Yfir 300 þúsund bílar fóru um Hvalfjarðargöng á einum mánuði Gissur Sigurðsson skrifar 10. ágúst 2017 13:34 Slysa- og óhappatíðni fer ört vaxandi í göngunum. Vísir/Pjetur Vel yfir 300 þúsund bílar fóru um Hvalfjarðargöng í síðasta mánuði, sem er met og langt yfir öryggismörkum Evrópusambandsins um jafnaðarumferð um jarðgöng af þessu tagi á einu ári. Slysa- og óhappatíðni fer ört vaxandi í göngunum. Í Evrópureglunum er er miðað við átta þúsund bíla á sólarhring en þeir voru tæplega tíu þúsund á dag í júlí, sem er þá langt yfir viðmiði. „Já já við erum komin langt yfir mörkin. Þau eru 8000 bílar á sólarhring,” segir Gylfi Þórðarson, framkvæmdastjóri Spalar. Hver hefur aukningin á bílum verið ef við forum bara 2-3 ár aftur í tímann? „Í fyrra var langstærsti júlímánuður, stærsti mánuður í sögunni, með 295.000 ökutæki í júlí. Það hafði verið 270.000 árið og 240.000 tæp þar áður. Þannig þetta hoppar ansi skarpt.” Hann segist búast við því að farið verði yfir mörk Evrópusambandsins í síðasta lagi árið 2020. „Ja meðalumferðin á þessu ári verður væntanlega í kringum 7000 ökutæki á sólarhring. Það var á síðasta ári rúmlega 6400 og árið þar áður 5600 þannig að það er nú mjög líklegt að þetta náist á árinu 2019. Allra síðasta lagið 2020.” Þá eru gerðar kröfur um hvað, öryggisgöng ekki satt? „Jú jú, þá er um að ræða að tvöfalda göngin því umferðarþunginn núna í einu röri er alveg við þolmörk á sumartíma. Það sem er rétt að benda á I þessu sambandi er að óhappatíðnin hún virðist vaxa hraðar en umferðaraukningin, við erum komin að þeim mörkum. Það hefur verið mjög mikið um óhöpp í sumar og í mörgum tilvikum tefur það umferðina og síðast í gær gerðist það að það þurfti að stjórna umferðina í báðar áttir í minnsta kosti fjóra klukkutíma.“ Hvalfjarðargöng Samgöngur Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira
Vel yfir 300 þúsund bílar fóru um Hvalfjarðargöng í síðasta mánuði, sem er met og langt yfir öryggismörkum Evrópusambandsins um jafnaðarumferð um jarðgöng af þessu tagi á einu ári. Slysa- og óhappatíðni fer ört vaxandi í göngunum. Í Evrópureglunum er er miðað við átta þúsund bíla á sólarhring en þeir voru tæplega tíu þúsund á dag í júlí, sem er þá langt yfir viðmiði. „Já já við erum komin langt yfir mörkin. Þau eru 8000 bílar á sólarhring,” segir Gylfi Þórðarson, framkvæmdastjóri Spalar. Hver hefur aukningin á bílum verið ef við forum bara 2-3 ár aftur í tímann? „Í fyrra var langstærsti júlímánuður, stærsti mánuður í sögunni, með 295.000 ökutæki í júlí. Það hafði verið 270.000 árið og 240.000 tæp þar áður. Þannig þetta hoppar ansi skarpt.” Hann segist búast við því að farið verði yfir mörk Evrópusambandsins í síðasta lagi árið 2020. „Ja meðalumferðin á þessu ári verður væntanlega í kringum 7000 ökutæki á sólarhring. Það var á síðasta ári rúmlega 6400 og árið þar áður 5600 þannig að það er nú mjög líklegt að þetta náist á árinu 2019. Allra síðasta lagið 2020.” Þá eru gerðar kröfur um hvað, öryggisgöng ekki satt? „Jú jú, þá er um að ræða að tvöfalda göngin því umferðarþunginn núna í einu röri er alveg við þolmörk á sumartíma. Það sem er rétt að benda á I þessu sambandi er að óhappatíðnin hún virðist vaxa hraðar en umferðaraukningin, við erum komin að þeim mörkum. Það hefur verið mjög mikið um óhöpp í sumar og í mörgum tilvikum tefur það umferðina og síðast í gær gerðist það að það þurfti að stjórna umferðina í báðar áttir í minnsta kosti fjóra klukkutíma.“
Hvalfjarðargöng Samgöngur Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira