Júlídeilan 28. ágúst 2017 07:00 Júlídeilan íslenska er eins og fyrsta haustlægðin, jafn óvænt og hún er fyrirsegjanleg. Hún er alltaf upp á líf og dauða, háð til síðasta manns og barist um hvert hús. Hún er knúin áfram af einhvers konar blöndu af leiðindum og lífsgleði. Júlísólin skín á okkur alla daga og allar nætur og tilveran rennur saman í eitt mók. Landsmenn eru á þönum við að slaka á. Stundum verður slökunin of yfirþyrmandi; og fólk sér ekki fram á að komast yfir alla þessa slökun og þá er tilvalið að demba sér í gott rifrildi um málefni sem manni er eiginlega alveg sama um.„Enn eitt dæmið…“ Júlídeilan getur snúist um hundahald, lambakjöt, stafsetningu, göngugötur, lúpínu, lausagöngu katta – nánast hvaðeina. Deilan er jafnan marglaga; og snýst oft um eitthvað annað en hún er um; iðulega er hún um eitthvað sem aldrei er nefnt, kannski jafn einfaldan hlut og gagnkvæma andúð. Stundum liggur djúp sprunga undir ágreiningsefninu: sjálfsmynd þjóðar, sveit gegn borg, fyrirkomulag atvinnulífsins. Og auðvitað liggur þarna að baki ágreiningur um það hvernig Íslendingar sjá sig sem þjóð meðal þjóða; hvað tíðkast hjá öðrum þjóðum – sem er þá algild mælistika á rétt og rangt: „Aðrar þjóðir hafa þetta ekki svona,“ segir þá einhver ábúðarmikil rödd og við hin kinkum þá óðara kolli yfir því og sjáum undir eins að þetta getur ekki gengið svona. Júlídeilan er oft um umhugsunarverð og jafnvel skemmtileg efni en hún er háð af heift, ágreiningur er dreginn fram og pússaður af alúð og natni og reynt er að sneyða hjá framsetningu sem kynni að leiða til sameiginlegrar niðurstöðu, ekki síst með þeirri aðferð að hafa sjálfan samræðugrundvöllinn síkvikan. Umfram allt þarf maður að hafa mjög ákveðna en um leið óljósa skoðun. Maður þarf að setja hana fram á umbúðarlausan og ögrandi hátt, helst með dálitlum skammti af skætingi. Allir þátttakendur umræðunnar eru sárhneykslaðir: hver á öðrum, á málefninu, á því „hvernig þetta er alltaf hreint hérna hjá okkur“, á því hvernig viðkomandi mál er „enn eitt dæmið“ um eitthvað sem er ekki gott – að ógleymdri „íslenskri umræðuhefð“. Alltaf er vitnað í kaflann í Innansveitarkróniku um hana og hinn aðilinn talinn sá sem setur hljóðan þegar kemur að kjarna málsins. Að afstaðinni deilu verða allir aðilar svolítið kindarlegir, eins og fólk sem hefur gert einhvern óskunda á fylliríi en man ekki fyllilega hvað það var. Ágúst er þá notaður til að jafna sig áður en siglt er inn í september, og vinnuna.Veggurinn Að þessu sinni snerist Júlídeilan um vegg á Skúlagötu fjögur. Rokkhátíð sem kennir sig við íslenskar öldur ljósvakans stóð fyrir því fyrir nokkrum árum að máluð var mynd á þennan vegg af sjómanni, sem var skemmtilegt framtak og vel við hæfi, enda húsið í seinni tíð verið athvarf fyrir alls konar umsýslu sem tengist sjávarútvegi. Sjálfur tengi ég þó húsið ævinlega við starfsemi Ríkisútvarpsins og þá einkum Fréttastofuna þar sem móðir mín vann. Mér hefði því fundist fara vel á mynd af henni á téðum vegg og Ragnheiði Ástu og Jóni Múla. En sjómaður var það. Svo var málað yfir myndina. Einhvern veginn kvisaðist að íbúi þar í grennd, Hjörleifur Guttormsson, hefði ítrekað kvartað til borgaryfirvalda vegna myndarinnar, vitnað í alls konar pergament og paragrafa af sinni alkunnu málafylgju og krafist þess að myndin yrði fjarlægð. Fólk dró þá ályktun að hin deiga borgarstjórn hefði orðið við umleitunum Hjörleifs og varð málið fljótlega í huga margra að „enn einu dæminu“. Þetta var dæmi um eftirlátssama borgarstjórn – um bannóða borgarstjórn – um áhrif og völd frekra karla; bannáráttu gamalla kommúnista sem ekki vilja lit og líf í samfélaginu heldur