Irma veldur tjóni í Karíbahafi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. september 2017 06:00 Fimmta stigs fellibylurinn Irma sést hér á miðri mynd. Hægra megin má sjá hitabeltisstorminn Jose elta Irmu. vísir/epa Fimmta stigs fellibylurinn Irma eyðilagði í gær fjölda bygginga á frönskum eyjum í Karíbahafi. Mikil flóð fylgdu jafnframt ofsaveðrinu. Meðalvindhraði fellibylsins var í gær nærri 83 metrar á sekúndu. Irma er öflugasti Atlantshafsstormur undanfarins áratugar og skall bylurinn á Antígva og Barbúda í gærmorgun áður en hann stefndi til eyjanna Saint Martin og Saint Barthélemy, þaðan hélt Irma yfir Jómfrúaeyjar og meðfram norðurströnd Púertó Ríkó. Spár gera ráð fyrir að Irma fari meðfram norðurströnd Hispanjólu í dag. Minnst tveir létust, og aðrir tveir eru alvarlega slasaðir, á eyjunum St. Bart og St. Martin, en þær tilheyra Frakklandi. Í yfirlýsingu frá frönskum stjórnvöldum kom einnig fram að fjögur sterkbyggðustu húsin á Saint Martin hefðu hrunið, allt rafmagn farið af, slökkviliðsstöðin væri óstarfhæf og þök hefðu fokið af húsum. Franska ríkisstjórnin sendi neyðarsveitir sínar til eyjanna til að aðstoða fólk í neyð. Gaston Browne, forsætisráðherra Antígva og Barbúda, tilkynnti um það í gær að guð hefði vakað yfir íbúum á Antígva í gær. „Spár gerðu ráð fyrir gríðarlegum hamförum á Antígva, að innviðir myndu hrynja, fólk myndi deyja og miklu áfalli fyrir hagkerfið. Í birtingu sjáum við að þetta stóðst ekki. Enginn hefur látist á Antígvu, allir lifðu af. Jafnvel dýrin okkar stóðu af sér storminn,“ segir í tilkynningunni. „Þegar kemur að Barbúda virðist sem svo að nokkur skaði hafi orðið á byggingum en ég hef ekkert heyrt af mannfalli. Það varð Barbúda til góðs að eyjarskeggjar voru vel undirbúnir, rétt eins og á Antígva,“ segir enn fremur í tilkynningu Brownes. Samkvæmt BBC er hins vegar óljóst hvert ástandið sé á Barbúda. „Við vitum eiginlega ekkert hvað er að gerast,“ sagði antígski blaðamaðurinn Gemma Handy við BBC. Eins og áður segir mun Irma að öllum líkindum fara með fram norðurströnd Hispanjólu í dag. Samkvæmt spá bandarísku fellibyljastofnunarinnar NHC mun miðja Irmu ganga yfir austurhluta Kúbu á föstudag og að öllum líkindum á land á suðurodda Flórída-ríkis Bandaríkjanna á sunnudag. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir neyðarástandi í Flórída, Púertó Ríkó og á Bandarísku Jómfrúaeyjum vegna Irmu og var íbúum Key West, eyju við suðurodda Flórída, gert að yfirgefa hana snemma í gær. „Fylgist náið með fellibylnum. Liðið mitt, sem hefur unnið og er að vinna gott starf í Texas, er nú þegar komið til Flórída. Það er enginn tími fyrir hvíld!“ skrifaði forsetinn á Twitter í gær. Vísaði hann þar til þess að fellibylurinn Harvey gekk á land í Texas og fór þaðan til Louisiana um mánaðamótin. Olli Harvey gríðarlegu tjóni og kostaði tugi mannslífa. Mögulega mun þriðji fellibylurinn hrella íbúa Norður-Ameríku á næstunni en hitabeltisstormurinn Jose fylgir fast á hæla Irmu. NHC spáir því að Jose muni breytast í fellibyl. Viðvaranir hafa ekki verið gefnar út vegna Jose en NHC hefur beint þeim tilmælum til íbúa Leeward-eyja að vera vel á varðbergi. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kjöraðstæður fyrir fellibylji Með hlýnandi loftslagi munu fellibylir verða stærri og kröftugri. 6. september 2017 17:15 Irma öflugasti fellibylurinn sem mælst hefur á Atlantshafi Varað við því að Irma geti valdið gríðarlega mikilli eyðileggingu en um 5. stigs fellibyl er að ræða. Ekki er til 6. stig af fellibyl. 