Sveinn Gestur ekki ákærður fyrir manndráp Kolbeinn Tumi Daðason og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 31. ágúst 2017 16:04 Sveinn Gestur Tryggvason leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur. vísir Héraðssaksóknari hefur ákært Svein Gest Tryggvason fyrir stórfellda líkamsárás. Sveinn Gestur var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem gæsluvarðhald yfir honum var framlengt til 28. september. Þetta staðfestir verjandi hans, Þorgils Þorgilsson, við Vísi. Sveinn Gestur hefur verið í gæsluvarðhaldi undanfarnar tólf vikur grunaður um að hafa ráðið Arnari Jónssyni Aspar bana þann 7. júní síðastliðinn. Hann er einn ákærður í málinu en upphaflega voru sex handteknir. Þá var Jón Trausti Lúthersson í gæsluvarðhaldi í fjórar vikur en ekki þykir ástæða til að ákæra hann fyrir aðild að málinu.218. grein almennra hegningarlaga.Málið var rannsakað sem manndrápsmál og hefur komið fram í gæsluvarðhaldsúrskurðum að brot gests hafi varðað 211. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp. Héraðssaksóknari ákveður hins vegar að ákæra Svein Gest fyrir brot á 218. grein laganna sem fjallar um stórfellda líkamsárás. Brotið getur varðað allt að sextán ára fangelsi þegar bani hlýst af árásinni.Frá vettvangi í Mosfellsdal í júní.vísir/eyþórMatarboð í Mosfellsdal Sérsveit ríkislögreglustjóra, ásamt lögreglu, slökkviliði og sjúkraflutningamönnum var kölluð að Æsustöðum í Mosfellsdal, að kvöldi 7. júní vegna alvarlegrar líkamsárásar sem leiddi Arnar Jónsson Aspar til dauða. Matarboð stóð yfir á heimili Arnars umrætt kvöld og unnustu hans þegar sex manns bar að garði. Þar voru auk þeirra tveggja tíu daga gömul dóttir þeirra og hjartveikur afi unnustunnar sem flytja þurfti á sjúkrahús seinna um kvöldið, í áfalli eftir það sem gerst hafði.Fimm karlmenn og ein kona voru handtekinn skömmu eftir árásina, þar með talið Sveinn Gestur og Jón Trausti. Farið var fram á gæsluvarðhald yfir einstaklingunum sex en fljótlega var öllum sleppt úr haldi nema Sveini Gesti og Jón Trausta.Heldur því fram að hinn látni hafi verið í „sturlunarástandi“ Eins og áður segir er Sveinn Gestur einn ákærður fyrir líkamsárásina. Í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að andlát Arnars sé rakið til nokkurra samverkandi þátta en „en þvinguð frambeygð staða sem brotaþola hafi verið haldið í, með hendur fyrir aftan bak, meðan kærði hafi þrýst með líkama sínum á brjósthol brotaþola og hálstakið sem kærði hafi haldið brotaþola í, samkvæmt framburði vitna, sé talið hafa leitt til mikillar minnkunar á öndunargetu sem að lokum hafi leitt til köfnunar brotaþola.“ Þá hefur komið fram að samkvæmt krufningskýrslu réttarmeinafræðings sé einnig talið að svokallað æsingsóráðsheilkenni hafi dregið Arnar til dauða, en um afar sjaldgæft heilkenni er að ræða. Heilkennið kemur almennt fram við handtökur en það var talsvert til umfjöllunar árið 2007 þegar Jón Helgason lést í kjölfar handtöku árinu áður. Sveinn Gestur neitar alfarið sök og í yfirlýsingu frá lögmanni hann sem send var fjölmiðlum fyrr í mánuðinum var því haldið fram að Sveinn Gestur hafi aldrei veist að hinum látna „heldur var umbjóðandi minn ásamt öðrum sakborningum í málinu að verjast áras frá hinum látna.“ Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Snapchat-upptökur af árásinni í Mosfellsdal Hálstak er talinn aðalþátturinn í því sem leiddi Arnar Jónsson Aspar til dauða, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum krufningar. 27. júní 2017 18:28 Ósáttur við umfjöllun og segir hið sanna munu koma í ljós Sveinn Gestur Tryggvason, sem grunaður er um að hafa ráðið manni bana í Mosfellsdal í júní, neitar því alfarið að hafa slegið til hins látna eða tekið hann hálstaki. 4. ágúst 2017 12:55 Manndráp í Mosfellsdal: Talinn hafa þrýst líkamanum á brjósthol mannsins og tekið hann hálstaki Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Sveinn Gestur Tryggvason skuli sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna til 18. ágúst næstkomandi. 26. júlí 2017 11:45 Æsingsóráðsheilkenni talið ein ástæða andlátsins Æsingsóráðsheilkenni er talið vera það sem dró Arnar Jónsson Aspar til dauða þegar hópur manna veittist að honum við heimili hans í Mosfellsdal í júní, samkvæmt krufningsskýrslu réttarmeinafræðings. 3. ágúst 2017 18:36 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært Svein Gest Tryggvason fyrir stórfellda líkamsárás. Sveinn Gestur var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem gæsluvarðhald yfir honum var framlengt til 28. september. Þetta staðfestir verjandi hans, Þorgils Þorgilsson, við Vísi. Sveinn Gestur hefur verið í gæsluvarðhaldi undanfarnar tólf vikur grunaður um að hafa ráðið Arnari Jónssyni Aspar bana þann 7. júní síðastliðinn. Hann er einn ákærður í málinu en upphaflega voru sex handteknir. Þá var Jón Trausti Lúthersson í gæsluvarðhaldi í fjórar vikur en ekki þykir ástæða til að ákæra hann fyrir aðild að málinu.218. grein almennra hegningarlaga.Málið var rannsakað sem manndrápsmál og hefur komið fram í gæsluvarðhaldsúrskurðum að brot gests hafi varðað 211. