Gylfi: Reiknaði ekki með að skora þaðan Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. ágúst 2017 07:32 Gylfi Þór var brosandi í gærkvöldi. Vísir/AFP Undramark Gylfa Þórs Sigurðssonar vakti heimsathygli í gærkvöldi en sjálfur var hann hinn rólegasti yfir öllu saman í viðtali við heimasíðu Everton eftir leik. Markið hans tryggði Everton 1-1 jafntefli gegn Hajduk Split í síðari leik liðanna í umspilsumferð Evrópudeildar UEFA og 3-1 samanlagðan sigur. Everton verður því í hattinum þegar dregið verður í riðla í dag. Markið hans var ótrúlegt - skot af tæplega 50 metra færi, rétt innan við miðlínuna á vallarhelmingi króatíska liðsins. „Ég reiknaði líklega ekki með því að skora þaðan. En ég náði að koma snertingu á boltann og hann sat ágætlega fyrir mig. Ég hugsaði því með sjálfum mér að markvörðurinn væri væntanlega ekki á marklínunni og ákvað því að láta vaða. Sem betur fer fór það yfir markvörðinn og hitti á í markið,“ sagði Gylfi í viðtalinu. „Það var frábært fyrir mig að skora fyrsta markið mitt fyrir félagið, á frábærum leikvangi og í frábærri stemningu.“ Sjá einnig: Gylfi strax búinn að skora besta mark í sögu Everton að mati stuðningsmanna „Við höldum ánægðir heim á leið, sem er aðalatriðið. Mikilvægast var að ná góðum úrslitum og vera með í pottinum þegar dregið verður.“ Þetta var fyrsti leikur Gylfa í byrjunarliði í einn og hálfan mánuð og hugsaði hann fyrst og fremst um að komast almennilega í gegnum hann. Sjá einnig: Koeman: Þetta var ótrúlegt mark hjá Gylfa „Ég er svolítið þreyttur en naut þess að spila. Þetta var gott kvöld fyrir mig persónulega og liðið líka,“ sagði Gylfi sem spilaði allar 90 mínúturnar - mun meira en hann reiknaði með. „Stjórinn [Ronald Koeman] sagði alltaf tíu mínútur í viðbót. Hann sagði það örugglega þrisvar eða fjórum sinnum. Ég sá svo að það voru 85 mínútur liðnar af leiknum. En hann sagði svo bara við mig að ég hefði þurft á mínútunum að halda,“ sagði Gylfi. Enski boltinn Tengdar fréttir Koeman: Þetta var ótrúlegt mark hjá Gylfa Ronald Koeman, stjóri Everton, var nánast orðlaus yfir tilþrifum Gylfa Þórs Sigurðssonar í Króatíu í kvöld. 24. ágúst 2017 22:33 Undramark Gylfa kom Everton í Evrópudeildina Gylfi Þór Sigurðsson skaut sig inn í hjörtu stuðningsmanna Everton í kvöld með líklega sínu fallegasta marki á ferlinum. 24. ágúst 2017 20:45 Gylfi strax búinn að skora besta mark í sögu Everton að mati stuðningsmanna Knattspyrnuáhugamenn víða um heim tala nú vart um annað en fyrsta mark Gylfa Sigurðssonar fyrir Everton sem leit dagsins ljós í kvöld. 24. ágúst 2017 20:52 Sjáðu undramark Gylfa Þórs Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eitt af mörkum ársins fyrir Everton í Króatíu í kvöld. 24. ágúst 2017 21:01 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Sjá meira
