Menga eins og milljón bílar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. ágúst 2017 20:00 Eitt skemmtiferðaskip mengar á við milljón bíla á einum sólarhring, eða á við um þrefaldan bílaflota landsins. Mælingar sýna að þegar skip er í höfn verða loftgæðin í Reykjavík verri en í miðborg erlendra stórborga. Stjórnvöld ættu að krefjast breytinga, segja náttúruverndasamtök. Náttúruverndarsamtök Íslands, með aðstöð þýsku samtakanna Nature and Biodiversity Union, hafa undanfarna daga mælt mengun frá skemmtiferðaskipum í Reykjavíkurhöfn. Flest skipin brenna svartolíu og hafa ekki komið fyrir hreinsibúnaði líkt og finna má í bílum. Þegar svartolían brennur myndast sótagnir sem dreifast með útblæstrinum og geta þær haft mjög skaðleg áhrif á heilsu manna og umhverfið. Mælingar á liðnum dögum sýna að magn þessara örsmáu agna í útblæstri skemmtiferðaskipa við Reykjavíkurhöfn er um 200 sinnum meira en eðlilegt má teljast. Til samanburðar verða loftgæðin verri en í miðbæ erlendra stórborga á borð við Peking á háannatíma. Efnafræðingur sem sá um mælingarnar var á meðal vísindamanna sem komu upp um svik bílframleiðenda, sem fegruðu tölur um útblástur díselbíla. Hann hvetur stjórnvöld til að grípa til aðgerða og hækka hafnargjöld á skip sem ekki hafa komið upp hreinsibúnaði. „Þessi félög skilja fjármál þegar þau þurfa að spara en ef þau þurfa að greiða hærri hafnargjöld munu viðbrögð þeirra vera hröð og þau breyta þá viðhorfinu. Við vitum að þessi tækni er á boðstólum og þeim ber að beita henni til að vernda heilsu fólksins og vernda umhverfi ykkar," segir Dr. Axel Friedrich, efnafræðingur. Hann segir mengunina ekki einskoraðist við hafnarsvæðin. „Við höfum gert mælingar langt frá hafnarsvæðum og samkvæmt þeim er magn mengandi agna mjög mikið. Hér er oft mjög vindasamt og við slíkar aðstæður berst mengun frá þessum skipum út um alla borg," segir Axel. Hann bendir á að skipin séu í gangi við hafnarbakkann og mengi því í lengri tíma. „Þetta eru hótel og þau þurfa því að keyra vélarnar í höfnum til að framleiða nauðsynlegt rafmagn. Þetta skapar því mikla hættu. Ef þessi skip væru uppi á landi myndu reglur ESB banna starfrækslu þeirra því þetta eru orkuver," segir Axel. Umhverfismál Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Sjá meira
Eitt skemmtiferðaskip mengar á við milljón bíla á einum sólarhring, eða á við um þrefaldan bílaflota landsins. Mælingar sýna að þegar skip er í höfn verða loftgæðin í Reykjavík verri en í miðborg erlendra stórborga. Stjórnvöld ættu að krefjast breytinga, segja náttúruverndasamtök. Náttúruverndarsamtök Íslands, með aðstöð þýsku samtakanna Nature and Biodiversity Union, hafa undanfarna daga mælt mengun frá skemmtiferðaskipum í Reykjavíkurhöfn. Flest skipin brenna svartolíu og hafa ekki komið fyrir hreinsibúnaði líkt og finna má í bílum. Þegar svartolían brennur myndast sótagnir sem dreifast með útblæstrinum og geta þær haft mjög skaðleg áhrif á heilsu manna og umhverfið. Mælingar á liðnum dögum sýna að magn þessara örsmáu agna í útblæstri skemmtiferðaskipa við Reykjavíkurhöfn er um 200 sinnum meira en eðlilegt má teljast. Til samanburðar verða loftgæðin verri en í miðbæ erlendra stórborga á borð við Peking á háannatíma. Efnafræðingur sem sá um mælingarnar var á meðal vísindamanna sem komu upp um svik bílframleiðenda, sem fegruðu tölur um útblástur díselbíla. Hann hvetur stjórnvöld til að grípa til aðgerða og hækka hafnargjöld á skip sem ekki hafa komið upp hreinsibúnaði. „Þessi félög skilja fjármál þegar þau þurfa að spara en ef þau þurfa að greiða hærri hafnargjöld munu viðbrögð þeirra vera hröð og þau breyta þá viðhorfinu. Við vitum að þessi tækni er á boðstólum og þeim ber að beita henni til að vernda heilsu fólksins og vernda umhverfi ykkar," segir Dr. Axel Friedrich, efnafræðingur. Hann segir mengunina ekki einskoraðist við hafnarsvæðin. „Við höfum gert mælingar langt frá hafnarsvæðum og samkvæmt þeim er magn mengandi agna mjög mikið. Hér er oft mjög vindasamt og við slíkar aðstæður berst mengun frá þessum skipum út um alla borg," segir Axel. Hann bendir á að skipin séu í gangi við hafnarbakkann og mengi því í lengri tíma. „Þetta eru hótel og þau þurfa því að keyra vélarnar í höfnum til að framleiða nauðsynlegt rafmagn. Þetta skapar því mikla hættu. Ef þessi skip væru uppi á landi myndu reglur ESB banna starfrækslu þeirra því þetta eru orkuver," segir Axel.
Umhverfismál Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Sjá meira