Leiðtogar stjórnarandstöðu Venesúela ákærðir fyrir landráð Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. ágúst 2017 07:00 Stjórnlagaráðið kallar stjórnarandstöðuna landráðamenn. Vísir/EPA Nýskipað stjórnlagaráð Venesúela ákvað í gær einróma að draga leiðtoga stjórnarandstöðunnar þar í landi fyrir dóm vegna meintra landráða þeirra. BBC greindi frá því að ráðið saki umrædda stjórnarandstæðinga um að styðja viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Venesúela. Er þar vísað til tilskipunar sem Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði í síðustu viku um að banna viðskipti með venesúelsk skuldabréf. Sagði forsetinn það gert vegna alvarlegra mannréttindabrota og skipan ólögmæts stjórnlagaráðs sem forsetinn sagði skipað til að ræna völdum lýðræðislega kjörins þings. Þess ber að geta að stjórnarandstaðan er í meirihluta á þinginu. Stjórnlagaráðið fundaði í þrjár klukkustundir í gær og skiptust ráðsmenn á því að afhrópa stjórnarandstæðinga og hylla forsetann Nicolas Maduro. Beindist gagnrýnin einkum að hinum nýrekna ríkissaksóknara Luisa Ortega sem er harður gagnrýnandi Maduro. Iris Varela, ein stjórnlagaráðsmanna, kallaði Ortega til að mynda „úrhrak“. Sagði hún einnig að Ortega „hlykkjaðist eins og ormur“. Julio Borges, forseti þingsins, var sagður einn helsti óvinur ríkisins á fundinum. Brást hann við með að segja að ríkisstjórnin ætti að hætta að kenna öðrum um ófarir ríkisins heldur líta í eigin barm. „Sá sem ber ábyrgð á þessu heitir Maduro. Það er tími til kominn að hann líti í spegil og sætti sig við þá staðreynd að hann hefur eyðilagt Venesúela,“ sagði Borges við blaðamenn í gær. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Nýskipað stjórnlagaráð Venesúela ákvað í gær einróma að draga leiðtoga stjórnarandstöðunnar þar í landi fyrir dóm vegna meintra landráða þeirra. BBC greindi frá því að ráðið saki umrædda stjórnarandstæðinga um að styðja viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Venesúela. Er þar vísað til tilskipunar sem Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði í síðustu viku um að banna viðskipti með venesúelsk skuldabréf. Sagði forsetinn það gert vegna alvarlegra mannréttindabrota og skipan ólögmæts stjórnlagaráðs sem forsetinn sagði skipað til að ræna völdum lýðræðislega kjörins þings. Þess ber að geta að stjórnarandstaðan er í meirihluta á þinginu. Stjórnlagaráðið fundaði í þrjár klukkustundir í gær og skiptust ráðsmenn á því að afhrópa stjórnarandstæðinga og hylla forsetann Nicolas Maduro. Beindist gagnrýnin einkum að hinum nýrekna ríkissaksóknara Luisa Ortega sem er harður gagnrýnandi Maduro. Iris Varela, ein stjórnlagaráðsmanna, kallaði Ortega til að mynda „úrhrak“. Sagði hún einnig að Ortega „hlykkjaðist eins og ormur“. Julio Borges, forseti þingsins, var sagður einn helsti óvinur ríkisins á fundinum. Brást hann við með að segja að ríkisstjórnin ætti að hætta að kenna öðrum um ófarir ríkisins heldur líta í eigin barm. „Sá sem ber ábyrgð á þessu heitir Maduro. Það er tími til kominn að hann líti í spegil og sætti sig við þá staðreynd að hann hefur eyðilagt Venesúela,“ sagði Borges við blaðamenn í gær.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira