Ronda og Browne hafa verið í sambandi síðan 2015. Þau tilkynntu um trúlofun sína í apríl á þessu ári og létu svo pússa sig saman um helgina.
Browne birti skemmtilega mynd af nýbökuðu hjónunum á Instagram í dag. Myndina má sjá hér að neðan.
Ronda hefur ekkert keppt í UFC síðan hún tapaði fyrir Amöndu Nunes undir lok síðasta árs og óvíst er hvort hún snýr aftur í búrið.
Hinn 35 ára gamli Browne hefur tapað fjórum síðustu bardögum sínum.