Kimi Raikkonen áfram hjá Ferrari 2018 Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 22. ágúst 2017 22:30 Ísmaðurinn Kimi Raikkonen verður áfram í Formúlu 1 á næsta ári, mörgum til mikillar gleði. Vísir/Getty Ferrari liðið í Formúlu 1 hefur staðfest í tilkynningu að finnski ökumaðurinn Kimi Raikkonen verði áfram hjá liðinu á næsta tímabili. Framtíð Raikkonen var óvís hjá Ferrari enda var Sergio Marchionne, forseti Ferrari búinn að segja að Raikkonen þyrfti að sanna sig til að halda sæti sínu hjá liðinu. Raikkonen er sem stendur 86 stigum á eftir liðsfélaga sínum og fremsta manni í heimsmeistarakeppni ökumanna, Sebastian Vettel. Talið var mögulegt að Charles Leclerc, sem er á mála hjá ökumannaakademíu Ferrari og leiðir GP2 mótaröðina sem stendur yrði færður upp í aðallið Ferrari. Líklega verður bið á því. Ferrari á þó enn eftir að staðfesta hinn ökumann liðsins fyrir næsta tímabil. Líklegast verður það Sebastian Vettel sem nú ekur fyrir liðið og leiðir heimsmeistarakeppni ökumanna. Það getur þó allt gerst í Formúlu 1. Líklega hefur Ferrari fundið vaxandi ákveðni hjá Raikkonen og hegðun hans að undanförnu gefur til kynna að hann sé reiðubúinn að spila einkennisleik Felipe Massa og vera góður annar ökumaður til stuðnings fyrsta ökumanni liðsins. Raikkonen var til að mynda afar mikilvægur þáttur í því að Vettel vann í Ungverjalandi þar sem Vettel glímdi við skakkt stýri alla keppnina og Raikkonen spilaði varnarleik fyrir aftan. Alls ekki allir ökumenn hefðu látið bjóða sér það að fá ekki að taka fram úr. Raikkonen kom fyrst inn í Formúlu 1 árið 2001, þá með Sauber liðinu. Hann ók svo fimm ár hjá McLaren. Raikkonen skipti svo yfir til Ferrari árið 2007 þar sem hann tryggði sér heimsmeistaratitil ökumanna á sínu fyrsta ári. Hann kvaddi svo Formúlu 1 árið 2009 og tók þá til við rallý akstur. Hann kom sneri svo aftur til keppni í Formúlu 1 árið 2012, þá með Lotus liðini. Hann kom svo aftur til Ferrari 2014 þar sem hann hefur verið síðan og verður áfram. Formúla Tengdar fréttir Valtteri Bottas í toppformi hjá Mercedes Valtteri Bottas segist vera kominn í toppform aftur eftir vistaskiptin til Mercedes í upphafi árs. Hann segist vera búinn að koma sér fyrir hjá Mercedes eftir að hann kom frá Williams. 17. ágúst 2017 18:00 Vettel viss um að Ferrari geti lagað veikleika sína Sebastian Vettel, efsti maður í heimsmeistarakeppni ökumanna í Formúlu 1 og ökumaður Ferrari er viss um að liðið geti bætt úr veikleikum sem hrjá liðið. 10. ágúst 2017 23:30 Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Í beinni: Valur - Breiðablik | Geta minnkað forskot Víkinga í tvö stig Íslenski boltinn Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Ferrari liðið í Formúlu 1 hefur staðfest í tilkynningu að finnski ökumaðurinn Kimi Raikkonen verði áfram hjá liðinu á næsta tímabili. Framtíð Raikkonen var óvís hjá Ferrari enda var Sergio Marchionne, forseti Ferrari búinn að segja að Raikkonen þyrfti að sanna sig til að halda sæti sínu hjá liðinu. Raikkonen er sem stendur 86 stigum á eftir liðsfélaga sínum og fremsta manni í heimsmeistarakeppni ökumanna, Sebastian Vettel. Talið var mögulegt að Charles Leclerc, sem er á mála hjá ökumannaakademíu Ferrari og leiðir GP2 mótaröðina sem stendur yrði færður upp í aðallið Ferrari. Líklega verður bið á því. Ferrari á þó enn eftir að staðfesta hinn ökumann liðsins fyrir næsta tímabil. Líklegast verður það Sebastian Vettel sem nú ekur fyrir liðið og leiðir heimsmeistarakeppni ökumanna. Það getur þó allt gerst í Formúlu 1. Líklega hefur Ferrari fundið vaxandi ákveðni hjá Raikkonen og hegðun hans að undanförnu gefur til kynna að hann sé reiðubúinn að spila einkennisleik Felipe Massa og vera góður annar ökumaður til stuðnings fyrsta ökumanni liðsins. Raikkonen var til að mynda afar mikilvægur þáttur í því að Vettel vann í Ungverjalandi þar sem Vettel glímdi við skakkt stýri alla keppnina og Raikkonen spilaði varnarleik fyrir aftan. Alls ekki allir ökumenn hefðu látið bjóða sér það að fá ekki að taka fram úr. Raikkonen kom fyrst inn í Formúlu 1 árið 2001, þá með Sauber liðinu. Hann ók svo fimm ár hjá McLaren. Raikkonen skipti svo yfir til Ferrari árið 2007 þar sem hann tryggði sér heimsmeistaratitil ökumanna á sínu fyrsta ári. Hann kvaddi svo Formúlu 1 árið 2009 og tók þá til við rallý akstur. Hann kom sneri svo aftur til keppni í Formúlu 1 árið 2012, þá með Lotus liðini. Hann kom svo aftur til Ferrari 2014 þar sem hann hefur verið síðan og verður áfram.
Formúla Tengdar fréttir Valtteri Bottas í toppformi hjá Mercedes Valtteri Bottas segist vera kominn í toppform aftur eftir vistaskiptin til Mercedes í upphafi árs. Hann segist vera búinn að koma sér fyrir hjá Mercedes eftir að hann kom frá Williams. 17. ágúst 2017 18:00 Vettel viss um að Ferrari geti lagað veikleika sína Sebastian Vettel, efsti maður í heimsmeistarakeppni ökumanna í Formúlu 1 og ökumaður Ferrari er viss um að liðið geti bætt úr veikleikum sem hrjá liðið. 10. ágúst 2017 23:30 Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Í beinni: Valur - Breiðablik | Geta minnkað forskot Víkinga í tvö stig Íslenski boltinn Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Valtteri Bottas í toppformi hjá Mercedes Valtteri Bottas segist vera kominn í toppform aftur eftir vistaskiptin til Mercedes í upphafi árs. Hann segist vera búinn að koma sér fyrir hjá Mercedes eftir að hann kom frá Williams. 17. ágúst 2017 18:00
Vettel viss um að Ferrari geti lagað veikleika sína Sebastian Vettel, efsti maður í heimsmeistarakeppni ökumanna í Formúlu 1 og ökumaður Ferrari er viss um að liðið geti bætt úr veikleikum sem hrjá liðið. 10. ágúst 2017 23:30