Ákæra gefin út á hendur Sveini Gesti í dag Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. ágúst 2017 10:09 Sveinn Gestur Tryggvason leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur. vísir Héraðssaksóknari mun gefa út ákæru á hendur Sveini Gesti Tryggvasyni í dag. Sveinn Gestur hefur setið í gæsluvarðhaldi undanfarnar tólf vikur en hann er sakaður um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana á heimili Arnars í Mosfellsdal þann 7. júní síðastliðinn. Sveinn hefur endurtekið verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins frá því það kom upp. Lögum samkvæmt eru takmörk fyrir því hve lengi má halda grunuðum í gæsluvarðhaldi og er hámarkið tólf vikur á meðan ekki hefur verið gefin út ákæra. Embætti héraðssaksóknara staðfestir að ákæra verði gefin út síðdegis í dag. Sveinn Gestur hefur staðfastlega neitað sök um að hafa ætlað að ráða Arnari bana. Í greinargerðum lögreglu sem fylgt hafa kröfum um gæsluvarðhald hefur komið fram að andlát Arnars sé rakið til nokkurra samverkandi þátta. Niðurstaða krufningar var sú að þvinguð frambeygð staða, þrýstingur á brjósthol og hálstak hafi leitt til mikillar minnkunar öndunargetu sem hafi leitt til köfnunar. Auk Sveins Gests eru fimm aðrir grunaðir um aðild að því; fjórir þeirra sátu í gæsluvarðhaldi í viku og einn, Jón Trausti Lúthersson, sat í gæsluvarðhaldi í tæpar fjórar vikur. vísir/eyþórUpptökur af Snapchat og símtöl í neyðarlínuna á meðal gagna málsins Að því er fram kemur í úrskurði héraðsdóms lýsir Sveinn Gestur því að hann hafi komið að heimili Arnars til að sækja þangað garðverkfæri í sinni eigu. Hann segir Arnar hafa að ástæðulausu ráðist á sig og þá sem voru með í för. Á meðal gagna málsins eru nokkur símtöl í neyðalínuna þar sem tilkynnt er um átök og ástand brotaþola. Sveinn Gestur hringdi meðal annars í neyðarlínuna en eftir samtalið við starfsmann neyðarlínunnar má heyra hvar kærði leggi síðan símann frá sér og byrji að hreyta ókvæðisorðum í brotaþola. Þá liggja fyrir Snapchat upptökur úr síma Sveins Gests þar sem sjá má brotaþola liggja hreyfingarlausan, blóðugan og bláan í framan. Fram kemur í greinargerð lögreglu að heyra megi á upptökunum að Sveinn Gestur og Jón Trausti tali á niðrandi hátt til Arnars. Heyra megi Jón Trausta segja að svona fari fyrir þeim sem ráðist að sér. Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Héraðssaksóknari mun gefa út ákæru á hendur Sveini Gesti Tryggvasyni í dag. Sveinn Gestur hefur setið í gæsluvarðhaldi undanfarnar tólf vikur en hann er sakaður um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana á heimili Arnars í Mosfellsdal þann 7. júní síðastliðinn. Sveinn hefur endurtekið verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins frá því það kom upp. Lögum samkvæmt eru takmörk fyrir því hve lengi má halda grunuðum í gæsluvarðhaldi og er hámarkið tólf vikur á meðan ekki hefur verið gefin út ákæra. Embætti héraðssaksóknara staðfestir að ákæra verði gefin út síðdegis í dag. Sveinn Gestur hefur staðfastlega neitað sök um að hafa ætlað að ráða Arnari bana. Í greinargerðum lögreglu sem fylgt hafa kröfum um gæsluvarðhald hefur komið fram að andlát Arnars sé rakið til nokkurra samverkandi þátta. Niðurstaða krufningar var sú að þvinguð frambeygð staða, þrýstingur á brjósthol og hálstak hafi leitt til mikillar minnkunar öndunargetu sem hafi leitt til köfnunar. Auk Sveins Gests eru fimm aðrir grunaðir um aðild að því; fjórir þeirra sátu í gæsluvarðhaldi í viku og einn, Jón Trausti Lúthersson, sat í gæsluvarðhaldi í tæpar fjórar vikur. vísir/eyþórUpptökur af Snapchat og símtöl í neyðarlínuna á meðal gagna málsins Að því er fram kemur í úrskurði héraðsdóms lýsir Sveinn Gestur því að hann hafi komið að heimili Arnars til að sækja þangað garðverkfæri í sinni eigu. Hann segir Arnar hafa að ástæðulausu ráðist á sig og þá sem voru með í för. Á meðal gagna málsins eru nokkur símtöl í neyðalínuna þar sem tilkynnt er um átök og ástand brotaþola. Sveinn Gestur hringdi meðal annars í neyðarlínuna en eftir samtalið við starfsmann neyðarlínunnar má heyra hvar kærði leggi síðan símann frá sér og byrji að hreyta ókvæðisorðum í brotaþola. Þá liggja fyrir Snapchat upptökur úr síma Sveins Gests þar sem sjá má brotaþola liggja hreyfingarlausan, blóðugan og bláan í framan. Fram kemur í greinargerð lögreglu að heyra megi á upptökunum að Sveinn Gestur og Jón Trausti tali á niðrandi hátt til Arnars. Heyra megi Jón Trausta segja að svona fari fyrir þeim sem ráðist að sér.
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira