61 látinn og 200 slasaðir í Mexíkó Jóhann K. Jóhannsson skrifar 9. september 2017 19:00 Minnst sextíu og einn er látinn eftir jarðskjálftann sem reið yfir Mexíkó í fyrrakvöld. Óttast er að tala látinna muni hækka umtalsvert en skjálftinn er sá stærsti í sögu landsins. Upptök skjálftans voru nærri héruðunum Oaxaca, Tabasco og Chiapas og var eyðileggingin gríðarleg. Skjálftinn fannst í meira en þúsund kílómetra fjarlægð frá upptökunum og sagði forseti landsins að fimmtíu milljón manns hefðu fundið fyrir honum. Björgunarstarf hófst þegar í stað og við matarmarkað sem hrundi í bænum Juchitan unnu björgunarsveitarmenn í kolniða myrkri þar sem ekkert rafmagn er á svæðinu. Á meðan horfði almenningur á í von um að einhverjir myndu finnast á lífi. „Öll ríkisstjórnin og fulltrúar hennar ásamt mér verða hér á staðnum. Við erum komin hingað til Oaxaca til að sýna íbúunum samstöðu. Mikilvægast af öllu er að þau viti að þau eru ekki ein,“ sagði Alejandro Murat, borgarstjóri Oaxaca við blaðamenn í dag. Skjálftinn mældist 8,2 að stærð og er öflugasti skjálfti sem hefur riðið yfir landið. Vel á fjórða hundrað eftirskjálfta mældust þrettán klukkustundum eftir skjálftann af stærðinni 4,3 til 5,7. Yfirvöld hafa gefið út að öllum sem lentu í skjálftanum verði komið til hjálpar en staðfest að 61 týndi lífi og fleiri en tvö hundruð slösuðust í hamförunum. Annars konar hamfarir ógna Mexíkóbúum einnig en fellibylurinn Katia gekk inn á austurströnd landsins í nótt með mikilli rigningu. Fellibylurinn náði mest öðru stigi en er kominn niður í fyrsta stig og kemur til með að breytast í hitabeltisstorm. Spáð er allt að 350 millimetra úrkomu og hefur verið varað við flóðahættu í norðanverðu landinu. Katia er þriðju og minnsti hitabeltisstormurinn sem geisað hefur á Karíbahafi síðustu daga. Tengdar fréttir Stærsti jarðskjálfti í manna minnum 8,2 stiga jarðskjálfti reið yfir Mexíkó. Skjálftinn er sagður sá stærsti í sögu landsins. Hann fannst í höfuðborginni, þúsund kílómetra frá upptökum hans. 9. september 2017 07:00 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
Minnst sextíu og einn er látinn eftir jarðskjálftann sem reið yfir Mexíkó í fyrrakvöld. Óttast er að tala látinna muni hækka umtalsvert en skjálftinn er sá stærsti í sögu landsins. Upptök skjálftans voru nærri héruðunum Oaxaca, Tabasco og Chiapas og var eyðileggingin gríðarleg. Skjálftinn fannst í meira en þúsund kílómetra fjarlægð frá upptökunum og sagði forseti landsins að fimmtíu milljón manns hefðu fundið fyrir honum. Björgunarstarf hófst þegar í stað og við matarmarkað sem hrundi í bænum Juchitan unnu björgunarsveitarmenn í kolniða myrkri þar sem ekkert rafmagn er á svæðinu. Á meðan horfði almenningur á í von um að einhverjir myndu finnast á lífi. „Öll ríkisstjórnin og fulltrúar hennar ásamt mér verða hér á staðnum. Við erum komin hingað til Oaxaca til að sýna íbúunum samstöðu. Mikilvægast af öllu er að þau viti að þau eru ekki ein,“ sagði Alejandro Murat, borgarstjóri Oaxaca við blaðamenn í dag. Skjálftinn mældist 8,2 að stærð og er öflugasti skjálfti sem hefur riðið yfir landið. Vel á fjórða hundrað eftirskjálfta mældust þrettán klukkustundum eftir skjálftann af stærðinni 4,3 til 5,7. Yfirvöld hafa gefið út að öllum sem lentu í skjálftanum verði komið til hjálpar en staðfest að 61 týndi lífi og fleiri en tvö hundruð slösuðust í hamförunum. Annars konar hamfarir ógna Mexíkóbúum einnig en fellibylurinn Katia gekk inn á austurströnd landsins í nótt með mikilli rigningu. Fellibylurinn náði mest öðru stigi en er kominn niður í fyrsta stig og kemur til með að breytast í hitabeltisstorm. Spáð er allt að 350 millimetra úrkomu og hefur verið varað við flóðahættu í norðanverðu landinu. Katia er þriðju og minnsti hitabeltisstormurinn sem geisað hefur á Karíbahafi síðustu daga.
Tengdar fréttir Stærsti jarðskjálfti í manna minnum 8,2 stiga jarðskjálfti reið yfir Mexíkó. Skjálftinn er sagður sá stærsti í sögu landsins. Hann fannst í höfuðborginni, þúsund kílómetra frá upptökum hans. 9. september 2017 07:00 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
Stærsti jarðskjálfti í manna minnum 8,2 stiga jarðskjálfti reið yfir Mexíkó. Skjálftinn er sagður sá stærsti í sögu landsins. Hann fannst í höfuðborginni, þúsund kílómetra frá upptökum hans. 9. september 2017 07:00