Trump hótaði lokun alríkisstjórnarinnar á furðulegum fjöldafundi Kjartan Kjartansson skrifar 23. ágúst 2017 10:26 Trump var loks í essinu sínu aftur á meðal stuðningsmanna í Phoenix. Þar fór hann með margar af möntrum sínum úr kosningabaráttunni. Vísir/AFP Fjölmiðlar voru enn og aftur skotspónn bræði Donalds Trump Bandaríkjaforseta á fundi með stuðningsmönnum hans í Phoenix í gær. Trump hótaði meðal annars að loka alríkisstjórninni til að knýja fram fjárveitingar til landamæraveggs og sagði að fríverslunarbandalaginu NAFTA verði líklega rift. Forsetinn virtist nota fjöldafundinn til að fá útrás fyrir reiði sem safnast hefur upp hjá honum undanfarna daga og vikur. Bar hann sig sérstaklega aumlega yfir hvernig fjölmiðlar hefðu fjallað um viðbrögð hans samkomu nýnasista og annarra hvítra þjóðernissinna í Charlottesville fyrir einni og hálfri viku. Sakaði hann fjölmiðla, sem hann kallaði „sjúkt fólk“, um að neita að segja satt og rétt frá viðbrögðum sínum en þau voru harðlega gagnrýnd bæði af demókrötum og repúblikönum. Gekk hann jafnvel svo langt að kenna fjölmiðlum um ofbeldið í Charlottesville. Kona á fertugsaldri lést þegar hvítur þjóðernissinni ók niður mótmælendur í göngugötu. Sagðist forsetinn vilja sýna stuðningsmönnum sýnum „hversu djöfulli óheiðarlegt þetta fólk er“ skömmu áður en hann las upp upphaflega yfirlýsingu sína um Charlottesville. Hann sleppti þó þeim hluta yfirlýsingarinnar þar sem hann kenndi bæði hvítu þjóðernisöfgamönnunum og mótmælendum þeirra um ofbeldið. „Það er kominn tími til að afhjúpa blekkingar spilltu fjölmiðlanna og að standa uppi í hárinu á fjölmiðlum vegna hlutverks þeirra í að ala á sundrungu og já, á meðan ég man, þeir eru að reyna að taka söguna okkar og arfleið frá okkur,“ sagði Trump og óð úr einu í annað á sinn einkennandi hátt.Stuðningsmenn forsetans hrópuðu slagorð gegn CNN, bauluðu á fjölmiðla og kyrjuðum um að Trump skyldi reisa landamæramúr.Vísir/AFPGæti leyft alríkiskerfinu að sigla í strand Trump rifjaði jafnframt upp vinsælasta stef sitt úr kosningabaráttunni um múrinn sem hann vill reisa á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Hótaði hann láta rekstur alríkisstjórnarinnar stöðvast ef Bandaríkjaþing samþykkir ekki fjárveitingar til landamæramúrsins, að því er segir í umfjöllun Washington Post um fundinn. „Þó að við þurfum að loka ríkisstjórninni okkar þá ætlum við að byggja þennan vegg,“ sagði Trump en stuðningsmenn hans kyrjuðu „Byggðu vegginn!“ líkt og þeir gerðu á fjöldafundum í kosningabaráttunni. Fríverslunarsamningur Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó, NAFTA, á heldur ekki mikla framtíð fyrir sér ef marka má orð Trump á fundinum í gær. Fulltrúar ríkjanna þriggja hafa undirbúið viðræður um framtíð samningsins undanfarið. „Persónulega held ég að við getum ekki náð samkomulagi. Ég hugsa að við endum á því að rifta NAFTA á einhverjum tímapunkti,“ sagði forsetinn.Slæleg viðbrögð Trump við uppgangi nýnasista og hvítra öfgamanna hafa vakið mikla reiði í Bandaríkjunum.Vísir/AFPÝjaði að náðun sýslumanns sem óhlýðnaðist dómstólumFjöldi mótmælenda kom saman fyrir utan ráðstefnuhöllina í Phoenix í Arizona þar sem fjöldafundur Trump fór fram. The Guardian segir að lögreglumenn hafi beitt reyksprengjum og táragasi á mótmælendurna eftir að þeir hentu plastflöskum. Einn stuðningsmanna Trump er sagður hafa hrópað að mótmælendum að John McCain, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Arizona, þyrfti að „drepast strax“. McCain var einn þriggja þingmanna flokksins í þingdeildinni sem greiddi atkvæði gegn afnámi Obamacare-sjúkratryggingalaganna.I wouldn't wish seeing this about your own father on my worst enemy. May God help these people who inflict such cruelty in the world. https://t.co/2wV3yFI1Hn— Meghan McCain (@MeghanMcCain) August 23, 2017 Þúsundir stuðningsmanna Trump virðast enn hafa trú á forsetanum þrátt fyrir að ríkisstjórn hans virðist í vanda stödd.Vísir/AFPInnandyra hélt Trump ótrauður