Kalt stríð sagt ríkja á milli Trump og McConnell Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. ágúst 2017 23:30 Mitch McConnell hefur verið leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings frá árinu 2007. Í minnihluta fyrstu átta árin en í meirihluta síðan í janúar 2015. Vísir/Getty Samband Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, er sagt vera komið á það stig að þeir hafi ekki talast við vikum saman. McConnell er sagður hafa efasemdir um að Donald Trump muni geta bjargað forsetatíð hans eftir erfitt sumar.Þetta kemur fram í ítarlegri frétt New York Times þar sem kalt stríð er sagt ríkja á milli Trump og McConnell eftir að sá fyrrnefndi gagnrýndi þann síðarnefnda í röð tísta fyrr í mánuðinum. Stirðleiki í samskiptum þeirra á milli er sagður hafa náð hámarki eftir að þeir töluðust við í síma þann 9. ágúst síðastliðinn.Skammaði McConnell Trump hringdi þá í McConnell og sakaði hann um að hafa klúðrað umdeildu heilbrigðisfrumvarpi sem náði ekki í gegnum Bandaríkjaþing. Þá er hann einnig sagður hafa skammað McConnell fyrir að hafa ekki komið sér til varnar vegna rannsóknar Bandaríkjaþings á afskiptum Rússa af forsetakosningunum á síðasta ári, að því er heimildarmenn New York Times innan raða Repúblikanaflokksins herma. Eru þeir sagðir hafa öskrað á hvern annan á meðan á símtalinu stóð en McConnell, ásamt fleiri þingmönnum Repúblikana, virðast vera orðnir þreyttir á gagnrýni Trump á samflokksmenn hans. Er McConnell sagður hafa alvarlegar efasemdur um hvort að Trump geti leitt flokkinn í gegnum næstu þingkosningar sem fram fara á næsta ári. Trump hefur átt undir högg að sækja að undanförnu, ekki síst eftir harða gagnrýni á viðbrögð hans við ofbeldi í tengslum við samkomu hvítra þjóðernissinna í Charlottesville á dögunum. Donald Trump Tengdar fréttir Trump fordæmir fjarlægingu „fallegra“ Suðurríkjastyttna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir stytturnar vera "fallegar“. 17. ágúst 2017 14:41 Meirihluti kjósenda Trump mun aldrei skipta um skoðun, sama hvað Meirihluta stuðningsmanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta segjast munu aldrei, nokkurn tímann hætta að styðja hann. Sama hvejru hann kann að taka upp á. 19. ágúst 2017 10:28 Lítið sem ekkert gert til að græða sár Repúblikana Gjáin á milli Bandaríkjaforseta og samflokksmanna hans heldur áfram að breikka. Repúblikanar reiðast forsetanum fyrir að segja að öfgaþjóðernissinnar beri ekki fulla ábyrgð á óeirðunum í Charlottesville. 17. ágúst 2017 06:00 Repúblikanar andæfa fordómum og Trump forseta Margir háttsettir repúblikanar hafa gagnrýnt furðuleg ummæli Donalds Trump forseta um óeirðirnar í Charlottesville í gær. Helstu leiðtogar þeirra hafa þó hikað við að beina spjótum sínum beint að forsetanum. 16. ágúst 2017 10:29 Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00 Móðir konunnar sem lést í Charlottesville ætlar ekki að ræða við Trump Ástæðuna segir hún vera yfirlýsingar hans á blaðamannafundi á þriðjudag. 18. ágúst 2017 14:00 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Samband Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, er sagt vera komið á það stig að þeir hafi ekki talast við vikum saman. McConnell er sagður hafa efasemdir um að Donald Trump muni geta bjargað forsetatíð hans eftir erfitt sumar.Þetta kemur fram í ítarlegri frétt New York Times þar sem kalt stríð er sagt ríkja á milli Trump og McConnell eftir að sá fyrrnefndi gagnrýndi þann síðarnefnda í röð tísta fyrr í mánuðinum. Stirðleiki í samskiptum þeirra á milli er sagður hafa náð hámarki eftir að þeir töluðust við í síma þann 9. ágúst síðastliðinn.Skammaði McConnell Trump hringdi þá í McConnell og sakaði hann um að hafa klúðrað umdeildu heilbrigðisfrumvarpi sem náði ekki í gegnum Bandaríkjaþing. Þá er hann einnig sagður hafa skammað McConnell fyrir að hafa ekki komið sér til varnar vegna rannsóknar Bandaríkjaþings á afskiptum Rússa af forsetakosningunum á síðasta ári, að því er heimildarmenn New York Times innan raða Repúblikanaflokksins herma. Eru þeir sagðir hafa öskrað á hvern annan á meðan á símtalinu stóð en McConnell, ásamt fleiri þingmönnum Repúblikana, virðast vera orðnir þreyttir á gagnrýni Trump á samflokksmenn hans. Er McConnell sagður hafa alvarlegar efasemdur um hvort að Trump geti leitt flokkinn í gegnum næstu þingkosningar sem fram fara á næsta ári. Trump hefur átt undir högg að sækja að undanförnu, ekki síst eftir harða gagnrýni á viðbrögð hans við ofbeldi í tengslum við samkomu hvítra þjóðernissinna í Charlottesville á dögunum.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump fordæmir fjarlægingu „fallegra“ Suðurríkjastyttna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir stytturnar vera "fallegar“. 17. ágúst 2017 14:41 Meirihluti kjósenda Trump mun aldrei skipta um skoðun, sama hvað Meirihluta stuðningsmanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta segjast munu aldrei, nokkurn tímann hætta að styðja hann. Sama hvejru hann kann að taka upp á. 19. ágúst 2017 10:28 Lítið sem ekkert gert til að græða sár Repúblikana Gjáin á milli Bandaríkjaforseta og samflokksmanna hans heldur áfram að breikka. Repúblikanar reiðast forsetanum fyrir að segja að öfgaþjóðernissinnar beri ekki fulla ábyrgð á óeirðunum í Charlottesville. 17. ágúst 2017 06:00 Repúblikanar andæfa fordómum og Trump forseta Margir háttsettir repúblikanar hafa gagnrýnt furðuleg ummæli Donalds Trump forseta um óeirðirnar í Charlottesville í gær. Helstu leiðtogar þeirra hafa þó hikað við að beina spjótum sínum beint að forsetanum. 16. ágúst 2017 10:29 Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00 Móðir konunnar sem lést í Charlottesville ætlar ekki að ræða við Trump Ástæðuna segir hún vera yfirlýsingar hans á blaðamannafundi á þriðjudag. 18. ágúst 2017 14:00 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Trump fordæmir fjarlægingu „fallegra“ Suðurríkjastyttna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir stytturnar vera "fallegar“. 17. ágúst 2017 14:41
Meirihluti kjósenda Trump mun aldrei skipta um skoðun, sama hvað Meirihluta stuðningsmanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta segjast munu aldrei, nokkurn tímann hætta að styðja hann. Sama hvejru hann kann að taka upp á. 19. ágúst 2017 10:28
Lítið sem ekkert gert til að græða sár Repúblikana Gjáin á milli Bandaríkjaforseta og samflokksmanna hans heldur áfram að breikka. Repúblikanar reiðast forsetanum fyrir að segja að öfgaþjóðernissinnar beri ekki fulla ábyrgð á óeirðunum í Charlottesville. 17. ágúst 2017 06:00
Repúblikanar andæfa fordómum og Trump forseta Margir háttsettir repúblikanar hafa gagnrýnt furðuleg ummæli Donalds Trump forseta um óeirðirnar í Charlottesville í gær. Helstu leiðtogar þeirra hafa þó hikað við að beina spjótum sínum beint að forsetanum. 16. ágúst 2017 10:29
Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00
Móðir konunnar sem lést í Charlottesville ætlar ekki að ræða við Trump Ástæðuna segir hún vera yfirlýsingar hans á blaðamannafundi á þriðjudag. 18. ágúst 2017 14:00