Undramark Gylfa Þórs Sigurðssonar vakti heimsathygli í gærkvöldi en sjálfur var hann hinn rólegasti yfir öllu saman í viðtali við heimasíðu Everton eftir leik. Markið hans tryggði Everton 1-1 jafntefli gegn Hajduk Split í síðari leik liðanna í umspilsumferð Evrópudeildar UEFA og 3-1 samanlagðan sigur. Everton verður því í hattinum þegar dregið verður í riðla í dag. Markið hans var ótrúlegt - skot af tæplega 50 metra færi, rétt innan við miðlínuna á vallarhelmingi króatíska liðsins. „Ég reiknaði líklega ekki með því að skora þaðan. En ég náði að koma snertingu á boltann og hann sat ágætlega fyrir mig. Ég hugsaði því með sjálfum mér að markvörðurinn væri væntanlega ekki á marklínunni og ákvað því að láta vaða. Sem betur fer fór það yfir markvörðinn og hitti á í markið,“ sagði Gylfi í viðtalinu. „Það var frábært fyrir mig að skora fyrsta markið mitt fyrir félagið, á frábærum leikvangi og í frábærri stemningu.“ Sjá einnig: Gylfi strax búinn að skora besta mark í sögu Everton að mati stuðningsmanna „Við höldum ánægðir heim á leið, sem er aðalatriðið. Mikilvægast var að ná góðum úrslitum og vera með í pottinum þegar dregið verður.“ Þetta var fyrsti leikur Gylfa í byrjunarliði í einn og hálfan mánuð og hugsaði hann fyrst og fremst um að komast almennilega í gegnum hann. Sjá einnig: Koeman: Þetta var ótrúlegt mark hjá Gylfa „Ég er svolítið þreyttur en naut þess að spila. Þetta var gott kvöld fyrir mig persónulega og liðið líka,“ sagði Gylfi sem spilaði allar 90 mínúturnar - mun meira en hann reiknaði með. „Stjórinn [Ronald Koeman] sagði alltaf tíu mínútur í viðbót. Hann sagði það örugglega þrisvar eða fjórum sinnum. Ég sá svo að það voru 85 mínútur liðnar af leiknum. En hann sagði svo bara við mig að ég hefði þurft á mínútunum að halda,“ sagði Gylfi.
Enski boltinn Tengdar fréttir Koeman: Þetta var ótrúlegt mark hjá Gylfa Ronald Koeman, stjóri Everton, var nánast orðlaus yfir tilþrifum Gylfa Þórs Sigurðssonar í Króatíu í kvöld. 24. ágúst 2017 22:33 Undramark Gylfa kom Everton í Evrópudeildina Gylfi Þór Sigurðsson skaut sig inn í hjörtu stuðningsmanna Everton í kvöld með líklega sínu fallegasta marki á ferlinum. 24. ágúst 2017 20:45 Gylfi strax búinn að skora besta mark í sögu Everton að mati stuðningsmanna Knattspyrnuáhugamenn víða um heim tala nú vart um annað en fyrsta mark Gylfa Sigurðssonar fyrir Everton sem leit dagsins ljós í kvöld. 24. ágúst 2017 20:52 Sjáðu undramark Gylfa Þórs Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eitt af mörkum ársins fyrir Everton í Króatíu í kvöld. 24. ágúst 2017 21:01 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Sjá meira
Koeman: Þetta var ótrúlegt mark hjá Gylfa Ronald Koeman, stjóri Everton, var nánast orðlaus yfir tilþrifum Gylfa Þórs Sigurðssonar í Króatíu í kvöld. 24. ágúst 2017 22:33
Undramark Gylfa kom Everton í Evrópudeildina Gylfi Þór Sigurðsson skaut sig inn í hjörtu stuðningsmanna Everton í kvöld með líklega sínu fallegasta marki á ferlinum. 24. ágúst 2017 20:45
Gylfi strax búinn að skora besta mark í sögu Everton að mati stuðningsmanna Knattspyrnuáhugamenn víða um heim tala nú vart um annað en fyrsta mark Gylfa Sigurðssonar fyrir Everton sem leit dagsins ljós í kvöld. 24. ágúst 2017 20:52
Sjáðu undramark Gylfa Þórs Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eitt af mörkum ársins fyrir Everton í Króatíu í kvöld. 24. ágúst 2017 21:01