áfram að furðulegum reiðilestri í garð fjölmiðla, demókrata og jafnvel þingmanna Repúblikanaflokksins í Arizona. Á einum tímapunkti sagði Trump að fjölmiðlar vildu ekki sýna frá fjöldafundinum og að þeir væru að slökkva á myndavélum sínum. Á meðan hélt þó bein útsending af fundinum óslitin áfram. Gaf Trump jafnframt sterklega í skyn að hann myndi beita valdi sínu til að náða Joe Arpaio, sýslumann í Maricopa-sýslu í Arizona. Arpaio hlaut dóm fyrir að óhlýðnast beinni tilskipun dómstóls um að fulltrúar hans skyldu hætta að stoppa innflytjendur á götum úti, að því er segir í frétt The Guardian. „Var Joe skerfari sakfelldur fyrir að vinna vinnuna sína?“ spurði Trump salinn. „Hann hefði átt að fá kviðdóm. Ég ætla að spá svolitlu. Ég held að það verði allt í lagi með hann,“ sagði Trump sem hafði áður sagt Fox News að hann væri að íhuga að náða Arpaio.Mótmælandi heldur á mynd sem sýnir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, halda uppi ungbarni í líki Trump. Forsetaframboð Trump hefur verið sakað um samráð við rússnesk stjórnvöld.Vísir/AFPÞó að forsetinn eyddi drjúgum hluta þeirrar rúmu klukkustundar sem hann var á sviði í Phoenix í að hatast við fjölmiðla eins og CNN, New York Times og Washington Post gerði hann eina undantekningu. Fox News og þáttastjórnandinn Sean Hannity voru að mati forsetans heiðvirt og heiðarlegt fólk. Hannity hefur sérstaklega verið einarður stuðningsmaður Trump undanfarin misseri. Varði hann einnig sérstaklega Jeffrey Lord, stuðningsmann Trump, sem CNN rak sem álitsgjafa eftir að hann notaði kveðju nasista í rifrildi á Twitter á dögunum. Rangfærslur Trump eru þekktar af endemum og nokkrar slíkar fengu að falla á fjöldafundinum í gær. Þegar forsetinn ræddi um það sem hefur verið kallað „hrein kol“ virtist hann ekki skilja hvernig þau virkuðu. „Þeir taka upp kol, þeir ætla að hreinsa þau,“ sagði Trump. Talað hefur verið um „hrein kol“ í tengslum við aðferðir sem eru notaðar til að sía út eituefni og jafnvel koltvísýring úr reyknum sem myndast við bruna kolanna. Donald Trump Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Sjá meira
Fjölmiðlar voru enn og aftur skotspónn bræði Donalds Trump Bandaríkjaforseta á fundi með stuðningsmönnum hans í Phoenix í gær. Trump hótaði meðal annars að loka alríkisstjórninni til að knýja fram fjárveitingar til landamæraveggs og sagði að fríverslunarbandalaginu NAFTA verði líklega rift. Forsetinn virtist nota fjöldafundinn til að fá útrás fyrir reiði sem safnast hefur upp hjá honum undanfarna daga og vikur. Bar hann sig sérstaklega aumlega yfir hvernig fjölmiðlar hefðu fjallað um viðbrögð hans samkomu nýnasista og annarra hvítra þjóðernissinna í Charlottesville fyrir einni og hálfri viku. Sakaði hann fjölmiðla, sem hann kallaði „sjúkt fólk“, um að neita að segja satt og rétt frá viðbrögðum sínum en þau voru harðlega gagnrýnd bæði af demókrötum og repúblikönum. Gekk hann jafnvel svo langt að kenna fjölmiðlum um ofbeldið í Charlottesville. Kona á fertugsaldri lést þegar hvítur þjóðernissinni ók niður mótmælendur í göngugötu. Sagðist forsetinn vilja sýna stuðningsmönnum sýnum „hversu djöfulli óheiðarlegt þetta fólk er“ skömmu áður en hann las upp upphaflega yfirlýsingu sína um Charlottesville. Hann sleppti þó þeim hluta yfirlýsingarinnar þar sem hann kenndi bæði hvítu þjóðernisöfgamönnunum og mótmælendum þeirra um ofbeldið. „Það er kominn tími til að afhjúpa blekkingar spilltu fjölmiðlanna og að standa uppi í hárinu á fjölmiðlum vegna hlutverks þeirra í að ala á sundrungu og já, á meðan ég man, þeir eru að reyna að taka söguna okkar og arfleið frá okkur,“ sagði Trump og óð úr einu í annað á sinn einkennandi hátt.Stuðningsmenn forsetans hrópuðu slagorð gegn CNN, bauluðu á fjölmiðla og kyrjuðum um að Trump skyldi reisa landamæramúr.Vísir/AFPGæti leyft alríkiskerfinu að sigla í strand Trump rifjaði jafnframt upp vinsælasta stef sitt úr kosningabaráttunni um múrinn sem hann vill reisa á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Hótaði hann láta rekstur alríkisstjórnarinnar stöðvast ef Bandaríkjaþing samþykkir ekki fjárveitingar til landamæramúrsins, að því er segir í umfjöllun Washington Post um fundinn. „Þó að við þurfum að loka ríkisstjórninni okkar þá ætlum við að byggja þennan vegg,“ sagði Trump en stuðningsmenn hans kyrjuðu „Byggðu vegginn!