Sveinn Gestur ekki ákærður fyrir manndráp Kolbeinn Tumi Daðason og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 31. ágúst 2017 16:04 Sveinn Gestur Tryggvason leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur. vísir Héraðssaksóknari hefur ákært Svein Gest Tryggvason fyrir stórfellda líkamsárás. Sveinn Gestur var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem gæsluvarðhald yfir honum var framlengt til 28. september. Þetta staðfestir verjandi hans, Þorgils Þorgilsson, við Vísi. Sveinn Gestur hefur verið í gæsluvarðhaldi undanfarnar tólf vikur grunaður um að hafa ráðið Arnari Jónssyni Aspar bana þann 7. júní síðastliðinn. Hann er einn ákærður í málinu en upphaflega voru sex handteknir. Þá var Jón Trausti Lúthersson í gæsluvarðhaldi í fjórar vikur en ekki þykir ástæða til að ákæra hann fyrir aðild að málinu.218. grein almennra hegningarlaga.Málið var rannsakað sem manndrápsmál og hefur komið fram í gæsluvarðhaldsúrskurðum að brot gests hafi varðað 211. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp. Héraðssaksóknari ákveður hins vegar að ákæra Svein Gest fyrir brot á 218. grein laganna sem fjallar um stórfellda líkamsárás. Brotið getur varðað allt að sextán ára fangelsi þegar bani hlýst af árásinni.Frá vettvangi í Mosfellsdal í júní.vísir/eyþórMatarboð í Mosfellsdal Sérsveit ríkislögreglustjóra, ásamt lögreglu, slökkviliði og sjúkraflutningamönnum var kölluð að Æsustöðum í Mosfellsdal, að kvöldi 7. júní vegna alvarlegrar líkamsárásar sem leiddi Arnar Jónsson Aspar til dauða. Matarboð stóð yfir á heimili Arnars umrætt kvöld og unnustu hans þegar sex manns bar að garði. Þar voru auk þeirra tveggja tíu daga gömul dóttir þeirra og hjartveikur afi unnustunnar sem flytja þurfti á sjúkrahús seinna um kvöldið, í áfalli eftir það sem gerst hafði.Fimm karlmenn og ein kona voru handtekinn skömmu eftir árásina, þar með talið Sveinn Gestur og Jón Trausti. Farið var fram á gæsluvarðhald yfir einstaklingunum sex en fljótlega var öllum sleppt úr haldi nema Sveini Gesti og Jón Trausta.Heldur því fram að hinn látni hafi verið í „sturlunarástandi“ Eins og áður segir er Sveinn Gestur einn ákærður fyrir líkamsárásina. Í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að andlát Arnars sé rakið til nokkurra samverkandi þátta en „en þvinguð frambeygð staða sem brotaþola hafi verið haldið í, með hendur fyrir aftan bak, meðan kærði hafi þrýst með líkama sínum á brjósthol brotaþola og hálstakið sem kærði hafi haldið brotaþola í, samkvæmt framburði vitna, sé talið hafa leitt til mikillar minnkunar á öndunargetu sem að lokum hafi leitt til köfnunar brotaþola.“ Þá hefur komið fram að samkvæmt krufningskýrslu réttarmeinafræðings sé einnig talið að svokallað æsingsóráðsheilkenni hafi dregið Arnar til dauða, en um afar sjaldgæft heilkenni er að ræða. Heilkennið kemur almennt fram við handtökur en það var talsvert til umfjöllunar árið 2007 þegar Jón Helgason lést í kjölfar handtöku árinu áður. Sveinn Gestur neitar alfarið sök og í yfirlýsingu frá lögmanni hann sem send var fjölmiðlum fyrr í mánuðinum var því haldið fram að Sveinn Gestur hafi aldrei veist að hinum látna „heldur var umbjóðandi minn ásamt öðrum sakborningum í málinu að verjast áras frá hinum látna.“ Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Snapchat-upptökur af árásinni í Mosfellsdal Hálstak er talinn aðalþátturinn í því sem leiddi Arnar Jónsson Aspar til dauða, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum krufningar. 27. júní 2017 18:28 Ósáttur við umfjöllun og segir hið sanna munu koma í ljós Sveinn Gestur Tryggvason, sem grunaður er um að hafa ráðið manni bana í Mosfellsdal í júní, neitar því alfarið að hafa slegið til hins látna eða tekið hann hálstaki. 4. ágúst 2017 12:55 Manndráp í Mosfellsdal: Talinn hafa þrýst líkamanum á brjósthol mannsins og tekið hann hálstaki Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Sveinn Gestur Tryggvason skuli sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna til 18. ágúst næstkomandi. 26. júlí 2017 11:45 Æsingsóráðsheilkenni talið ein ástæða andlátsins Æsingsóráðsheilkenni er talið vera það sem dró Arnar Jónsson Aspar til dauða þegar hópur manna veittist að honum við heimili hans í Mosfellsdal í júní, samkvæmt krufningsskýrslu réttarmeinafræðings. 3. ágúst 2017 18:36 Mest lesið Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært Svein Gest Tryggvason fyrir stórfellda líkamsárás. Sveinn Gestur var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem gæsluvarðhald yfir honum var framlengt til 28. september. Þetta staðfestir verjandi hans, Þorgils Þorgilsson, við Vísi. Sveinn Gestur hefur verið í gæsluvarðhaldi undanfarnar tólf vikur grunaður um að hafa ráðið Arnari Jónssyni Aspar bana þann 7. júní síðastliðinn. Hann er einn ákærður í málinu en upphaflega voru sex handteknir. Þá var Jón Trausti Lúthersson í gæsluvarðhaldi í fjórar vikur en ekki þykir ástæða til að ákæra hann fyrir aðild að málinu.218. grein almennra hegningarlaga.Málið var rannsakað sem manndrápsmál og hefur komið fram í gæsluvarðhaldsúrskurðum að brot gests hafi varðað 211. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp. Héraðssaksóknari ákveður hins vegar að ákæra Svein Gest fyrir brot á 218. grein laganna sem fjallar um stórfellda líkamsárás. Brotið getur varðað allt að sextán ára fangelsi þegar bani hlýst af árásinni.Frá vettvangi í Mosfellsdal í júní.vísir/eyþórMatarboð í Mosfellsdal Sérsveit ríkislögreglustjóra, ásamt lögreglu, slökkviliði og sjúkraflutningamönnum var kölluð að Æsustöðum í Mosfellsdal, að kvöldi 7. júní vegna alvarlegrar líkamsárásar sem leiddi Arnar Jónsson Aspar til dauða. Matarboð stóð yfir á heimili Arnars umrætt kvöld og unnustu hans þegar sex manns bar að garði. Þar voru auk þeirra tveggja tíu daga gömul dóttir þeirra og hjartveikur afi unnustunnar sem flytja þurfti á sjúkrahús seinna um kvöldið, í áfalli eftir það sem gerst hafði.Fimm karlmenn og ein kona voru handtekinn skömmu eftir árásina, þar með talið Sveinn Gestur og Jón Trausti. Farið var fram á gæsluvarðhald yfir einstaklingunum sex en fljótlega var öllum sleppt úr haldi nema Sveini Gesti og Jón Trausta.Heldur því fram að hinn látni hafi verið í „sturlunarástandi“ Eins og áður segir er Sveinn Gestur einn ákærður fyrir líkamsárásina. Í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að andlát Arnars sé rakið til nokkurra samverkandi þátta en „en þvinguð frambeygð staða sem brotaþola hafi verið haldið í, með hendur fyrir aftan bak, meðan kærði hafi þrýst með líkama sínum á brjósthol brotaþola og hálstakið sem kærði hafi haldið brotaþola í, samkvæmt framburði vitna, sé talið hafa leitt til mikillar minnkunar á öndunargetu sem að lokum hafi leitt til köfnunar brotaþola.“ Þá hefur komið fram að samkvæmt krufningskýrslu réttarmeinafræðings sé einnig talið að svokallað æsingsóráðsheilkenni hafi dregið Arnar til dauða, en um afar sjaldgæft heilkenni er að ræða. Heilkennið kemur almennt fram við handtökur en það var talsvert til umfjöllunar árið 2007 þegar Jón Helgason lést í kjölfar handtöku árinu áður. Sveinn Gestur neitar alfarið sök og í yfirlýsingu frá lögmanni hann sem send var fjölmiðlum fyrr í mánuðinum var því haldið fram að Sveinn Gestur hafi aldrei veist að hinum látna „heldur var umbjóðandi minn ásamt öðrum sakborningum í málinu að verjast áras frá hinum látna.“
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Snapchat-upptökur af árásinni í Mosfellsdal Hálstak er talinn aðalþátturinn í því sem leiddi Arnar Jónsson Aspar til dauða, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum krufningar. 27. júní 2017 18:28 Ósáttur við umfjöllun og segir hið sanna munu koma í ljós Sveinn Gestur Tryggvason, sem grunaður er um að hafa ráðið manni bana í Mosfellsdal í júní, neitar því alfarið að hafa slegið til hins látna eða tekið hann hálstaki. 4. ágúst 2017 12:55 Manndráp í Mosfellsdal: Talinn hafa þrýst líkamanum á brjósthol mannsins og tekið hann hálstaki Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Sveinn Gestur Tryggvason skuli sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna til 18. ágúst næstkomandi. 26. júlí 2017 11:45 Æsingsóráðsheilkenni talið ein ástæða andlátsins Æsingsóráðsheilkenni er talið vera það sem dró Arnar Jónsson Aspar til dauða þegar hópur manna veittist að honum við heimili hans í Mosfellsdal í júní, samkvæmt krufningsskýrslu réttarmeinafræðings. 3. ágúst 2017 18:36 Mest lesið Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Snapchat-upptökur af árásinni í Mosfellsdal Hálstak er talinn aðalþátturinn í því sem leiddi Arnar Jónsson Aspar til dauða, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum krufningar. 27. júní 2017 18:28
Ósáttur við umfjöllun og segir hið sanna munu koma í ljós Sveinn Gestur Tryggvason, sem grunaður er um að hafa ráðið manni bana í Mosfellsdal í júní, neitar því alfarið að hafa slegið til hins látna eða tekið hann hálstaki. 4. ágúst 2017 12:55
Manndráp í Mosfellsdal: Talinn hafa þrýst líkamanum á brjósthol mannsins og tekið hann hálstaki Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Sveinn Gestur Tryggvason skuli sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna til 18. ágúst næstkomandi. 26. júlí 2017 11:45
Æsingsóráðsheilkenni talið ein ástæða andlátsins Æsingsóráðsheilkenni er talið vera það sem dró Arnar Jónsson Aspar til dauða þegar hópur manna veittist að honum við heimili hans í Mosfellsdal í júní, samkvæmt krufningsskýrslu réttarmeinafræðings. 3. ágúst 2017 18:36