,,Tískan er ekki yfirborðsleg" Ritstjórn skrifar 27. ágúst 2017 08:30 Mynd/H&M Glamour settist niður með Ann-Sofie Johansson, listrænum stjórnanda og ráðgjafa H&M, í létt og skemmtilegt spjall. Ann-Sofie hefur ekki haft mikinn frítíma þessa vikuna því mikið hefur verið að gera við undirbúning búðarinnar. Hún segist ekki geta svarað spurningunni um hvort íslenskur fatastíll sé frábrugðinn öðrum löndum, en segist hafa fylgst með íslenskri tísku og götustíl lengi. Hún segist vita að Íslendingar séu mjög meðvitaðir um tísku. Ann-Sofie er spennt að sjá hvaða flíkur Íslendingar muni versla sér yfir helgina í H&M og að þá komi margt í ljós um fatastíl okkar. Glamour spurði Ann-Sofie út í tískuheiminn, hönnunarferlið, unga hönnuði og að sjálfsögðu hvar hún verslar helst fötin sín. Hver er upphafspunkturinn við gerð hverrar fatalínu? ,,Ég hanna ekki mikið lengur sjálf, en það er mikilvægt að fylgjast vel með því sem er að gerast. Ferlið byrjar allt með rannsóknarvinnu, að safna eins miklu efni, upplýsingum og innblæstri til að vinna út frá. Stundum byrja ég út frá einhverju innsæi eða tilfinningu sem ég hef. Það er sama hvaðan það kemur, það er svo mikið af upplýsingum í dag og maður verður að fá tíma til að meðtaka þær, að sjá hvaða tískustraumar verða vinsælir. Aðalatriðið fyrir mér er samt hve mikilvæg forvitnin er og að geta verið með opinn hug, það er það sem gerir tískuna svo skemmtilega. Maður lærir eitthvað nýtt á hverjum degi, og þú stefnir alltaf fram á við og þróast og vex." Með hraðari og aðgengilegri heimi vegna samfélagsmiðla, hversu mikilvægt finnst þér að taka stundum skref aftur og standa fyrir utan? ,,Það er mikilvægt að taka skref aftur í miðju ferli við hönnun fatalínu, og fá að sjá allt frá öðru sjónarhorni og horfa inn á við. En við erum alltaf með viðskiptavininn í huga þar sem við vinnum í áttina að sérstökum markhópi. Það er mjög erfitt að taka skrefið aftur og reyna að fjarlægja sig línunni tímabundið því maður er svo stór þátttakandi í henni. Það er einnig gott þegar einhver annar kemur og gagnrýnir fatalínuna. Við erum líka svo föst á skrifstofunni, föst við tölvuskjáinn. Ég hvet hönnuðina mína oft til að fara eitthvað annað og breyta um umhverfi. Setjast niður á kaffihús og horfa á fólkið í kring. Þá gerist margt.” Hvetur þú hönnuði þína til að teikna og vinna meira í höndunum? ,,Já, ég geri það, en það getur oft verið erfitt. Tölvan getur gert allt þessa dagana, en tíska og textíll sérstaklega er svo snertanlegt, þú verður að geta snert það og leikið með það í höndum þér. Það er svo gott að nota hendurnar til að skissa, teikna, nota gínurnar og leika sér með efnin. Tölvan er bara í tvívídd en það er mikilvægt að gera hlutina í þrívídd líka, þá áttar maður sig betur á hlutunum. Hins vegar verður sífellt erfiðara að vinna þannig núna, eins og við gerðum í gamla daga. Tölvurnar eru frábærar auðvitað því hraðinn er svo mikill, maður er sneggri að vinna núna. En jafnvægi er alltaf besta svarið.” Hvert er uppáhalds efnið til að vinna með? ,,Ó, erfið spurning. En mér finnst ull dásamlegt efni og gaman að vinna með hana. Það er auðvelt að blanda ullinni við önnur efni líka. Það er hægt að gera ullina mjög þunga eða mjög létta. Já, ullin er uppáhalds efnið mitt myndi ég segja. En að sjálfsögðu öll okkar nýju umhverfisvænu efni sem við eyðum miklum tíma í að þróa og bæta. Lífræni bómullinn og tencel eru góð efni í notkun. Að þróa nýtt efni tekur svo langan tíma og það er farið fram og aftur. Minnstu smáatriði geta breytt efninu til hins betra.” Hvernig vinna textílhönnuðirnir munstrin og bróderingarnar, gerist það mikið við tölvuna eða er það meira í höndum? ,,Það er mjög frábrugðið fatahönnuðunum finnst mér, allt öðruvísi. En það er einnig misjafnt eftir hönnuðum og hverju er verið að vinna að, og hvernig hönnuðurinn ákveður að vinna. Oft er byrjað með teikningu sem er síðan lokið við í tölvunni." Ann-Sofie lærði hönnun meira og minna í kvöldskóla. Hún ákvað að fara frekar í listaháskóla í staðinn fyrir að læra tísku og hönnun, því hún vildi verða málari og listamaður. En H&M hefur verið hennar skóli. Spurð að því hversu mikið hefur breyst í þessum bransa frá því að hún byrjaði, finnst henni mikill munur á hvernig hönnuðir eru ráðnir og hverjir eru valdir. ,,En í dag þegar við ráðum hönnuði þá viljum við helst að þau séu með að minnsta kosti þriggja ára háskólamenntun í því fagi. Það eru aðrir tímar. Áður fyrr var auðveldara fyrir þig að vaxa innan fyrirtækis sem hönnuður en nú viljum við að hönnuðirnir okkar séu tilbúnari þegar þeir hefja störf. Það tekur svo langan tíma að læra allt frá grunni, en menntunin sem nýju hönnuðir okkar hafa er mjög mikilvæg.” Hverju leitarðu að í nýjum hönnuðum? ,,Að sjálfsögðu verða þau að vera listræn og skapandi. Góð mappa (portfolio) er svo mikilvæg, þar sem þau geta sýnt fram á þeirra gildi og hönnunarstíl. En einnig verða þau að geta unnið vel í hóp, því í H&M snýst allt um hópavinnu. Hönnuðurinn verður að geta túlkað og sýnt sínar skapandi hliðar í gegnum tísku, fatnað og hönnun sem getur klætt marga. Sköpunargáfan er þó mikilvægust. Hönnunarteymi H&M er góð blanda af ungum og svo eldri hönnuðum. Sumir eru nýkomnir úr skóla og aðrir hafa unnið innan fyrirtækisins lengi. Það er mjög gott jafnvægi hjá H&M núna sem er mjög mikilvægt. En auðvitað viljum við halda hönnuðunum okkar lengi hjá okkur þar sem við leggjum mikið í hverja manneskju sem við ráðum inn í fyrirtækið. Það eru 25 mismunandi þjóðerni innan hönnunarteymis H&M og það er mjög áhugavert. Við erum alþjóðlegt fyrirtæki og því er mikilvægt að fólkið okkar komi frá mismunandi stöðum. Við verðum auðvitað að hvetja og geta staðið á bakvið unga hönnuði í dag. H&M eru með hönnunarverðlaun, þar sem við sjáum oft mjög hæfileikaríka og unga hönnuði með frábærar hugmyndir. Tískuheimurinn er erfiður heimur og erfitt að fá tækifæri.” Ann-Sofie hefur starfað í tískuheiminum lengi og byrjaði hjá H&M mjög ung. Hún kinkar kolli þegar hún er spurð að því hvort hún fái ekki stundum nóg af tísku. ,,Já, stundum fæ ég alveg nóg. En það er í mjög stuttan tíma. En ég fæ stundum nóg því stundum er allt of mikið í tísku í gangi,” segir Ann-Sofie og hlær. ,,En á sama tíma þá skiptir tíska fólk máli, fólk hefur alltaf haft áhuga á tísku og áhuga á hvernig aðrir klæða og tjá sig. Tíska segir svo mikið um hvernig tímum við lifum á og hvernig samfélagið er hverju sinni. Tískan er ekki grunn og yfirborðsleg eins og margir halda. En stundum finnst manni tískuheimurinn verða mjög yfirborðslegur og það er þá sem ég verð mjög þreytt á honum og kýs að draga mig í hlé. En svo kem ég aftur og átta mig á því að tískan er það ekki.” Er listræni og skapandi tíminn sem hönnuð hjá H&M eyðir við gerð hverrar línu mjög stuttur? ,,Ég myndi segja að sem hönnuður í dag þá þarftu oft að berjast fyrir þínum skapandi tíma. Það er erfitt því tíminn er oft étinn í burtu af öðrum hlutum eins og fundum, fundum og fundum,” segir hún og hlær. ,,En þetta er mikilvægur tími annars til að halda áfram. Við verðum að fá tíma fyrir rannsóknarvinnu og til að meðtaka og melta hlutina. En þessi skapandi tími sem við tölum um er eins og ský og frekar óhlutstæður. Hann er étinn burt og annað sem tekur yfir sem er reglulegra og stöðugra, eins og tölur eða fundir, þar sem þú getur mælt hluti eða tekið ákvarðanir.” Hvað líður langur tími frá því að fatalínan byrjar á teikniborðinu og hún er komin í búðir? ,,Það er misjafnt eftir hvaða lína það er. The Conscious Exclusive tekur mjög langan tíma, efnin eru erfið og það tekur tíma að þróa þau. Þannig við byrjum á henni svona tveimur árum áður en hún kemur í búðir. Nærföt og sundföt taka líka langan tíma. En það er kannski í kringum ár myndi ég segja í meðaltali. En við höfum líka kost á að bæta við hlutum á styttri tíma og við getum verið mjög snögg. En til að hver og ein fatalína sé fallega samræmd, og til að fá góðar vörur úr góðum gæðum þá verðum við að byrja snemma.Ferðu sjálf á tískuvikur?,,Nei eiginlega ekki. Tískuvikan í Stokkhólmi er í næstu viku og þá fer ég á nokkrar sýningar, en á aðrar fer ég venjulega ekki.”Hvar verslar þú helst fötin þín? ,,Auðvitað versla ég í H&M! En ég sæki líka í aðrar búðir innan keðjunnar eins og Cos, þar sem maður finnur öðruvísi hluti. Ég versla mikið af vintage vörum, en sæki líka í tískuhús eins og Acne og önnur sænsk merki. Við erum með mikið af góðum sænskum fatamerkjum. Einnig versla ég stundum í dýrari merkjum eins og Marni, ég elska hringana frá þeim. Ég versla eiginlega út um allt!”Hvert er þitt uppáhalds trend fyrir veturinn?,,Já! Þetta er sérstaklega spennandi vetur samkvæmt tískunni. Ég elska allt köflótt núna, við höfum ekki séð köflótt lengi og það er frábært að það sé komið aftur. Mér finnst einnig svo gaman að dragtin sé komin aftur, það er frábært, langt síðan hún kom svona sterkt inn síðast. Rauði liturinn sem við sjáum hér í versluninni er líka minn uppáhalds, sérstaklega í prjónaflíkum, hann gleður. Einnig lítil smáatriði úr silfri eða glansandi efnum. Það er gott að blanda þessu saman, að blanda einhverju dömulegu við köflótt til dæmis og sýna sinn persónulega stíl.” Mest lesið Melania Trump í ljósbláu í setningarathöfn eiginmannsins Glamour Sextug hjón sem klæða sig alltaf í stíl Glamour Úr frönskum slaufum í íslensku ullina Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Kvenfólk er sterkara kynið Glamour David Beckham gerir húðvörur fyrir karlmenn Glamour Fendi-folinn minn litli? Glamour Þetta er dress dagsins - og allt undir 10 þúsund krónum Glamour Frá París til Reykjavíkur Glamour Heiðar Logi í ítarlegu viðtali hjá Rolling Stone Glamour
