Traust á fjármálakerfinu og endurskoðun peningastefnu Lilja Alfreðsdóttir skrifar 30. ágúst 2017 07:00 Áskoranir íslenskrar hagstjórnar eru margvíslegar og hverfa ekki þótt vel ári. Það er erfitt að hafa áhrif á ýmsa þætti hagstjórnar hér á landi, til að mynda hversu smátt hagkerfið okkar er eða að útflutningurinn er að mestu byggður á náttúruauðlindum og því sveiflukenndari en ella. Hins vegar eru ákveðin verkefni sem stefnumótandi aðilar hafa á sínu valdi sem mikilvægt er að ráðast í til að styrkja umgjörð hagkerfisins og viðnámsþrótt þess. Annars vegar að efla traust á fjármálakerfinu og hins vegar endurskoðun peningastefnunnar. Til að stefnumótunin sé farsæl, þá þarf að tvinna þessa tvo þræði saman.Sameina þarf fjármálaeftirlit Um áratug fyrir hina alþjóðlegu fjármálakreppu var starfsemi fjármálaeftirlits og seðlabanka aðskilin í mörgum ríkjum, m.a. vegna þess að skynsamlegt þótti að aðskilja eftirlit með öryggi innstæðueigenda og fjármálastöðugleika. Bankaeftirlitið var aðskilið Seðlabanka Íslands árið 1999 og Fjármálaeftirlitið stofnað. Í fjármálakreppunni komu fram miklir vankantar á þessari útfærslu, þar sem heildarsýn á áhættuþætti fjármálakerfisins skorti hjá Seðlabankanum sem lánveitanda til þrautavara. Fram hafa komið sterk rök hjá sérfræðingum á þessu sviði í þá veru að bankaeftirlit eigi heima hjá seðlabönkum. Þróunin hefur verið sú hjá þeim ríkjum sem lentu í miklum erfiðleikum í fjármálakreppunni að þau hafa verið að veita seðlabönkum auknar heimildir á sviði þjóðhagsvarúðar og má nefna Holland og Írland. Sum ríki, líkt og Bretland, hafa sameinað eftirlit með fjárhagsstöðu lánastofnana á nýjan leik innan Englandsbanka. Það er brýnt að fara gaumgæfilega ofan í saumana á því hver ávinningurinn af sameinuðu fjármálaeftirliti á Íslandi sé.Skortir skýrt umboð Mikil umræða hefur lengi verið á Íslandi um gjaldmiðlamál og tilfinningalegt samband þjóðarinnar við krónuna er oft lævi blandið. Stundum mætti halda að hún væri upphaf og endir alls. Það er hins vegar ekki svo, því gjaldmiðillinn er fremur eins og hitamælir hagkerfisins. Ef hagstjórnin er styrk og framsýn, þá má draga úr sveiflum á gjaldeyrismarkaði. Það gefur augaleið að það er meiri áskorun í litlu opnu hagkerfi, en ef samspil peningastefnu og ríkisfjármála er rétt og regluverk á fjármálamarkaði skilvirkt, þá er hægt að ná árangri. Til að auka traust og trúverðugleika, þá þarf að halda áfram að styrkja umgjörð peningastefnunnar. Ráðist hefur verið í margar aðgerðir á undanförum misserum. Meðal annars að innleiða stýritæki til að tempra fjármagnsinnstreymi og breyta reglum um laust fé og gjaldeyrisjöfnuð bankanna. Hins vegar þarf að horfa til fleiri hagstjórnartækja en stýrivaxta ef árangur á að nást í peningastefnunni og fyrirbyggja þarf að kerfisáhætta byggist upp í fjármálakerfinu. Til auka líkurnar á því að markmið um efnahagslegan stöðugleika náist, þá verður að leggja meiri áherslu á að samtvinna framkvæmd peninga- og þjóðhagsvarúðarstefnu. Þetta er best gert með því að sameina fjármálaeftirlit á Íslandi til að hámarka styrk af kerfinu.Allt sem þarf er samvinna Stefnumótandi aðilar á Íslandi verða að skilja að þetta gerist í samvinnu Alþingis og lykilstofnana. Ef ekki er farið af stað í slíka vegferð með því hugarfari, þá skortir vegferðina umboð. Endurskoðun peningastefnunnar á að einblína á þessa þætti og bind ég miklar vonir við þá vinnu sem nú stendur yfir. Hins vegar er mjög bagalegt þegar forystumenn ríkisstjórnarinnar eru stöðugt að senda misvísandi skilaboð um umboð nefndarinnar og verkefni. Þetta verklag er ekki líklegt til að skila tilætluðum árangri og dregur úr trausti á getu stjórnvalda til að sigla í höfn þjóðfélagslega mikilvægum verkefnum.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Áskoranir íslenskrar hagstjórnar eru margvíslegar og hverfa ekki þótt vel ári. Það er erfitt að hafa áhrif á ýmsa þætti hagstjórnar hér á landi, til að mynda hversu smátt hagkerfið okkar er eða að útflutningurinn er að mestu byggður á náttúruauðlindum og því sveiflukenndari en ella. Hins vegar eru ákveðin verkefni sem stefnumótandi aðilar hafa á sínu valdi sem mikilvægt er að ráðast í til að styrkja umgjörð hagkerfisins og viðnámsþrótt þess. Annars vegar að efla traust á fjármálakerfinu og hins vegar endurskoðun peningastefnunnar. Til að stefnumótunin sé farsæl, þá þarf að tvinna þessa tvo þræði saman.Sameina þarf fjármálaeftirlit Um áratug fyrir hina alþjóðlegu fjármálakreppu var starfsemi fjármálaeftirlits og seðlabanka aðskilin í mörgum ríkjum, m.a. vegna þess að skynsamlegt þótti að aðskilja eftirlit með öryggi innstæðueigenda og fjármálastöðugleika. Bankaeftirlitið var aðskilið Seðlabanka Íslands árið 1999 og Fjármálaeftirlitið stofnað. Í fjármálakreppunni komu fram miklir vankantar á þessari útfærslu, þar sem heildarsýn á áhættuþætti fjármálakerfisins skorti hjá Seðlabankanum sem lánveitanda til þrautavara. Fram hafa komið sterk rök hjá sérfræðingum á þessu sviði í þá veru að bankaeftirlit eigi heima hjá seðlabönkum. Þróunin hefur verið sú hjá þeim ríkjum sem lentu í miklum erfiðleikum í fjármálakreppunni að þau hafa verið að veita seðlabönkum auknar heimildir á sviði þjóðhagsvarúðar og má nefna Holland og Írland. Sum ríki, líkt og Bretland, hafa sameinað eftirlit með fjárhagsstöðu lánastofnana á nýjan leik innan Englandsbanka. Það er brýnt að fara gaumgæfilega ofan í saumana á því hver ávinningurinn af sameinuðu fjármálaeftirliti á Íslandi sé.Skortir skýrt umboð Mikil umræða hefur lengi verið á Íslandi um gjaldmiðlamál og tilfinningalegt samband þjóðarinnar við krónuna er oft lævi blandið. Stundum mætti halda að hún væri upphaf og endir alls. Það er hins vegar ekki svo, því gjaldmiðillinn er fremur eins og hitamælir hagkerfisins. Ef hagstjórnin er styrk og framsýn, þá má draga úr sveiflum á gjaldeyrismarkaði. Það gefur augaleið að það er meiri áskorun í litlu opnu hagkerfi, en ef samspil peningastefnu og ríkisfjármála er rétt og regluverk á fjármálamarkaði skilvirkt, þá er hægt að ná árangri. Til að auka traust og trúverðugleika, þá þarf að halda áfram að styrkja umgjörð peningastefnunnar. Ráðist hefur verið í margar aðgerðir á undanförum misserum. Meðal annars að innleiða stýritæki til að tempra fjármagnsinnstreymi og breyta reglum um laust fé og gjaldeyrisjöfnuð bankanna. Hins vegar þarf að horfa til fleiri hagstjórnartækja en stýrivaxta ef árangur á að nást í peningastefnunni og fyrirbyggja þarf að kerfisáhætta byggist upp í fjármálakerfinu. Til auka líkurnar á því að markmið um efnahagslegan stöðugleika náist, þá verður að leggja meiri áherslu á að samtvinna framkvæmd peninga- og þjóðhagsvarúðarstefnu. Þetta er best gert með því að sameina fjármálaeftirlit á Íslandi til að hámarka styrk af kerfinu.Allt sem þarf er samvinna Stefnumótandi aðilar á Íslandi verða að skilja að þetta gerist í samvinnu Alþingis og lykilstofnana. Ef ekki er farið af stað í slíka vegferð með því hugarfari, þá skortir vegferðina umboð. Endurskoðun peningastefnunnar á að einblína á þessa þætti og bind ég miklar vonir við þá vinnu sem nú stendur yfir. Hins vegar er mjög bagalegt þegar forystumenn ríkisstjórnarinnar eru stöðugt að senda misvísandi skilaboð um umboð nefndarinnar og verkefni. Þetta verklag er ekki líklegt til að skila tilætluðum árangri og dregur úr trausti á getu stjórnvalda til að sigla í höfn þjóðfélagslega mikilvægum verkefnum.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun