Erlent

Sam­flokks­menn Trump á­telja hann fyrir hótanir um lokun al­ríkis­stjórnarinnar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Paul Ryan er forseti fulltrúadeildar bandaríkjaþings.
Paul Ryan er forseti fulltrúadeildar bandaríkjaþings. Vísir/Getty
Samflokksmenn Donald Trump Bandaríkjaforseta í Repúblikanaflokknum gefa lítið fyrir hótanir hans um að loka alríkisstjórninni samþykki Bandaríkjaþing ekki að fjármagna umdeildan landamæravegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Reuters greinir frá.

Landamæraveggurinn var eitt helsta kosningaloforð Trump fyrir forsetakosningarnar á síðasta ári og í ræðu sem hann hélt í Phoenix í gær hótaði hann láta rekstur alríkisstjórnarinnar stöðvast ef Bandaríkjaþing samþykkir ekki fjárveitingar til landamæramúrsins.

Bandaríkjaþing snýr aftur til starfa þann 5. september næstkomandi eftir sumarfrí og hafa þingmenn 12 starfsdaga til þess að samþykkja aðgerðir sem tryggja áframhaldandi rekstur alríkisstjórnarinnar.

Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og einn valdamesti maður innan Repúblikanaflokksins sagði að þrátt fyrir að veggurinn á milli Bandaríkjanna og Mexíkó væru nauðsynlegur væri óþarfi að hóta því að hætta að fjármagna alríkisstjórnina.

„Ég held að enginn hafi áhuga á slíkri stöðvun,“ sagði Ryan við fjölmiðla í dag. „Ég held að það sé ekki okkur til hagsbóta.

Formaður fjárveitingardeildar fulltrúadeildarinnar, Tom Cole, sem er samflokksmaður Trump og Ryan lét hafa eftir sér að stöðvun alríkisstjórnarinnar væri óskynsamlegt og að slík aðgerð gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir flokkinn sem stýrir báðum deildum þingsins sem og Hvíta húsinu.

„Ef að þú stýrir báðum deildum þingsins sem og Hvíta húsinu og ætlar að stöðva alríkisstjórnina held ég að það sé ekki góð hugmynd, hvorki frá pólitískum né praktískum sjónarmiðum,“ sagði Cole.


Tengdar fréttir

Dregur hæfni Trump til að gegna embætti í efa

Fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustumála Bandaríkjanna fannst fjöldafundur Trump forseta í gær ógnvekjandi og truflandi. Hann dregur hæfni Trump til að gegna embætti í efa.

Kalt stríð sagt ríkja á milli Trump og McConnell

Samband Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, er sagt vera komið á það stig að þeir hafi ekki talast við vikum saman

Vill kaupa Twitter til að losna við Trump

Valerie Plame Wilson, fyrrverandi starfsmaður CIA, leitar nú að fjármagni með hjálp hópfjármögnunar til þess að kaupa samfélagsmiðilinn Twitter.

Hillary hryllti við að eiga við „ógeðið“ Trump

Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata í bandarísku forsetakosningunum í fyrra, hryllti við þegar Donald Trump, mótframbjóðandi hennar og nú forseti Bandaríkjanna, kom inn í hennar persónulega rými í kappræðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×