61 látinn og 200 slasaðir í Mexíkó Jóhann K. Jóhannsson skrifar 9. september 2017 19:00 Minnst sextíu og einn er látinn eftir jarðskjálftann sem reið yfir Mexíkó í fyrrakvöld. Óttast er að tala látinna muni hækka umtalsvert en skjálftinn er sá stærsti í sögu landsins. Upptök skjálftans voru nærri héruðunum Oaxaca, Tabasco og Chiapas og var eyðileggingin gríðarleg. Skjálftinn fannst í meira en þúsund kílómetra fjarlægð frá upptökunum og sagði forseti landsins að fimmtíu milljón manns hefðu fundið fyrir honum. Björgunarstarf hófst þegar í stað og við matarmarkað sem hrundi í bænum Juchitan unnu björgunarsveitarmenn í kolniða myrkri þar sem ekkert rafmagn er á svæðinu. Á meðan horfði almenningur á í von um að einhverjir myndu finnast á lífi. „Öll ríkisstjórnin og fulltrúar hennar ásamt mér verða hér á staðnum. Við erum komin hingað til Oaxaca til að sýna íbúunum samstöðu. Mikilvægast af öllu er að þau viti að þau eru ekki ein,“ sagði Alejandro Murat, borgarstjóri Oaxaca við blaðamenn í dag. Skjálftinn mældist 8,2 að stærð og er öflugasti skjálfti sem hefur riðið yfir landið. Vel á fjórða hundrað eftirskjálfta mældust þrettán klukkustundum eftir skjálftann af stærðinni 4,3 til 5,7. Yfirvöld hafa gefið út að öllum sem lentu í skjálftanum verði komið til hjálpar en staðfest að 61 týndi lífi og fleiri en tvö hundruð slösuðust í hamförunum. Annars konar hamfarir ógna Mexíkóbúum einnig en fellibylurinn Katia gekk inn á austurströnd landsins í nótt með mikilli rigningu. Fellibylurinn náði mest öðru stigi en er kominn niður í fyrsta stig og kemur til með að breytast í hitabeltisstorm. Spáð er allt að 350 millimetra úrkomu og hefur verið varað við flóðahættu í norðanverðu landinu. Katia er þriðju og minnsti hitabeltisstormurinn sem geisað hefur á Karíbahafi síðustu daga. Tengdar fréttir Stærsti jarðskjálfti í manna minnum 8,2 stiga jarðskjálfti reið yfir Mexíkó. Skjálftinn er sagður sá stærsti í sögu landsins. Hann fannst í höfuðborginni, þúsund kílómetra frá upptökum hans. 9. september 2017 07:00 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Minnst sextíu og einn er látinn eftir jarðskjálftann sem reið yfir Mexíkó í fyrrakvöld. Óttast er að tala látinna muni hækka umtalsvert en skjálftinn er sá stærsti í sögu landsins. Upptök skjálftans voru nærri héruðunum Oaxaca, Tabasco og Chiapas og var eyðileggingin gríðarleg. Skjálftinn fannst í meira en þúsund kílómetra fjarlægð frá upptökunum og sagði forseti landsins að fimmtíu milljón manns hefðu fundið fyrir honum. Björgunarstarf hófst þegar í stað og við matarmarkað sem hrundi í bænum Juchitan unnu björgunarsveitarmenn í kolniða myrkri þar sem ekkert rafmagn er á svæðinu. Á meðan horfði almenningur á í von um að einhverjir myndu finnast á lífi. „Öll ríkisstjórnin og fulltrúar hennar ásamt mér verða hér á staðnum. Við erum komin hingað til Oaxaca til að sýna íbúunum samstöðu. Mikilvægast af öllu er að þau viti að þau eru ekki ein,“ sagði Alejandro Murat, borgarstjóri Oaxaca við blaðamenn í dag. Skjálftinn mældist 8,2 að stærð og er öflugasti skjálfti sem hefur riðið yfir landið. Vel á fjórða hundrað eftirskjálfta mældust þrettán klukkustundum eftir skjálftann af stærðinni 4,3 til 5,7. Yfirvöld hafa gefið út að öllum sem lentu í skjálftanum verði komið til hjálpar en staðfest að 61 týndi lífi og fleiri en tvö hundruð slösuðust í hamförunum. Annars konar hamfarir ógna Mexíkóbúum einnig en fellibylurinn Katia gekk inn á austurströnd landsins í nótt með mikilli rigningu. Fellibylurinn náði mest öðru stigi en er kominn niður í fyrsta stig og kemur til með að breytast í hitabeltisstorm. Spáð er allt að 350 millimetra úrkomu og hefur verið varað við flóðahættu í norðanverðu landinu. Katia er þriðju og minnsti hitabeltisstormurinn sem geisað hefur á Karíbahafi síðustu daga.
Tengdar fréttir Stærsti jarðskjálfti í manna minnum 8,2 stiga jarðskjálfti reið yfir Mexíkó. Skjálftinn er sagður sá stærsti í sögu landsins. Hann fannst í höfuðborginni, þúsund kílómetra frá upptökum hans. 9. september 2017 07:00 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Stærsti jarðskjálfti í manna minnum 8,2 stiga jarðskjálfti reið yfir Mexíkó. Skjálftinn er sagður sá stærsti í sögu landsins. Hann fannst í höfuðborginni, þúsund kílómetra frá upptökum hans. 9. september 2017 07:00