Kim Kardashian fetar nýjar slóðir Ritstjórn skrifar 23. ágúst 2017 09:30 Glamour/Getty Eins og margir vita þá hefur Kim Kardashian West gefið út sína aðra vöru í snyrtivörulínunni KKW Beauty. Fyrst var það varalitalínan sem hún gerði í samstarfi við systur sína Kylie, en nú er það skyggingarpalletta. Margir tengja Kardashian-systurnar við hið mikla skyggingaræði (eða ,,contour") sem heltók heiminn og því á það vel við að Kim gefi út sína eigin útgáfu. Frú West hefur farið óvenjulegar leiðir í markaðssetningu vörunnar og nýtt sér styrk helstu Youtube-stjarnanna. Desi Perkins, Jaclyn Hill og Patrick Starr voru meðal þeirra sem fengu hana í heimsókn þar sem þau prófuðu nýju vöruna. Youtube-stjörnunum fannst greinilega ekki leiðinlegt að fá Kim í heimsókn og skín af þeim gleðin í myndböndunum. Áhugvert er að heyra að í allra fyrsta Youtube-myndbandi Jaclyn Hill, sem nú er með 4,4 milljón fylgjendur, fjallaði hún um förðun Kim Kardashian. Hér má sjá skyggingardrottninguna sýna hvernig á að gera þetta! Mest lesið Tími buxnadragtarinnar er kominn! Glamour Ekkert photoshop hjá ASOS Glamour Stjörnum prýdd afmælisveisla Lancôme Glamour Svalasta fótboltalið í heimi Glamour Ariana Grande fyrir MAC Glamour Arket frá H&M lofar góðu Glamour Þúsundir biðu eftir að sjá Kylie Jenner í New York Glamour Emanuele Farneti verður ritstjóri ítalska Vogue Glamour Hvetja gesti hátíðarinnar til að sýna samstöðu Glamour Snoðuð Kate Hudson Glamour
Eins og margir vita þá hefur Kim Kardashian West gefið út sína aðra vöru í snyrtivörulínunni KKW Beauty. Fyrst var það varalitalínan sem hún gerði í samstarfi við systur sína Kylie, en nú er það skyggingarpalletta. Margir tengja Kardashian-systurnar við hið mikla skyggingaræði (eða ,,contour") sem heltók heiminn og því á það vel við að Kim gefi út sína eigin útgáfu. Frú West hefur farið óvenjulegar leiðir í markaðssetningu vörunnar og nýtt sér styrk helstu Youtube-stjarnanna. Desi Perkins, Jaclyn Hill og Patrick Starr voru meðal þeirra sem fengu hana í heimsókn þar sem þau prófuðu nýju vöruna. Youtube-stjörnunum fannst greinilega ekki leiðinlegt að fá Kim í heimsókn og skín af þeim gleðin í myndböndunum. Áhugvert er að heyra að í allra fyrsta Youtube-myndbandi Jaclyn Hill, sem nú er með 4,4 milljón fylgjendur, fjallaði hún um förðun Kim Kardashian. Hér má sjá skyggingardrottninguna sýna hvernig á að gera þetta!
Mest lesið Tími buxnadragtarinnar er kominn! Glamour Ekkert photoshop hjá ASOS Glamour Stjörnum prýdd afmælisveisla Lancôme Glamour Svalasta fótboltalið í heimi Glamour Ariana Grande fyrir MAC Glamour Arket frá H&M lofar góðu Glamour Þúsundir biðu eftir að sjá Kylie Jenner í New York Glamour Emanuele Farneti verður ritstjóri ítalska Vogue Glamour Hvetja gesti hátíðarinnar til að sýna samstöðu Glamour Snoðuð Kate Hudson Glamour