Hverfum mismunað í opnunartíma lauga Sigurður Mikael Jónsson skrifar 9. september 2017 06:00 Árbæjarlaug fær ekki lengri opnunartíma. vísir/teitur Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í gær að lengja opnunartíma Vesturbæjarlaugar og Breiðholtslaugar á föstudögum og um helgar í vetur. Áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina furðar sig á því að íbúar í Grafarvogi og Árbæ séu skildir út undan. Samkvæmt ákvörðun ráðsins verður Vesturbæjarlaug nú opin frá 06.30 til 22.00 alla virka daga og frá 09.00 til 22.00 um helgar. Ríflega 3.200 manns höfðu skrifað undir áskorun leikarans Stefáns Karls Stefánssonar til ráðsins um að halda sumaropnunartíma laugarinnar óbreyttum yfir vetrartímann. Við því var orðið og sami opnunartími samþykktur fyrir Breiðholtslaug sömuleiðis. Trausti Harðarson, áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina í ráðinu, mótmælti í bókun harðlega að íbúar Grafarvogs og Árbæjar yrðu skildir út undan. Þeim laugum verður lokað klukkan 20 á föstudögum og 18 um helgar í vetur. „Algjörlega óskiljanlegt er að mismunun sé hér höfð milli íbúa borgarinnar og það ekki haft eins rúmt fyrir opnunartíma sundlauga í þessum stóru fjölskyldu- og barnahverfum borgarinnar sem Grafarvogur og Árbær eru,“ segir Trausti. Þórgnýr Thoroddsen, formaður ráðsins, segir í samtali við Fréttablaðið að með þessu sé verið að svara eftirspurn. Aðsókn að Vesturbæjar- og Breiðholtslaugum hafi aukist verulega með lengri opnunartíma í sumar en sömu aukningu hafi ekki mátt greina í öðrum laugum. „Hún jókst lítillega en ekki eins mikið. Með því að lengja opnunartíma þar værum við ekki að svara eftirspurn. En það er ekkert sem útilokar að það verði prufað síðar. Eins og staðan er í dag eru þessar tvær laugar í forgangi og svo má geta þess að þegar Sundhöll Reykjavíkur verður opnuð verður hún sömuleiðis opin til tíu alla daga.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Sundlaugar Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Sjá meira
Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í gær að lengja opnunartíma Vesturbæjarlaugar og Breiðholtslaugar á föstudögum og um helgar í vetur. Áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina furðar sig á því að íbúar í Grafarvogi og Árbæ séu skildir út undan. Samkvæmt ákvörðun ráðsins verður Vesturbæjarlaug nú opin frá 06.30 til 22.00 alla virka daga og frá 09.00 til 22.00 um helgar. Ríflega 3.200 manns höfðu skrifað undir áskorun leikarans Stefáns Karls Stefánssonar til ráðsins um að halda sumaropnunartíma laugarinnar óbreyttum yfir vetrartímann. Við því var orðið og sami opnunartími samþykktur fyrir Breiðholtslaug sömuleiðis. Trausti Harðarson, áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina í ráðinu, mótmælti í bókun harðlega að íbúar Grafarvogs og Árbæjar yrðu skildir út undan. Þeim laugum verður lokað klukkan 20 á föstudögum og 18 um helgar í vetur. „Algjörlega óskiljanlegt er að mismunun sé hér höfð milli íbúa borgarinnar og það ekki haft eins rúmt fyrir opnunartíma sundlauga í þessum stóru fjölskyldu- og barnahverfum borgarinnar sem Grafarvogur og Árbær eru,“ segir Trausti. Þórgnýr Thoroddsen, formaður ráðsins, segir í samtali við Fréttablaðið að með þessu sé verið að svara eftirspurn. Aðsókn að Vesturbæjar- og Breiðholtslaugum hafi aukist verulega með lengri opnunartíma í sumar en sömu aukningu hafi ekki mátt greina í öðrum laugum. „Hún jókst lítillega en ekki eins mikið. Með því að lengja opnunartíma þar værum við ekki að svara eftirspurn. En það er ekkert sem útilokar að það verði prufað síðar. Eins og staðan er í dag eru þessar tvær laugar í forgangi og svo má geta þess að þegar Sundhöll Reykjavíkur verður opnuð verður hún sömuleiðis opin til tíu alla daga.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Sundlaugar Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Sjá meira