bara gráma og einhæfni. Hjörleifur svaraði fullum hálsi og beindi spjótum sínum einkum að fréttastofu Ríkisútvarpsins, sennilega vegna þess að hann skrifaði í Moggann og hefur talið sig þurfa að næra hina landskunnu þráhyggju ritstjórans um téða fréttastofu. Allt logaði á Facebook og twitter lækóhólistarnir þar kepptust við að skrifa sem hnyttnasta statusa um Hjörleif, sem hafði svo sem ekki gert annað en að nýta sér borgaraleg réttindi sín og kvarta yfir því sem honum þótti miður fara. Skyndilega var skollin á sígild Júlídeila, þar sem öllum var mjög heitt í hamsi og skothríðin dundi úr öllum hornum – og í öll horn. Málið var „enn eitt dæmið“. Fólk skiptist í fylkingar eftir því hvort því þótti viðkomandi mynd falleg eða ljót, smekklaus eða verðugur minnisvarði. Sumir töldu að þarna kæmi fram andúð fulltrúa gilda hins gamla sveitasamfélags á táknmynd sjávarútvegsins sem gegnum aldirnar hefði einn skapað verðmæti hér á landi. Aðrir sáu málið sem tilraun valdsins til að binda hina skapandi hönd og hefta tjáningarfrelsið. Enn aðrir töldu veggmyndina listrænan átroðning og særandi fyrir fegurðarskyn þess sem mátti daglega horfa upp á þessa fyrirmunun. Allir sem tóku til máls töluðu um „enn eitt dæmið“. Smám saman hljóðnaði svo deilan og fólk varð uppiskroppa með ný ádeiluefni varðandi þessa lítilfjörlegu mynd og Hjörleif. Og enginn tók eftir því þegar heyrðist lágmælt skýring frá hússtjórn Skúlagötu fjögur. Það kom sem sé á daginn að kominn hafði verið tími á viðhald hússins, myndin að verða ónýt enda ekki gerð til að endast lengur en nokkur ár – og því hafði hússtjórnin tekið þá ákvörðun að mála vegginn bara hvítan. Og þangað til kemur að næstu mynd – næstu deilu – þurfum við að horfa á hvítan vegginn og hugsa upp næsta dæmi um „enn eitt dæmið“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Júlídeilan íslenska er eins og fyrsta haustlægðin, jafn óvænt og hún er fyrirsegjanleg. Hún er alltaf upp á líf og dauða, háð til síðasta manns og barist um hvert hús. Hún er knúin áfram af einhvers konar blöndu af leiðindum og lífsgleði. Júlísólin skín á okkur alla daga og allar nætur og tilveran rennur saman í eitt mók. Landsmenn eru á þönum við að slaka á. Stundum verður slökunin of yfirþyrmandi; og fólk sér ekki fram á að komast yfir alla þessa slökun og þá er tilvalið að demba sér í gott rifrildi um málefni sem manni er eiginlega alveg sama um.„Enn eitt dæmið…“ Júlídeilan getur snúist um hundahald, lambakjöt, stafsetningu, göngugötur, lúpínu, lausagöngu katta – nánast hvaðeina. Deilan er jafnan marglaga; og snýst oft um eitthvað annað en hún er um; iðulega er hún um eitthvað sem aldrei er nefnt, kannski jafn einfaldan hlut og gagnkvæma andúð. Stundum liggur djúp sprunga undir ágreiningsefninu: sjálfsmynd þjóðar, sveit gegn borg, fyrirkomulag atvinnulífsins. Og auðvitað liggur þarna að baki ágreiningur um það hvernig Íslendingar sjá sig sem þjóð meðal þjóða; hvað tíðkast hjá öðrum þjóðum – sem er þá algild mælistika á rétt og rangt: „Aðrar þjóðir hafa þetta ekki svona,“ segir þá einhver ábúðarmikil rödd og við hin kinkum þá óðara kolli yfir því og sjáum undir eins að þetta getur ekki gengið svona. Júlídeilan er oft um umhugsunarverð og jafnvel skemmtileg efni en hún er háð af heift, ágreiningur er dreginn fram og pússaður af alúð og natni og reynt er að sneyða hjá framsetningu sem kynni að leiða til sameiginlegrar niðurstöðu, ekki síst með þeirri aðferð að hafa sjálfan samræðugrundvöllinn síkvikan. Umfram allt þarf maður að hafa mjög ákveðna en um leið óljósa skoðun. Maður þarf að setja hana fram á umbúðarlausan og ögrandi hátt, helst með dálitlum skammti af