Glamour settist niður með Ann-Sofie Johansson, listrænum stjórnanda og ráðgjafa H&M, í létt og skemmtilegt spjall. Ann-Sofie hefur ekki haft mikinn frítíma þessa vikuna því mikið hefur verið að gera við undirbúning búðarinnar. Hún segist ekki geta svarað spurningunni um hvort íslenskur fatastíll sé frábrugðinn öðrum löndum, en segist hafa fylgst með íslenskri tísku og götustíl lengi. Hún segist vita að Íslendingar séu mjög meðvitaðir um tísku. Ann-Sofie er spennt að sjá hvaða flíkur Íslendingar muni versla sér yfir helgina í H&M og að þá komi margt í ljós um fatastíl okkar. Glamour spurði Ann-Sofie út í tískuheiminn, hönnunarferlið, unga hönnuði og að sjálfsögðu hvar hún verslar helst fötin sín. Hver er upphafspunkturinn við gerð hverrar fatalínu? ,,Ég hanna ekki mikið lengur sjálf, en það er mikilvægt að fylgjast vel með því sem er að gerast. Ferlið byrjar allt með rannsóknarvinnu, að safna eins miklu efni, upplýsingum og innblæstri til að vinna út frá. Stundum byrja ég út frá einhverju innsæi eða tilfinningu sem ég hef. Það er sama hvaðan það kemur, það er svo mikið af upplýsingum í dag og maður verður að fá tíma til að meðtaka þær, að sjá hvaða tískustraumar verða vinsælir. Aðalatriðið fyrir mér er samt hve mikilvæg forvitnin er og að geta verið með opinn hug, það er það sem gerir tískuna svo skemmtilega. Maður lærir eitthvað nýtt á hverjum degi, og þú stefnir alltaf fram á við og þróast og vex." Með hraðari og aðgengilegri heimi vegna samfélagsmiðla, hversu mikilvægt finnst þér að taka stundum skref aftur og standa fyrir utan? ,,Það er mikilvægt að taka skref aftur í miðju ferli við hönnun fatalínu, og fá að sjá allt frá öðru sjónarhorni og horfa inn á við. En við erum alltaf með viðskiptavininn í huga þar sem við vinnum í áttina að sérstökum markhópi. Það er mjög erfitt að taka skrefið aftur og reyna að fjarlægja sig línunni tímabundið því maður er svo stór þátttakandi í henni. Það er einnig gott þegar einhver annar kemur og gagnrýnir fatalínuna. Við erum líka svo föst á skrifstofunni, föst við tölvuskjáinn. Ég hvet hönnuðina mína oft til að fara eitthvað annað og breyta um umhverfi. Setjast niður á kaffihús og horfa á fólkið í kring. Þá gerist margt.” Hvetur þú hönnuði þína til að teikna og vinna meira í höndunum? ,,Já, ég geri það, en það getur oft verið erfitt. Tölvan getur gert allt þessa dagana, en tíska og textíll sérstaklega er svo snertanlegt, þú verður að geta snert það og leikið með það í höndum þér. Það er svo gott að nota hendurnar til að skissa, teikna, nota gínurnar og leika sér með efnin. Tölvan er bara í tvívídd en það er mikilvægt að gera hlutina í þrívídd líka, þá áttar maður sig betur á hlutunum. Hins vegar verður sífellt erfiðara að vinna þannig núna, eins og við gerðum í gamla daga. Tölvurnar eru frábærar auðvitað því hraðinn er svo mikill, maður er sneggri að vinna núna. En jafnvægi er alltaf besta svarið.” Hvert er uppáhalds efnið til að vinna með? ,,Ó, erfið spurning. En mér finnst ull dásamlegt efni og gaman að vinna með hana. Það er auðvelt að blanda ullinni við önnur efni líka. Það er hægt að gera ullina mjög þunga eða mjög létta. Já, ullin er uppáhalds efnið mitt myndi ég segja. En að sjálfsögðu öll okkar nýju umhverfisvænu efni sem við eyðum miklum tíma í að þróa og bæta. Lífræni bómullinn og tencel eru góð efni í notkun. Að þróa nýtt efni tekur svo langan tíma og það er farið fram og aftur. Minnstu smáatriði geta breytt efninu til hins betra.” Hvernig vinna textílhönnuðirnir munstrin og bróderingarnar, gerist það mikið við tölvuna eða er það meira í höndum? ,,Það er mjög frábrugðið fatahönnuðunum finnst mér, allt öðruvísi. En það er einnig misjafnt eftir hönnuðum og hverju er verið að vinna að, og hvernig hönnuðurinn ákveður að vinna. Oft er byrjað með teikningu sem er síðan lokið við í tölvunni." Ann-Sofie lærði hönnun meira og minna í kvöldskóla. Hún ákvað að fara frekar í listaháskóla í staðinn fyrir að læra tísku og hönnun, því hún vildi verða málari og listamaður. En H&M hefur verið hennar skóli. Spurð að því hversu mikið hefur breyst í þessum bransa frá því að hún byrjaði, finnst henni mikill munur á hvernig hönnuðir eru ráðnir og hverjir eru valdir. ,,En í dag þegar við ráðum hönnuði þá viljum við helst að þau séu með að minnsta kosti þriggja ára háskólamenntun í því fagi. Það eru aðrir tímar. Áður fyrr var auðveldara fyrir þig að vaxa innan fyrirtækis sem hönnuður en nú viljum við að hönnuðirnir okkar séu tilbúnari þegar þeir hefja störf. Það tekur svo langan tíma að læra allt frá grunni, en menntunin sem nýju hönnuðir okkar hafa er mjög mikilvæg.” Hverju leitarðu að í nýjum hönnuðum? ,,Að sjálfsögðu verða þau að vera listræn og skapandi. Góð mappa (portfolio) er svo mikilvæg, þar sem þau geta sýnt fram á þeirra gildi og hönnunarstíl. En einnig verða þau að geta unnið vel í hóp, því í H&M snýst allt um hópavinnu. Hönnuðurinn verður að geta túlkað og sýnt sínar skapandi hliðar í gegnum tísku, fatnað og hönnun sem getur klætt marga. Sköpunargáfan er þó mikilvægust. Hönnunarteymi H&M er góð blanda af ungum og svo eldri hönnuðum. Sumir eru nýkomnir úr skóla og aðrir hafa unnið innan fyrirtækisins lengi. Það er mjög gott jafnvægi hjá H&M núna sem er mjög mikilvægt. En auðvitað viljum við halda hönnuðunum okkar lengi hjá okkur þar sem við leggjum mikið í hverja manneskju sem við ráðum inn í fyrirtækið. Það eru 25 mismunandi þjóðerni innan hönnunarteymis H&M og það er mjög áhugavert. Við erum alþjóðlegt fyrirtæki og því er mikilvægt að fólkið okkar komi frá mismunandi stöðum. Við verðum auðvitað að hvetja og geta staðið á bakvið unga hönnuði í dag. H&M eru með hönnunarverðlaun, þar sem við sjáum oft mjög hæfileikaríka og unga hönnuði með frábærar hugmyndir. Tískuheimurinn er erfiður heimur og erfitt að fá tækifæri.” Ann-Sofie hefur starfað í tískuheiminum lengi og byrjaði hjá H&M mjög ung. Hún kinkar kolli þegar hún er spurð að því hvort hún fái ekki stundum nóg af tísku. ,,Já, stundum fæ ég alveg nóg. En það er í mjög stuttan tíma. En ég fæ stundum nóg því stundum er allt of mikið í tísku í gangi,” segir Ann-Sofie og hlær. ,,En á sama tíma þá skiptir tíska fólk máli, fólk hefur alltaf haft áhuga á tísku og áhuga á hvernig aðrir klæða og tjá sig. Tíska segir svo mikið um hvernig tímum við lifum á og hvernig samfélagið er hverju sinni. Tískan er ekki grunn og yfirborðsleg eins og margir halda. En stundum finnst manni tískuheimurinn verða mjög yfirborðslegur og það er þá sem ég verð mjög þreytt á honum og kýs að draga mig í hlé. En svo kem ég aftur og átta mig á því að tískan er það ekki.” Er listræni og skapandi tíminn sem hönnuð hjá H&M eyðir við gerð hverrar línu mjög stuttur? ,,Ég myndi segja að sem hönnuður í dag þá þarftu oft að berjast fyrir þínum skapandi tíma. Það er erfitt því tíminn er oft étinn í burtu af öðrum hlutum eins og fundum, fundum og fundum,” segir hún og hlær. ,,En þetta er mikilvægur tími annars til að halda áfram. Við verðum að fá tíma fyrir rannsóknarvinnu og til að meðtaka og melta hlutina. En þessi skapandi tími sem við tölum um er eins og ský og frekar óhlutstæður. Hann er étinn burt og annað sem tekur yfir sem er reglulegra og stöðugra, eins og tölur eða fundir, þar sem þú getur mælt hluti eða tekið ákvarðanir.” Hvað líður langur tími frá því að fatalínan byrjar á teikniborðinu og hún er komin í búðir? ,,Það er misjafnt eftir hvaða lína það er. The Conscious Exclusive tekur mjög langan tíma, efnin eru erfið og það tekur tíma að þróa þau. Þannig við byrjum á henni svona tveimur árum áður en hún kemur í búðir. Nærföt og sundföt taka líka langan tíma. En það er kannski í kringum ár myndi ég segja í meðaltali. En við höfum líka kost á að bæta við hlutum á styttri tíma og við getum verið mjög snögg. En til að hver og ein fatalína sé fallega samræmd, og til að fá góðar vörur úr góðum gæðum þá verðum við að byrja snemma.Ferðu sjálf á tískuvikur?,,Nei eiginlega ekki. Tískuvikan í Stokkhólmi er í næstu viku og þá fer ég á nokkrar sýningar, en á aðrar fer ég venjulega ekki.”Hvar verslar þú helst fötin þín? ,,Auðvitað versla ég í H&M! En ég sæki líka í aðrar búðir innan keðjunnar eins og Cos, þar sem maður finnur öðruvísi hluti. Ég versla mikið af vintage vörum, en sæki líka í tískuhús eins og Acne og önnur sænsk merki. Við erum með mikið af góðum sænskum fatamerkjum. Einnig versla ég stundum í dýrari merkjum eins og Marni, ég elska hringana frá þeim. Ég versla eiginlega út um allt!”Hvert er þitt uppáhalds trend fyrir veturinn?,,Já! Þetta er sérstaklega spennandi vetur samkvæmt tískunni. Ég elska allt köflótt núna, við höfum ekki séð köflótt lengi og það er frábært að það sé komið aftur. Mér finnst einnig svo gaman að dragtin sé komin aftur, það er frábært, langt síðan hún kom svona sterkt inn síðast. Rauði liturinn sem við sjáum hér í versluninni er líka minn uppáhalds, sérstaklega í prjónaflíkum, hann gleður. Einnig lítil smáatriði úr silfri eða glansandi efnum. Það er gott að blanda þessu saman, að blanda einhverju dömulegu við köflótt til dæmis og sýna sinn persónulega stíl.”
Mest lesið Melania Trump í ljósbláu í setningarathöfn eiginmannsins Glamour Sextug hjón sem klæða sig alltaf í stíl Glamour Úr frönskum slaufum í íslensku ullina Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Kvenfólk er sterkara kynið Glamour David Beckham gerir húðvörur fyrir karlmenn Glamour Fendi-folinn minn litli? Glamour Þetta er dress dagsins - og allt undir 10 þúsund krónum Glamour Frá París til Reykjavíkur Glamour Heiðar Logi í ítarlegu viðtali hjá Rolling Stone Glamour