Thomas sagði vinnufélaga sínum að hann hefði kysst konuna sem kom í bílinn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. ágúst 2017 14:29 Thomas hefur hulið andlit sitt í dómssal þegar myndatökur eru leyfðar. Vísir/Eyþór Thomas Møller Olsen, sem ákærður er fyrir að bana Birnu Brjánsdóttur, sagði vinnufélaga sínum á Polar Nanoq að hann hefði kysst konu sem hefði komið upp í bíl sem hann hafði á leigu aðfaranótt 14. janúar. Þetta kom fram í skýrslutöku yfir vinnufélaganum, Inuk Kristiansen, en þeir Thomas unnu saman á grænlenska togaranum Polar Nanoq. Thomas sagði fyrir dómi í dag að hann hefði ekki kysst stúlkuna sem kom í bílinn en hann bar í fyrstu skýrslutöku hjá lögreglu að hann hefði gert það. Bæði Thomas og Nikolaj Olsen, sem einnig er skipverji á Polar Nanoq, báru fyrir dómi í morgun að Inuk hafi verið með þeim hluta föstudagskvöldsins 13. janúar.Fylgst er með öllu því sem fram fer í dómssal í beinni textalýsingu í vaktinni á Vísi.Úlpan þvegin og þurr Inuk, sem gaf skýrslu í gegnum síma, fór með Thomasi á föstudeginum að leigja bíl. Þeir hefðu farið á æfingu og síðan farið í skipið. Um kvöldið hefðu þeir Thomas svo skutlað Nikolaj niður í bæ og svo farið aftur að skipinu sem var við bryggju í Hafnarfjarðarhöfn. Kolbrún Benediktsdóttir, sækjandi, spurði hvort það hefði staðið til að þeir færu aftur niður í bæ. Inuk sagði að Thomas hefði talað um að hann ætlaði að fara niður í bæ. Aðspurður sagði Inuk að hann hefði skilið úlpuna sína eftir í bílnum sem Thomas hefði tekið á leigu. Þegar Thomas hafi látið hann fá úlpuna var búið að þvo hana og þurrka hana.Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari og Páll Rúnar Mikael Kristjánsson, verjandi Thomasar, fara yfir málin í dómssal í dag.Vísir/EyþórKonan hefði ælt á úlpuna „Hann sagði að konan hefði ælt á úlpuna og þess vegna hafði hann tekið hana og þurrkað hana,“ sagði Inuk. Kolbrún sækjandi spurði hann þá um hvaða konu væri að ræða. „Ég man ekki nákvæmlega hvort það var ein eða tvær konur en allavega sagði hann að það hefði verið ælt á hana,“ sagði Inuk. „Sagði Thomas þér að það hefði verið kona í bílnum sem hefði ælt á úlpuna?“ „Já, hann sagði mér að það var kona í bílnum sem hefði ælt á úlpuna,“ svaraði Inuk. Inuk sagði að Thomas hefði ekki sagt mikið meira um konuna en svaraði því játandi þegar hann var spurður að því hvort að Thomas hefði sagt að hann hefði kysst konuna. Thomas hefði hins vegar ekki sagt honum hvar það hefði gerst. Aðspurður sagði Inuk að Thomas hefði líklegast sagt honum þetta á laugardeginum, það er 14. janúar.Man vel eftir skilum á úlpunni Thomas sagði fyrir dómi í morgun að hann hefði þrifið ælu í bílnum og fyrir dómi í dag sagði Inuk að þegar hann fór með Thomasi að skila bílnum á laugardeginum þá hefði hann sagt honum að það hefði verið æla í bílnum. „Þegar ég kom inn í bílinn fann ég að það var blettur og ég get ekki útskýrt hvernig lykt en það var já, smá lykt.“ Páll Rúnar M. Kristjánsson, verjandi Thomasar, spurði Inuk hvort það gæti verið að úlpunni hans hefði verið skilað þannig að hún var hengd upp fyrir utan káetuna hans. „Nei, ég man vel eftir því að hann gaf mér úlpuna sjálfur,“ sagði Inuk. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Læknisskoðun á Thomasi eftir handtökuna: Var með klórför á bringunni og höndunum Fingrafar Thomasar fannst á ökuskírteini Birnu en aðspurður kvaðst Thomas aldrei hafa séð það. 21. ágúst 2017 12:20 Gjörbreyttur framburður Thomasar: Segir Nikolaj hafa keyrt burt með stúlkuna sem kom inn í bílinn Þeir notuðu kærustuna mína og sögðust ætla að sýna kærustunni minni myndirnar til að sýna hvers konar skrímsli ég er, segir Thomas Møller Olsen sem sakaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. 21. ágúst 2017 11:11 Í beinni: Thomas Møller Olsen kemur fyrir dóm Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen hefst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9.15 í dag. 21. ágúst 2017 07:15 Nikolaj Olsen fyrir dómi: „Ef ég hefði keyrt bílinn svona fullur hefði ég sennilega lent í slysi“ Nikolaj Olsen, skipverjinn af Polar Nanoq sem var með Thomasi Møller Olsen nóttina sem Birna Brjánsdóttir hvarf, mundi lítið um málsatvik þegar hann bar vitni fyrir dómi í dag. 21. ágúst 2017 13:37 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Sjá meira
Thomas Møller Olsen, sem ákærður er fyrir að bana Birnu Brjánsdóttur, sagði vinnufélaga sínum á Polar Nanoq að hann hefði kysst konu sem hefði komið upp í bíl sem hann hafði á leigu aðfaranótt 14. janúar. Þetta kom fram í skýrslutöku yfir vinnufélaganum, Inuk Kristiansen, en þeir Thomas unnu saman á grænlenska togaranum Polar Nanoq. Thomas sagði fyrir dómi í dag að hann hefði ekki kysst stúlkuna sem kom í bílinn en hann bar í fyrstu skýrslutöku hjá lögreglu að hann hefði gert það. Bæði Thomas og Nikolaj Olsen, sem einnig er skipverji á Polar Nanoq, báru fyrir dómi í morgun að Inuk hafi verið með þeim hluta föstudagskvöldsins 13. janúar.Fylgst er með öllu því sem fram fer í dómssal í beinni textalýsingu í vaktinni á Vísi.Úlpan þvegin og þurr Inuk, sem gaf skýrslu í gegnum síma, fór með Thomasi á föstudeginum að leigja bíl. Þeir hefðu farið á æfingu og síðan farið í skipið. Um kvöldið hefðu þeir Thomas svo skutlað Nikolaj niður í bæ og svo farið aftur að skipinu sem var við bryggju í Hafnarfjarðarhöfn. Kolbrún Benediktsdóttir, sækjandi, spurði hvort það hefði staðið til að þeir færu aftur niður í bæ. Inuk sagði að Thomas hefði talað um að hann ætlaði að fara niður í bæ. Aðspurður sagði Inuk að hann hefði skilið úlpuna sína eftir í bílnum sem Thomas hefði tekið á leigu. Þegar Thomas hafi látið hann fá úlpuna var búið að þvo hana og þurrka hana.Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari og Páll Rúnar Mikael Kristjánsson, verjandi Thomasar, fara yfir málin í dómssal í dag.Vísir/EyþórKonan hefði ælt á úlpuna „Hann sagði að konan hefði ælt á úlpuna og þess vegna hafði hann tekið hana og þurrkað hana,“ sagði Inuk. Kolbrún sækjandi spurði hann þá um hvaða konu væri að ræða. „Ég man ekki nákvæmlega hvort það var ein eða tvær konur en allavega sagði hann að það hefði verið ælt á hana,“ sagði Inuk. „Sagði Thomas þér að það hefði verið kona í bílnum sem hefði ælt á úlpuna?“ „Já, hann sagði mér að það var kona í bílnum sem hefði ælt á úlpuna,“ svaraði Inuk. Inuk sagði að Thomas hefði ekki sagt mikið meira um konuna en svaraði því játandi þegar hann var spurður að því hvort að Thomas hefði sagt að hann hefði kysst konuna. Thomas hefði hins vegar ekki sagt honum hvar það hefði gerst. Aðspurður sagði Inuk að Thomas hefði líklegast sagt honum þetta á laugardeginum, það er 14. janúar.Man vel eftir skilum á úlpunni Thomas sagði fyrir dómi í morgun að hann hefði þrifið ælu í bílnum og fyrir dómi í dag sagði Inuk að þegar hann fór með Thomasi að skila bílnum á laugardeginum þá hefði hann sagt honum að það hefði verið æla í bílnum. „Þegar ég kom inn í bílinn fann ég að það var blettur og ég get ekki útskýrt hvernig lykt en það var já, smá lykt.“ Páll Rúnar M. Kristjánsson, verjandi Thomasar, spurði Inuk hvort það gæti verið að úlpunni hans hefði verið skilað þannig að hún var hengd upp fyrir utan káetuna hans. „Nei, ég man vel eftir því að hann gaf mér úlpuna sjálfur,“ sagði Inuk.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Læknisskoðun á Thomasi eftir handtökuna: Var með klórför á bringunni og höndunum Fingrafar Thomasar fannst á ökuskírteini Birnu en aðspurður kvaðst Thomas aldrei hafa séð það. 21. ágúst 2017 12:20 Gjörbreyttur framburður Thomasar: Segir Nikolaj hafa keyrt burt með stúlkuna sem kom inn í bílinn Þeir notuðu kærustuna mína og sögðust ætla að sýna kærustunni minni myndirnar til að sýna hvers konar skrímsli ég er, segir Thomas Møller Olsen sem sakaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. 21. ágúst 2017 11:11 Í beinni: Thomas Møller Olsen kemur fyrir dóm Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen hefst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9.15 í dag. 21. ágúst 2017 07:15 Nikolaj Olsen fyrir dómi: „Ef ég hefði keyrt bílinn svona fullur hefði ég sennilega lent í slysi“ Nikolaj Olsen, skipverjinn af Polar Nanoq sem var með Thomasi Møller Olsen nóttina sem Birna Brjánsdóttir hvarf, mundi lítið um málsatvik þegar hann bar vitni fyrir dómi í dag. 21. ágúst 2017 13:37 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Sjá meira
Læknisskoðun á Thomasi eftir handtökuna: Var með klórför á bringunni og höndunum Fingrafar Thomasar fannst á ökuskírteini Birnu en aðspurður kvaðst Thomas aldrei hafa séð það. 21. ágúst 2017 12:20
Gjörbreyttur framburður Thomasar: Segir Nikolaj hafa keyrt burt með stúlkuna sem kom inn í bílinn Þeir notuðu kærustuna mína og sögðust ætla að sýna kærustunni minni myndirnar til að sýna hvers konar skrímsli ég er, segir Thomas Møller Olsen sem sakaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. 21. ágúst 2017 11:11
Í beinni: Thomas Møller Olsen kemur fyrir dóm Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen hefst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9.15 í dag. 21. ágúst 2017 07:15
Nikolaj Olsen fyrir dómi: „Ef ég hefði keyrt bílinn svona fullur hefði ég sennilega lent í slysi“ Nikolaj Olsen, skipverjinn af Polar Nanoq sem var með Thomasi Møller Olsen nóttina sem Birna Brjánsdóttir hvarf, mundi lítið um málsatvik þegar hann bar vitni fyrir dómi í dag. 21. ágúst 2017 13:37