skætingi. Allir þátttakendur umræðunnar eru sárhneykslaðir: hver á öðrum, á málefninu, á því „hvernig þetta er alltaf hreint hérna hjá okkur“, á því hvernig viðkomandi mál er „enn eitt dæmið“ um eitthvað sem er ekki gott – að ógleymdri „íslenskri umræðuhefð“. Alltaf er vitnað í kaflann í Innansveitarkróniku um hana og hinn aðilinn talinn sá sem setur hljóðan þegar kemur að kjarna málsins. Að afstaðinni deilu verða allir aðilar svolítið kindarlegir, eins og fólk sem hefur gert einhvern óskunda á fylliríi en man ekki fyllilega hvað það var. Ágúst er þá notaður til að jafna sig áður en siglt er inn í september, og vinnuna.Veggurinn Að þessu sinni snerist Júlídeilan um vegg á Skúlagötu fjögur. Rokkhátíð sem kennir sig við íslenskar öldur ljósvakans stóð fyrir því fyrir nokkrum árum að máluð var mynd á þennan vegg af sjómanni, sem var skemmtilegt framtak og vel við hæfi, enda húsið í seinni tíð verið athvarf fyrir alls konar umsýslu sem tengist sjávarútvegi. Sjálfur tengi ég þó húsið ævinlega við starfsemi Ríkisútvarpsins og þá einkum Fréttastofuna þar sem móðir mín vann. Mér hefði því fundist fara vel á mynd af henni á téðum vegg og Ragnheiði Ástu og Jóni Múla. En sjómaður var það. Svo var málað yfir myndina. Einhvern veginn kvisaðist að íbúi þar í grennd, Hjörleifur Guttormsson, hefði ítrekað kvartað til borgaryfirvalda vegna myndarinnar, vitnað í alls konar pergament og paragrafa af sinni alkunnu málafylgju og krafist þess að myndin yrði fjarlægð. Fólk dró þá ályktun að hin deiga borgarstjórn hefði orðið við umleitunum Hjörleifs og varð málið fljótlega í huga margra að „enn einu dæminu“. Þetta var dæmi um eftirlátssama borgarstjórn – um bannóða borgarstjórn – um áhrif og völd frekra karla; bannáráttu gamalla kommúnista sem ekki vilja lit og líf í samfélaginu heldur bara gráma og einhæfni. Hjörleifur svaraði fullum hálsi og beindi spjótum sínum einkum að fréttastofu Ríkisútvarpsins, sennilega vegna þess að hann skrifaði í Moggann og hefur talið sig þurfa að næra hina landskunnu þráhyggju ritstjórans um téða fréttastofu. Allt logaði á Facebook og twitter lækóhólistarnir þar kepptust við að skrifa sem hnyttnasta statusa um Hjörleif, sem hafði svo sem ekki gert annað en að nýta sér borgaraleg réttindi sín og kvarta yfir því sem honum þótti miður fara. Skyndilega var skollin á sígild Júlídeila, þar sem öllum var mjög heitt í hamsi og skothríðin dundi úr öllum hornum – og í öll horn. Málið var „enn eitt dæmið“. Fólk skiptist í fylkingar eftir því hvort því þótti viðkomandi mynd falleg eða ljót, smekklaus eða verðugur minnisvarði. Sumir töldu að þarna kæmi fram andúð fulltrúa gilda hins gamla sveitasamfélags á táknmynd sjávarútvegsins sem gegnum aldirnar hefði einn skapað verðmæti hér á landi. Aðrir sáu málið sem tilraun valdsins til að binda hina skapandi hönd og hefta tjáningarfrelsið. Enn aðrir töldu veggmyndina listrænan átroðning og særandi fyrir fegurðarskyn þess sem mátti daglega horfa upp á þessa fyrirmunun. Allir sem tóku til máls töluðu um „enn eitt dæmið“. Smám saman hljóðnaði svo deilan og fólk varð uppiskroppa með ný ádeiluefni varðandi þessa lítilfjörlegu mynd og Hjörleif. Og enginn tók eftir því þegar heyrðist lágmælt skýring frá hússtjórn Skúlagötu fjögur. Það kom sem sé á daginn að kominn hafði verið tími á viðhald hússins, myndin að verða ónýt enda ekki gerð til að endast lengur en nokkur ár – og því hafði hússtjórnin tekið þá ákvörðun að mála vegginn bara hvítan. Og þangað til kemur að næstu mynd – næstu deilu – þurfum við að horfa á hvítan vegginn og hugsa upp næsta dæmi um „enn eitt dæmið“.
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar