Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan í úrslitaleikinn eftir framlengingu | Sjáðu sigurmarkið Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. ágúst 2017 19:30 Stjarnan er komin í úrslit Borgunarbikars kvenna eftir 1-0 sigur á Val í Garðabænum í dag. Það þurfti framlengingu til að knýja fram úrslit í leiknum og var það Guðmunda Brynja Óladóttir sem skoraði sigurmarkið á 113. mínútu leiksins. Valskonur byrjuðu leikinn af krafti og átti Vesna Elísa Smiljkovic skot í slánna beint úr aukaspyrnu á áttundu mínútu leiksins. Stuttu seinna komst Pála Marie Einarsdóttir í gott færi eftir hornspyrnu en þær náðu ekki að koma boltanum í netið. Eftir það róaðist aðeins yfir leiknum. Sandra Sigurðardóttir meiddist eftir hálftíma leik og var leikurinn stöðvaður í um fimm mínútur á meðan hún fékk aðhlynningu. Við það dofnaði allt yfirbragð og lítið var að frétta þar til á síðustu mínútum hálfleiksins þegar bæði lið komust í ágætis færi. Stjörnukonur komu sterkar út í seinni hálfleikinn og voru mun meira með boltann. Þær náðu þó ekki að skapa sér nein dauðafæri. Það gerðu Valskonur ekki heldur, skyndisóknir þeirra báru lítinn árangur. Það var afskaplega lítið að frétta í seinni hálfleik og var lengi vel orðið fyrirsjáanlegt að leikurinn færi í framlengingu. Það varð úr, hvorugu liðinu tókst að skora í venjulegum leiktíma. Framlengingin var bara meira af því sama, mikil þreyta komin í leikmannahópinn og frammistaðan eftir því. Misheppnaðar sendingar, vantaði að taka hlaup og máttlaus eða misheppnuð skot. Það dróg svo heldur betur til tíðinda undir lok fyrri hálfleiks framlengingarinnar þegar Harpa Þorsteinsdóttir skaut í stöngina og Ana Victoria Cate fékk frákastið ein inni í teig en tókst ekki að skora framhjá Söndru í marki Vals. Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði svo sigurmark Stjörnunnar á 113. mínútu leiksins þegar hún fékk frábæra sendingu inn fyrir frá Katrínu Ásbjörnsdóttir og komst ein á móti marki. Stjarnan hafði verið sterkari í framlengingunni og mátti segja að ef það kæmi mark í leikinn þá yrði það frá þeim. Katrín Ásbjörnsdóttir átti stórgóðan leik á miðjunni fyrir Stjörnuna, ásamt því að Ana Victoria Cate og Lára Kristín Pedersen sýndu fína takta. Hjá Val var Elín Metta Jensen hvað öflugust, var mikil barátta í henni og dróg hún Valsliðið áfram á tímum. Sandra Sigurðardóttir bjargaði sínu liði oft á tíðum og hefði staðan getað verið allt önnur ef hennar hefði ekki getið í markinu. Stjarnan mætir ÍBV í úrslitaleiknum sem fer fram föstudagskvöldið 8. september klukkan 19:15 á Laugardalsvelli.Úlfur Blandon er þjálfari Valsvísir/ernirÚlfur: Hefði getað dottið hvoru megin sem var „Gríðarlega svekkjandi. Við gáfum allt í þennan leik sem við áttum til og skildum allt eftir á vellinum, gríðarlega svekkjandi að fá ekkert út úr þessu þegar maður leggur svona mikið í þetta,“ sagði Úlfur Blandon, þjálfari Vals, eftir leikinn. „Mér fannst þetta mjög jafn leikur og hefði getað dottið hvoru megin sem var. Þær skoruðu þetta eina mark sem skildi að og við sitjum eftir með sárt ennið.“ Valskonur voru minna með boltann og sköpuðu sér ekki mikið af færum, en Úlfi fannst það ekki ábótavant. „Mér fannst við skapa eitt færi í fyrri framlengingunni og sköpuðum okkur líka eitthvað í opnum leik í byrjun leiksins. Fengum mikið af fyrirgjöfum, hefðum kannski getað verið aðeins klókari á síðasta þriðjung þegar við komumst þangað. Hvorugt liðið fékk opið færi fyrir utan þetta mark sem hún slúttar.“ „Markmiðið er bara að móta liðið og undirbúa hvern leik eins vel og hægt er. Við förum í hvern einasta leik til að vinna,“ sagði Úlfur aðspurður um hvert liðið stefndi núna þegar það er dottið úr bikarnum og er svo gott sem engin von um að ná í titilbaráttu í deildinni.Harpa: Tækifæri til að fá eitthvað djúsí úr sumrinu „Mjög þreytt og mjög sátt,“ voru fyrstu viðbrögð Hörpu Þorsteinsdóttur eftir leikinn í dag. „Við vorum búnar að stjórna leiknum, svona bróðurpartinn. Við ákváðum fyrir leikinn að við þyrftum að vera þolinmóðar. Vorum búnar að sjá það hvernig þær spiluðu, eins og á móti Breiðablik, að þær eru að taka svolítið Austurríki á þetta, droppa fyrstu pressu og falla djúpt til baka. Þá þarf maður að vera virkilega þolinmóður, sem mér fannst við ná að vera.“ „Við biðum bara og biðum eftir þessu og svo datt þetta. Svolítið seint kannski, en þetta datt. Það er alltaf pínu erfitt að fara í vítaspyrnukeppni og maður er alltaf feginn þegar maður sleppur við það.“ „Eðlilega er pínu þreyta í okkur, við vorum að spila 120 mínútur og stutt frá síðasta leik. Ég er bara ánægð með okkur því mér fannst við ekki koma vel til baka í deildinni eftir hléið og vorum ákveðnar að þetta væri okkar tækifæri til að hafa eitthvað djúsí í sumrinu.“Ólafur stýrði Stjörnunni til sigurs í dag.Ólafur Þór: Betra liðið vann Það var að vonum glatt yfir Ólafi Þór Guðbjörnssyni, þjálfara Stjörnunnar, eftir leikinn. „Frábærlega ánægður með liðið, hvernig við spiluðum og hvernig planið gekk upp. Virkilega ánægður með að komast í stærsta leik tímabilsins. Það var markmiðið og það tókst.“ „Við vorum að fá færi í þessu og mikið með boltann, þær lágu til baka. Það var gott að klára þetta í venjulegum leiktíma því vítakeppni er bara happa glappa og hefði getað farið hvernig sem er. Mér fannst betra liðið vinna í dag.“ „Þetta var mikið hlaup, hörku leikur og mikið um pústra. Dómarinn leyfði mikið, sem var bara fínt, þannig að það var aðeins farið að síga á seinni hlutann. Við sjáum Gummu koma inn með góðan kraft og klára þetta fyrir okkur og það var bara frábært.“ Úrslitaleikurinn fer fram föstudaginn 8. september klukkan 19:15, sem er óvenjuleg tímasetning. Ólafur hafði þó ekki miklar skoðanir á því. „Ég er bara ekki farinn að hugsa svo langt. Við erum að spila við þær aftur á fimmtudaginn og svo erum við að fara út á sunnudaginn svo það er bara næsti leikur. Ég er ekki búinn að hugsa hvernig það stendur, en það verður örugglega skemmtilegt. Vona að það verði fleiri áhorfendur heldur en í dag.“ Næsti deildarleikur Stjörnunnar er á móti Vals, og fannst Ólafi það ágætt að mæta þeim aftur eftir svo stuttan tíma. „Það er bara gaman að spila hörkuleiki, og þetta var hörkuleikur. Valur er með mjög gott lið svo það er bara skemmtilegt. Svo verða menn bara að standast pressuna og sjá hvort við getum unnið þær aftur þá.“Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Samsung-vellinum í kvöld og tók meðfylgjandi myndir.vísir/ernirHarpa með boltann.vísir/ernir Pepsi Max-deild kvenna
Stjarnan er komin í úrslit Borgunarbikars kvenna eftir 1-0 sigur á Val í Garðabænum í dag. Það þurfti framlengingu til að knýja fram úrslit í leiknum og var það Guðmunda Brynja Óladóttir sem skoraði sigurmarkið á 113. mínútu leiksins. Valskonur byrjuðu leikinn af krafti og átti Vesna Elísa Smiljkovic skot í slánna beint úr aukaspyrnu á áttundu mínútu leiksins. Stuttu seinna komst Pála Marie Einarsdóttir í gott færi eftir hornspyrnu en þær náðu ekki að koma boltanum í netið. Eftir það róaðist aðeins yfir leiknum. Sandra Sigurðardóttir meiddist eftir hálftíma leik og var leikurinn stöðvaður í um fimm mínútur á meðan hún fékk aðhlynningu. Við það dofnaði allt yfirbragð og lítið var að frétta þar til á síðustu mínútum hálfleiksins þegar bæði lið komust í ágætis færi. Stjörnukonur komu sterkar út í seinni hálfleikinn og voru mun meira með boltann. Þær náðu þó ekki að skapa sér nein dauðafæri. Það gerðu Valskonur ekki heldur, skyndisóknir þeirra báru lítinn árangur. Það var afskaplega lítið að frétta í seinni hálfleik og var lengi vel orðið fyrirsjáanlegt að leikurinn færi í framlengingu. Það varð úr, hvorugu liðinu tókst að skora í venjulegum leiktíma. Framlengingin var bara meira af því sama, mikil þreyta komin í leikmannahópinn og frammistaðan eftir því. Misheppnaðar sendingar, vantaði að taka hlaup og máttlaus eða misheppnuð skot. Það dróg svo heldur betur til tíðinda undir lok fyrri hálfleiks framlengingarinnar þegar Harpa Þorsteinsdóttir skaut í stöngina og Ana Victoria Cate fékk frákastið ein inni í teig en tókst ekki að skora framhjá Söndru í marki Vals. Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði svo sigurmark Stjörnunnar á 113. mínútu leiksins þegar hún fékk frábæra sendingu inn fyrir frá Katrínu Ásbjörnsdóttir og komst ein á móti marki. Stjarnan hafði verið sterkari í framlengingunni og mátti segja að ef það kæmi mark í leikinn þá yrði það frá þeim. Katrín Ásbjörnsdóttir átti stórgóðan leik á miðjunni fyrir Stjörnuna, ásamt því að Ana Victoria Cate og Lára Kristín Pedersen sýndu fína takta. Hjá Val var Elín Metta Jensen hvað öflugust, var mikil barátta í henni og dróg hún Valsliðið áfram á tímum. Sandra Sigurðardóttir bjargaði sínu liði oft á tíðum og hefði staðan getað verið allt önnur ef hennar hefði ekki getið í markinu. Stjarnan mætir ÍBV í úrslitaleiknum sem fer fram föstudagskvöldið 8. september klukkan 19:15 á Laugardalsvelli.Úlfur Blandon er þjálfari Valsvísir/ernirÚlfur: Hefði getað dottið hvoru megin sem var „Gríðarlega svekkjandi. Við gáfum allt í þennan leik sem við áttum til og skildum allt eftir á vellinum, gríðarlega svekkjandi að fá ekkert út úr þessu þegar maður leggur svona mikið í þetta,“ sagði Úlfur Blandon, þjálfari Vals, eftir leikinn. „Mér fannst þetta mjög jafn leikur og hefði getað dottið hvoru megin sem var. Þær skoruðu þetta eina mark sem skildi að og við sitjum eftir með sárt ennið.“ Valskonur voru minna með boltann og sköpuðu sér ekki mikið af færum, en Úlfi fannst það ekki ábótavant. „Mér fannst við skapa eitt færi í fyrri framlengingunni og sköpuðum okkur líka eitthvað í opnum leik í byrjun leiksins. Fengum mikið af fyrirgjöfum, hefðum kannski getað verið aðeins klókari á síðasta þriðjung þegar við komumst þangað. Hvorugt liðið fékk opið færi fyrir utan þetta mark sem hún slúttar.“ „Markmiðið er bara að móta liðið og undirbúa hvern leik eins vel og hægt er. Við förum í hvern einasta leik til að vinna,“ sagði Úlfur aðspurður um hvert liðið stefndi núna þegar það er dottið úr bikarnum og er svo gott sem engin von um að ná í titilbaráttu í deildinni.Harpa: Tækifæri til að fá eitthvað djúsí úr sumrinu „Mjög þreytt og mjög sátt,“ voru fyrstu viðbrögð Hörpu Þorsteinsdóttur eftir leikinn í dag. „Við vorum búnar að stjórna leiknum, svona bróðurpartinn. Við ákváðum fyrir leikinn að við þyrftum að vera þolinmóðar. Vorum búnar að sjá það hvernig þær spiluðu, eins og á móti Breiðablik, að þær eru að taka svolítið Austurríki á þetta, droppa fyrstu pressu og falla djúpt til baka. Þá þarf maður að vera virkilega þolinmóður, sem mér fannst við ná að vera.“ „Við biðum bara og biðum eftir þessu og svo datt þetta. Svolítið seint kannski, en þetta datt. Það er alltaf pínu erfitt að fara í vítaspyrnukeppni og maður er alltaf feginn þegar maður sleppur við það.“ „Eðlilega er pínu þreyta í okkur, við vorum að spila 120 mínútur og stutt frá síðasta leik. Ég er bara ánægð með okkur því mér fannst við ekki koma vel til baka í deildinni eftir hléið og vorum ákveðnar að þetta væri okkar tækifæri til að hafa eitthvað djúsí í sumrinu.“Ólafur stýrði Stjörnunni til sigurs í dag.Ólafur Þór: Betra liðið vann Það var að vonum glatt yfir Ólafi Þór Guðbjörnssyni, þjálfara Stjörnunnar, eftir leikinn. „Frábærlega ánægður með liðið, hvernig við spiluðum og hvernig planið gekk upp. Virkilega ánægður með að komast í stærsta leik tímabilsins. Það var markmiðið og það tókst.“ „Við vorum að fá færi í þessu og mikið með boltann, þær lágu til baka. Það var gott að klára þetta í venjulegum leiktíma því vítakeppni er bara happa glappa og hefði getað farið hvernig sem er. Mér fannst betra liðið vinna í dag.“ „Þetta var mikið hlaup, hörku leikur og mikið um pústra. Dómarinn leyfði mikið, sem var bara fínt, þannig að það var aðeins farið að síga á seinni hlutann. Við sjáum Gummu koma inn með góðan kraft og klára þetta fyrir okkur og það var bara frábært.“ Úrslitaleikurinn fer fram föstudaginn 8. september klukkan 19:15, sem er óvenjuleg tímasetning. Ólafur hafði þó ekki miklar skoðanir á því. „Ég er bara ekki farinn að hugsa svo langt. Við erum að spila við þær aftur á fimmtudaginn og svo erum við að fara út á sunnudaginn svo það er bara næsti leikur. Ég er ekki búinn að hugsa hvernig það stendur, en það verður örugglega skemmtilegt. Vona að það verði fleiri áhorfendur heldur en í dag.“ Næsti deildarleikur Stjörnunnar er á móti Vals, og fannst Ólafi það ágætt að mæta þeim aftur eftir svo stuttan tíma. „Það er bara gaman að spila hörkuleiki, og þetta var hörkuleikur. Valur er með mjög gott lið svo það er bara skemmtilegt. Svo verða menn bara að standast pressuna og sjá hvort við getum unnið þær aftur þá.“Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Samsung-vellinum í kvöld og tók meðfylgjandi myndir.vísir/ernirHarpa með boltann.vísir/ernir