“ líkt og þeir gerðu á fjöldafundum í kosningabaráttunni. Fríverslunarsamningur Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó, NAFTA, á heldur ekki mikla framtíð fyrir sér ef marka má orð Trump á fundinum í gær. Fulltrúar ríkjanna þriggja hafa undirbúið viðræður um framtíð samningsins undanfarið. „Persónulega held ég að við getum ekki náð samkomulagi. Ég hugsa að við endum á því að rifta NAFTA á einhverjum tímapunkti,“ sagði forsetinn.Slæleg viðbrögð Trump við uppgangi nýnasista og hvítra öfgamanna hafa vakið mikla reiði í Bandaríkjunum.Vísir/AFPÝjaði að náðun sýslumanns sem óhlýðnaðist dómstólumFjöldi mótmælenda kom saman fyrir utan ráðstefnuhöllina í Phoenix í Arizona þar sem fjöldafundur Trump fór fram. The Guardian segir að lögreglumenn hafi beitt reyksprengjum og táragasi á mótmælendurna eftir að þeir hentu plastflöskum. Einn stuðningsmanna Trump er sagður hafa hrópað að mótmælendum að John McCain, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Arizona, þyrfti að „drepast strax“. McCain var einn þriggja þingmanna flokksins í þingdeildinni sem greiddi atkvæði gegn afnámi Obamacare-sjúkratryggingalaganna.I wouldn't wish seeing this about your own father on my worst enemy. May God help these people who inflict such cruelty in the world. https://t.co/2wV3yFI1Hn— Meghan McCain (@MeghanMcCain) August 23, 2017 Þúsundir stuðningsmanna Trump virðast enn hafa trú á forsetanum þrátt fyrir að ríkisstjórn hans virðist í vanda stödd.Vísir/AFPInnandyra hélt Trump ótrauður áfram að furðulegum reiðilestri í garð fjölmiðla, demókrata og jafnvel þingmanna Repúblikanaflokksins í Arizona. Á einum tímapunkti sagði Trump að fjölmiðlar vildu ekki sýna frá fjöldafundinum og að þeir væru að slökkva á myndavélum sínum. Á meðan hélt þó bein útsending af fundinum óslitin áfram. Gaf Trump jafnframt sterklega í skyn að hann myndi beita valdi sínu til að náða Joe Arpaio, sýslumann í Maricopa-sýslu í Arizona. Arpaio hlaut dóm fyrir að óhlýðnast beinni tilskipun dómstóls um að fulltrúar hans skyldu hætta að stoppa innflytjendur á götum úti, að því er segir í frétt The Guardian. „Var Joe skerfari sakfelldur fyrir að vinna vinnuna sína?“ spurði Trump salinn. „Hann hefði átt að fá kviðdóm. Ég ætla að spá svolitlu. Ég held að það verði allt í lagi með hann,“ sagði Trump sem hafði áður sagt Fox News að hann væri að íhuga að náða Arpaio.Mótmælandi heldur á mynd sem sýnir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, halda uppi ungbarni í líki Trump. Forsetaframboð Trump hefur verið sakað um samráð við rússnesk stjórnvöld.Vísir/AFPÞó að forsetinn eyddi drjúgum hluta þeirrar rúmu klukkustundar sem hann var á sviði í Phoenix í að hatast við fjölmiðla eins og CNN, New York Times og Washington Post gerði hann eina undantekningu. Fox News og þáttastjórnandinn Sean Hannity voru að mati forsetans heiðvirt og heiðarlegt fólk. Hannity hefur sérstaklega verið einarður stuðningsmaður Trump undanfarin misseri. Varði hann einnig sérstaklega Jeffrey Lord, stuðningsmann Trump, sem CNN rak sem álitsgjafa eftir að hann notaði kveðju nasista í rifrildi á Twitter á dögunum. Rangfærslur Trump eru þekktar af endemum og nokkrar slíkar fengu að falla á fjöldafundinum í gær. Þegar forsetinn ræddi um það sem hefur verið kallað „hrein kol“ virtist hann ekki skilja hvernig þau virkuðu. „Þeir taka upp kol, þeir ætla að hreinsa þau,“ sagði Trump. Talað hefur verið um „hrein kol“ í tengslum við aðferðir sem eru notaðar til að sía út eituefni og jafnvel koltvísýring úr reyknum sem myndast við bruna kolanna.
Donald Trump Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Sjá meira