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp. Héraðssaksóknari ákveður hins vegar að ákæra Svein Gest fyrir brot á 218. grein laganna sem fjallar um stórfellda líkamsárás. Brotið getur varðað allt að sextán ára fangelsi þegar bani hlýst af árásinni.Frá vettvangi í Mosfellsdal í júní.vísir/eyþórMatarboð í Mosfellsdal Sérsveit ríkislögreglustjóra, ásamt lögreglu, slökkviliði og sjúkraflutningamönnum var kölluð að Æsustöðum í Mosfellsdal, að kvöldi 7. júní vegna alvarlegrar líkamsárásar sem leiddi Arnar Jónsson Aspar til dauða. Matarboð stóð yfir á heimili Arnars umrætt kvöld og unnustu hans þegar sex manns bar að garði. Þar voru auk þeirra tveggja tíu daga gömul dóttir þeirra og hjartveikur afi unnustunnar sem flytja þurfti á sjúkrahús seinna um kvöldið, í áfalli eftir það sem gerst hafði.Fimm karlmenn og ein kona voru handtekinn skömmu eftir árásina, þar með talið Sveinn Gestur og Jón Trausti. Farið var fram á gæsluvarðhald yfir einstaklingunum sex en fljótlega var öllum sleppt úr haldi nema Sveini Gesti og Jón Trausta.Heldur því fram að hinn látni hafi verið í „sturlunarástandi“ Eins og áður segir er Sveinn Gestur einn ákærður fyrir líkamsárásina. Í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að andlát Arnars sé rakið til nokkurra samverkandi þátta en „en þvinguð frambeygð staða sem brotaþola hafi verið haldið í, með hendur fyrir aftan bak, meðan kærði hafi þrýst með líkama sínum á brjósthol brotaþola og hálstakið sem kærði hafi haldið brotaþola í, samkvæmt framburði vitna, sé talið hafa leitt til mikillar minnkunar á öndunargetu sem að lokum hafi leitt til köfnunar brotaþola.“ Þá hefur komið fram að samkvæmt krufningskýrslu réttarmeinafræðings sé einnig talið að svokallað æsingsóráðsheilkenni hafi dregið Arnar til dauða, en um afar sjaldgæft heilkenni er að ræða. Heilkennið kemur almennt fram við handtökur en það var talsvert til umfjöllunar árið 2007 þegar Jón Helgason lést í kjölfar handtöku árinu áður. Sveinn Gestur neitar alfarið sök og í yfirlýsingu frá lögmanni hann sem send var fjölmiðlum fyrr í mánuðinum var því haldið fram að Sveinn Gestur hafi aldrei veist að hinum látna „heldur var umbjóðandi minn ásamt öðrum sakborningum í málinu að verjast áras frá hinum látna.“
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Snapchat-upptökur af árásinni í Mosfellsdal Hálstak er talinn aðalþátturinn í því sem leiddi Arnar Jónsson Aspar til dauða, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum krufningar. 27. júní 2017 18:28 Ósáttur við umfjöllun og segir hið sanna munu koma í ljós Sveinn Gestur Tryggvason, sem grunaður er um að hafa ráðið manni bana í Mosfellsdal í júní, neitar því alfarið að hafa slegið til hins látna eða tekið hann hálstaki. 4. ágúst 2017 12:55 Manndráp í Mosfellsdal: Talinn hafa þrýst líkamanum á brjósthol mannsins og tekið hann hálstaki Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Sveinn Gestur Tryggvason skuli sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna til 18. ágúst næstkomandi. 26. júlí 2017 11:45 Æsingsóráðsheilkenni talið ein ástæða andlátsins Æsingsóráðsheilkenni er talið vera það sem dró Arnar Jónsson Aspar til dauða þegar hópur manna veittist að honum við heimili hans í Mosfellsdal í júní, samkvæmt krufningsskýrslu réttarmeinafræðings. 3. ágúst 2017 18:36 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Sjá meira
Snapchat-upptökur af árásinni í Mosfellsdal Hálstak er talinn aðalþátturinn í því sem leiddi Arnar Jónsson Aspar til dauða, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum krufningar. 27. júní 2017 18:28
Ósáttur við umfjöllun og segir hið sanna munu koma í ljós Sveinn Gestur Tryggvason, sem grunaður er um að hafa ráðið manni bana í Mosfellsdal í júní, neitar því alfarið að hafa slegið til hins látna eða tekið hann hálstaki. 4. ágúst 2017 12:55
Manndráp í Mosfellsdal: Talinn hafa þrýst líkamanum á brjósthol mannsins og tekið hann hálstaki Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Sveinn Gestur Tryggvason skuli sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna til 18. ágúst næstkomandi. 26. júlí 2017 11:45
Æsingsóráðsheilkenni talið ein ástæða andlátsins Æsingsóráðsheilkenni er talið vera það sem dró Arnar Jónsson Aspar til dauða þegar hópur manna veittist að honum við heimili hans í Mosfellsdal í júní, samkvæmt krufningsskýrslu réttarmeinafræðings. 3. ágúst 2017 18:36