna að neðan. Fréttir af flugi Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Sjá meira
Flýtir í undirbúningi og rangur aflestur eldsneytismælis kennsluflugvélarinnar TF-KFB eru talin hafa gert það að verkum að vélin nauðlenti á golfvellinum á Vatnsleysuströnd þann 29. júní 2014. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA). Flugkennari hlaut minniháttar áverka á höfði þegar flugvélin lenti á hvolfi og plastkúpull yfir stjórnklefanum brotnaði. Um var að ræða vél Flugakademíu Keilis og var hún af gerðinni Diamond DA-20. Henni var flogið frá Keflavíkurflugvelli en ætlunin var að flúga til flugvallarins á Hellu. Rannsókn á vettvangi leiddi í ljós að ekkert eldsneyti var í eldsneytisgeymi flugvélarinnar á slysstað og hafi eldsneytisskorturinn leitt til að vélin missti afl á flugi.Rannsóknarnefnd samgönguslysaRangur aflestur Í skýrslunni segir að flugnemi og flugkennari hafi talið ranglega að tankur vélarinnar hafi verið tæplega hálffullur og með nægilega mikið eldsneyti til að komast á áfangastað. Aflesturinn hafi hins vegar verið rangur og hafi um fjórðungur tanksins verið raunverulega með eldsneyti þegar vélin tók á loft. „RNSA telur hugsanlegt að það að flugkennarinn skoðaði eldsneytisstöðuna á eldsneytismælistikunni úr fjarlægð, úr hægra sæti flugvélarinnar, hafi haft áhrif á rangan aflestur flugkennarans. Ennfremur telur RNSA að það að flugneminn hafði sagt að eldsneytisgeymirinn væri rúmlega hálfur, þá hafi það skapað væntingar sem hafi haft áhrif á aflestur flugkennarans,“ segir í skýrslunni. Flugkennarans sagði við nefndina að hann hefði fyrir reglu að athuga alltaf stöðuna á eldsneyti og olíu sjálfur, þótt það væri engin regla hjá flugskólanum um að gera það. „Flugkennarinn var hins vegar seinn í þetta flug og því skoðaði hann einungis eldsneytisstöðuna eftir að hafa sest í hægra sætið í flugvélinni, þegar flugneminn sýndi eldsneytisstöðuna á eldsneytismælstikunni þar sem hann stóð vinstra megin við flugvélina við eldsneytisáfyllingaropið,“ segir í skýrslunni.Skýrslu nefndarinnar er að finna að neðan.
Fréttir af flugi Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Sjá meira