Tom Ford er kominn aftur Ritstjórn skrifar 7. september 2017 10:00 Glamour/Getty Allt í lagi, Tom Ford fór kannski aldrei neitt, en sýning hans í gær sannaði það að hann sé farinn aftur í það sem hann er þekktur fyrir. Tíundi áratugurinn, glamúr og axlapúðar eru orðin sem einkenndu gærkvöldið. Í gærkvöldi sýndi Tom Ford vor- og sumarlínu sína 2018 á tískuvikunni í New York og hlaut mikið lof fyrir. Kvenfatnaður er aðeins 30 prósent af hagnaði fyrirtækisins, þar sem ilmir, snyrtivörur og karlafötin eru hin 70 prósentin. Tom Ford er þekktur fyrir glæsileg og fullkomnlega sniðin jakkaföt á karlmenn, og þykja þau svo vel sniðin að margar konur hafa farið til hans og látið sérsauma á sig. Þess þarf ekki lengur, því stór hluti af sýningu hans í gær voru dragtir fyrir konur, í alls konar litum. Stakir jakkar með axlapúðum voru mjög áberandi, og var bleiki velúr-jakkinn okkar uppáhalds. Stjörnurnar létu sig ekki vanta á sýninguna, en Kim Kardashian mætti í svörtum plastkjól með gráar strípur. Gigi Hadid gekk niður tískupallinn í bleikum síðum kjól, og Cindy Crawford mætti í silfurlituðum pallíettukjól. Mest lesið Flip flop skór með hæl Glamour Eitt það besta við Óskarinn Glamour 3 hlutir sem við vitum um brúðkaup Meghan og Harry Glamour Tískuheimurinn titrar vegna ásakana á hendur stjörnuljósmyndara Glamour Sakar Saint Laurent um að herma eftir Kanye West Glamour Lady Gaga kemur fram í stað Beyonce á Coachella Glamour Topp 10 snyrtivörur febrúarmánaðar Glamour Hvað stóð upp úr árið 2017? Glamour Nýjasta auglýsing Ikea er líka óléttupróf Glamour Hætt saman eftir 10 ára samband Glamour
Allt í lagi, Tom Ford fór kannski aldrei neitt, en sýning hans í gær sannaði það að hann sé farinn aftur í það sem hann er þekktur fyrir. Tíundi áratugurinn, glamúr og axlapúðar eru orðin sem einkenndu gærkvöldið. Í gærkvöldi sýndi Tom Ford vor- og sumarlínu sína 2018 á tískuvikunni í New York og hlaut mikið lof fyrir. Kvenfatnaður er aðeins 30 prósent af hagnaði fyrirtækisins, þar sem ilmir, snyrtivörur og karlafötin eru hin 70 prósentin. Tom Ford er þekktur fyrir glæsileg og fullkomnlega sniðin jakkaföt á karlmenn, og þykja þau svo vel sniðin að margar konur hafa farið til hans og látið sérsauma á sig. Þess þarf ekki lengur, því stór hluti af sýningu hans í gær voru dragtir fyrir konur, í alls konar litum. Stakir jakkar með axlapúðum voru mjög áberandi, og var bleiki velúr-jakkinn okkar uppáhalds. Stjörnurnar létu sig ekki vanta á sýninguna, en Kim Kardashian mætti í svörtum plastkjól með gráar strípur. Gigi Hadid gekk niður tískupallinn í bleikum síðum kjól, og Cindy Crawford mætti í silfurlituðum pallíettukjól.
Mest lesið Flip flop skór með hæl Glamour Eitt það besta við Óskarinn Glamour 3 hlutir sem við vitum um brúðkaup Meghan og Harry Glamour Tískuheimurinn titrar vegna ásakana á hendur stjörnuljósmyndara Glamour Sakar Saint Laurent um að herma eftir Kanye West Glamour Lady Gaga kemur fram í stað Beyonce á Coachella Glamour Topp 10 snyrtivörur febrúarmánaðar Glamour Hvað stóð upp úr árið 2017? Glamour Nýjasta auglýsing Ikea er líka óléttupróf Glamour Hætt saman eftir 10 ára samband Glamour