Steindi sá bara svart eftir 17 km: „Sjónin fór eitthvað að flökta“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. ágúst 2017 19:00 Steindi og félagar fögnuðu ákaft þegar í mark var komið. Vísir/eyþór „Þetta var hrikalega erfitt, ég ætla bara að vera hreinskilinn með það,“ sagði Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hálfmaraþon Steinda í Reykjavíkurmaraþoninu vakti mikla athygli um helgina en hann hljóp 21,1 kílómeter án þess að hafa undirbúið sig mikið fyrir það. Steindi viðurkennir að hann hafi ekki mikið hlaupið áður en þrjóskan hafi hjálpað mikið til. „Ég æfi ekki, ég þarf nú að fara að gera það, það er nú eitthvað sem ég þarf að fara að taka mig á í. Það lengsta sem ég hafði hlaupið fyrir þetta voru sjö kílómetrar.“Brá rosalega Hann hljóp hálfmaraþonið með þremur slökkviliðsmönnum en allir söfnuðu þeir fyrir Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna. „Ég held að það sé þeim að þakka að ég náði þessu, þeir voru helvíti harðir og ráku á eftir mér allan tímann.“ Það voru tvö augnablik í hlaupinu sem voru Steinda einstaklega erfið. „Mér brá rosalega mikið þegar ég sá þriggja kílómetra skiltið af því að ég hélt að ég væri búinn að hlaupa í sjö, átta, allavega. Þá var ég farinn að stífna aðeins upp í kálfanum á vinstra fæti,“ segir Steindi sem lét krampann ekki stoppa sig og hljóp áfram. Á sautjánda kílómeter fór hlaupið svo að verða verulega erfitt fyrir Steinda. „Ég man eftir því að sjónin fór eitthvað að flökta,“ útskýrir Steindi. Hann sá bara allt svart í nokkrar sekúndur og brá svolítið við það.Gæti orðið árlegt Steindi haltrar enn eftir hlaupið og viðurkennir að hann finni vel fyrir því að hafa hlaupið á laugardaginn. „Ég er allur eiginlega bara í hakki ef ég á að vera hreinskilin. Ég er með harðsperrur úti um allt náttúrulega.“ Hann er samt tilbúinn til þess að hlaupa aftur í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir gott málefni „Ég fór að hugsa að það væri kannski gaman að taka einhver ný málefni og hafa þetta svona árlegt.“Viðtalið í Reykjavík Síðdegis má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Ætlar að láta jarða sig með medalíuna Steindi hljóp 21 kílómetra á tveimur klukkustundum, þrjátíu mínútum og fjörutíu sekúndum. 19. ágúst 2017 12:51 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
„Þetta var hrikalega erfitt, ég ætla bara að vera hreinskilinn með það,“ sagði Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hálfmaraþon Steinda í Reykjavíkurmaraþoninu vakti mikla athygli um helgina en hann hljóp 21,1 kílómeter án þess að hafa undirbúið sig mikið fyrir það. Steindi viðurkennir að hann hafi ekki mikið hlaupið áður en þrjóskan hafi hjálpað mikið til. „Ég æfi ekki, ég þarf nú að fara að gera það, það er nú eitthvað sem ég þarf að fara að taka mig á í. Það lengsta sem ég hafði hlaupið fyrir þetta voru sjö kílómetrar.“Brá rosalega Hann hljóp hálfmaraþonið með þremur slökkviliðsmönnum en allir söfnuðu þeir fyrir Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna. „Ég held að það sé þeim að þakka að ég náði þessu, þeir voru helvíti harðir og ráku á eftir mér allan tímann.“ Það voru tvö augnablik í hlaupinu sem voru Steinda einstaklega erfið. „Mér brá rosalega mikið þegar ég sá þriggja kílómetra skiltið af því að ég hélt að ég væri búinn að hlaupa í sjö, átta, allavega. Þá var ég farinn að stífna aðeins upp í kálfanum á vinstra fæti,“ segir Steindi sem lét krampann ekki stoppa sig og hljóp áfram. Á sautjánda kílómeter fór hlaupið svo að verða verulega erfitt fyrir Steinda. „Ég man eftir því að sjónin fór eitthvað að flökta,“ útskýrir Steindi. Hann sá bara allt svart í nokkrar sekúndur og brá svolítið við það.Gæti orðið árlegt Steindi haltrar enn eftir hlaupið og viðurkennir að hann finni vel fyrir því að hafa hlaupið á laugardaginn. „Ég er allur eiginlega bara í hakki ef ég á að vera hreinskilin. Ég er með harðsperrur úti um allt náttúrulega.“ Hann er samt tilbúinn til þess að hlaupa aftur í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir gott málefni „Ég fór að hugsa að það væri kannski gaman að taka einhver ný málefni og hafa þetta svona árlegt.“Viðtalið í Reykjavík Síðdegis má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Ætlar að láta jarða sig með medalíuna Steindi hljóp 21 kílómetra á tveimur klukkustundum, þrjátíu mínútum og fjörutíu sekúndum. 19. ágúst 2017 12:51 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Ætlar að láta jarða sig með medalíuna Steindi hljóp 21 kílómetra á tveimur klukkustundum, þrjátíu mínútum og fjörutíu sekúndum. 19. ágúst 2017 12:51