Silkiklæddir kúrekar hjá Calvin Klein Ritstjórn skrifar 8. september 2017 09:30 Glamour/Getty Sýning Calvin Klein á tískuvikunni í New York var í gærkvöldi, þar sem Raf Simons, listrænn stjórnandi tískuhússins, stjórnaði för. Þemað var Ameríka, og var innblásturinn fenginn frá kúrekum, Andy Warhol, klappstýrum og hryllingsmyndum. Að horfa á sýninguna var eins og að vera staddur á listasýningu, þar sem verk Andy Warhol voru prentuð á ýmsar flíkur, frá bolum og upp í kjóla. Simons hélt áfram að vinna með plast eins og hann gerði fyrir vetrarlínu sína, en plastklæddir kjólar tóku nú við af kápunum. Hönnuðir í dag eru farnir að sameina karla-og kvenfatalínur sínar, og var oft ekki mikill munur á flíkunum. Kúrekaskyrtur og buxur voru úr glansandi fallegu silki í þetta skiptið, og er augljóst að sett hefur verið nýtt trend hér með. Þessar skyrtur eru komnar á óskalistann. Vísunin í klappstýrur kom fram í miklu og síðu kögri á kjólum og virðist eins og hönnuðir ætla að færa sig úr fjaðraþema vetursins og yfir í kögrið fyrir sumarið. Mest lesið Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Moschino klæddu fyrirsætur sínar í rusl Glamour Brúðarkjólalína Topshop lítur dagsins ljós Glamour Gleymdu svarta litnum, hvítur er að taka yfir Glamour Hadid og Hutton saman á tískupallinum Glamour Inga leiðir byltingu í tískuheiminum Glamour Ísland í aðalhlutverki í jólalínu Ikea Glamour Flip flop skór með hæl Glamour Renée Zellweger í hlutverki Judy Garland Glamour Rita Ora tekur við af Tyra Banks í America's Next Top Model Glamour
Sýning Calvin Klein á tískuvikunni í New York var í gærkvöldi, þar sem Raf Simons, listrænn stjórnandi tískuhússins, stjórnaði för. Þemað var Ameríka, og var innblásturinn fenginn frá kúrekum, Andy Warhol, klappstýrum og hryllingsmyndum. Að horfa á sýninguna var eins og að vera staddur á listasýningu, þar sem verk Andy Warhol voru prentuð á ýmsar flíkur, frá bolum og upp í kjóla. Simons hélt áfram að vinna með plast eins og hann gerði fyrir vetrarlínu sína, en plastklæddir kjólar tóku nú við af kápunum. Hönnuðir í dag eru farnir að sameina karla-og kvenfatalínur sínar, og var oft ekki mikill munur á flíkunum. Kúrekaskyrtur og buxur voru úr glansandi fallegu silki í þetta skiptið, og er augljóst að sett hefur verið nýtt trend hér með. Þessar skyrtur eru komnar á óskalistann. Vísunin í klappstýrur kom fram í miklu og síðu kögri á kjólum og virðist eins og hönnuðir ætla að færa sig úr fjaðraþema vetursins og yfir í kögrið fyrir sumarið.
Mest lesið Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Moschino klæddu fyrirsætur sínar í rusl Glamour Brúðarkjólalína Topshop lítur dagsins ljós Glamour Gleymdu svarta litnum, hvítur er að taka yfir Glamour Hadid og Hutton saman á tískupallinum Glamour Inga leiðir byltingu í tískuheiminum Glamour Ísland í aðalhlutverki í jólalínu Ikea Glamour Flip flop skór með hæl Glamour Renée Zellweger í hlutverki Judy Garland Glamour Rita Ora tekur við af Tyra Banks í America's Next Top Model Glamour