Árás á tölvukerfið vegna kosninganna í Kenía mistókst Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. ágúst 2017 06:00 Þessir Keníamenn voru afar ósáttir við úrslit forsetakosninganna. Nordicphotos/AFP Erlendir eftirlitsaðilar hafa lýst því yfir að ekki hafi verið brögð í tafli í kenísku kosningunum í vikunni. Nærri öll atkvæði höfðu verið talin í gærkvöldi og féllu rúm 54 prósent talinna atkvæða í forsetakosningunum í skaut sitjandi forseta, Uhuru Kenyatta. Alls kusu 45 prósent Raila Odinga en enginn annar fékk meira en hálft prósent atkvæða. Odinga lýsti því yfir á miðvikudag að kosningakerfið hefði verið hakkað og að allt liti út fyrir að um mesta kosningasvindl í sögu Keníu væri að ræða. Óháð kosningastjórn Keníumanna (IEBC) lýsti því í kjölfarið yfir að reynt hafi verið að gera árás á tölvukerfið en að sú árás hafi mistekist. Bandaríski eftirlitsaðilinn Carter Center, með fyrrverandi utanríkisráðherrann John Kerry í fararbroddi, fylgdist með kosningunum. Sagði Kerry á blaðamannafundi í höfuðborginni Naíróbí í gær að ekkert gæfi til kynna að um kosningasvindl væri að ræða. Kosningakerfi IEBC væri gegnsætt og ferlið öruggt. Samveldið, samtök ríkja sem tilheyrðu breska heimsveldinu, fylgdist einnig náið með kosningunum. Forsprakki eftirlitsteymis þess, John Mahama sem áður var forseti Gana, var á sama máli og Kerry. Sagði hann að hrósa bæri Keníumönnum fyrir framkvæmd kosninganna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Tölvuleikir bæta sjón Erlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Sjá meira
Erlendir eftirlitsaðilar hafa lýst því yfir að ekki hafi verið brögð í tafli í kenísku kosningunum í vikunni. Nærri öll atkvæði höfðu verið talin í gærkvöldi og féllu rúm 54 prósent talinna atkvæða í forsetakosningunum í skaut sitjandi forseta, Uhuru Kenyatta. Alls kusu 45 prósent Raila Odinga en enginn annar fékk meira en hálft prósent atkvæða. Odinga lýsti því yfir á miðvikudag að kosningakerfið hefði verið hakkað og að allt liti út fyrir að um mesta kosningasvindl í sögu Keníu væri að ræða. Óháð kosningastjórn Keníumanna (IEBC) lýsti því í kjölfarið yfir að reynt hafi verið að gera árás á tölvukerfið en að sú árás hafi mistekist. Bandaríski eftirlitsaðilinn Carter Center, með fyrrverandi utanríkisráðherrann John Kerry í fararbroddi, fylgdist með kosningunum. Sagði Kerry á blaðamannafundi í höfuðborginni Naíróbí í gær að ekkert gæfi til kynna að um kosningasvindl væri að ræða. Kosningakerfi IEBC væri gegnsætt og ferlið öruggt. Samveldið, samtök ríkja sem tilheyrðu breska heimsveldinu, fylgdist einnig náið með kosningunum. Forsprakki eftirlitsteymis þess, John Mahama sem áður var forseti Gana, var á sama máli og Kerry. Sagði hann að hrósa bæri Keníumönnum fyrir framkvæmd kosninganna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Tölvuleikir bæta sjón Erlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Sjá meira