6. september 2017 08:49 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Fimmta stigs fellibylurinn Irma eyðilagði í gær fjölda bygginga á frönskum eyjum í Karíbahafi. Mikil flóð fylgdu jafnframt ofsaveðrinu. Meðalvindhraði fellibylsins var í gær nærri 83 metrar á sekúndu. Irma er öflugasti Atlantshafsstormur undanfarins áratugar og skall bylurinn á Antígva og Barbúda í gærmorgun áður en hann stefndi til eyjanna Saint Martin og Saint Barthélemy, þaðan hélt Irma yfir Jómfrúaeyjar og meðfram norðurströnd Púertó Ríkó. Spár gera ráð fyrir að Irma fari meðfram norðurströnd Hispanjólu í dag. Minnst tveir létust, og aðrir tveir eru alvarlega slasaðir, á eyjunum St. Bart og St. Martin, en þær tilheyra Frakklandi. Í yfirlýsingu frá frönskum stjórnvöldum kom einnig fram að fjögur sterkbyggðustu húsin á Saint Martin hefðu hrunið, allt rafmagn farið af, slökkviliðsstöðin væri óstarfhæf og þök hefðu fokið af húsum. Franska ríkisstjórnin sendi neyðarsveitir sínar til eyjanna til að aðstoða fólk í neyð. Gaston Browne, forsætisráðherra Antígva og Barbúda, tilkynnti um það í gær að guð hefði vakað yfir íbúum á Antígva í gær. „Spár gerðu ráð fyrir gríðarlegum hamförum á Antígva, að innviðir myndu hrynja, fólk myndi deyja og miklu áfalli fyrir hagkerfið. Í birtingu sjáum við að þetta stóðst ekki. Enginn hefur látist á Antígvu, allir lifðu af. Jafnvel dýrin okkar stóðu af sér storminn,“ segir í tilkynningunni. „Þegar kemur að Barbúda virðist sem svo að nokkur skaði hafi orðið á byggingum en ég hef ekkert heyrt af mannfalli. Það varð Barbúda til góðs að eyjarskeggjar voru vel undirbúnir, rétt eins og á Antígva,“ segir enn fremur í tilkynningu Brownes. Samkvæmt BBC er hins vegar óljóst hvert ástandið sé á Barbúda. „Við vitum eiginlega ekkert hvað er að gerast,“ sagði antígski blaðamaðurinn Gemma Handy við BBC. Eins og áður segir mun Irma að öllum líkindum fara með fram norðurströnd Hispanjólu í dag. Samkvæmt spá bandarísku fellibyljastofnunarinnar NHC mun miðja Irmu ganga yfir austurhluta Kúbu á föstudag og að öllum líkindum á land á suðurodda Flórída-ríkis Bandaríkjanna á sunnudag. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir neyðarástandi í Flórída, Púertó Ríkó og á Bandarísku Jómfrúaeyjum vegna Irmu og var íbúum Key West, eyju við suðurodda Flórída, gert að yfirgefa hana snemma í gær. „Fylgist náið með fellibylnum. Liðið mitt, sem hefur unnið og er að vinna gott starf í Texas, er nú þegar komið til Flórída. Það er enginn tími fyrir hvíld!“ skrifaði forsetinn á Twitter í gær. Vísaði hann þar til þess að fellibylurinn Harvey gekk á land í Texas og fór þaðan til Louisiana um mánaðamótin. Olli Harvey gríðarlegu tjóni og kostaði tugi mannslífa. Mögulega mun þriðji fellibylurinn hrella íbúa Norður-Ameríku á næstunni en hitabeltisstormurinn Jose fylgir fast á hæla Irmu. NHC spáir því að Jose muni breytast í fellibyl. Viðvaranir hafa ekki verið gefnar út vegna Jose en NHC hefur beint þeim tilmælum til íbúa Leeward-eyja að vera vel á varðbergi.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kjöraðstæður fyrir fellibylji Með hlýnandi loftslagi munu fellibylir verða stærri og kröftugri. 6. september 2017 17:15 Irma öflugasti fellibylurinn sem mælst hefur á Atlantshafi Varað við því að Irma geti valdið gríðarlega mikilli eyðileggingu en um 5. stigs fellibyl er að ræða. Ekki er til 6. stig af fellibyl. 6. september 2017 08:49 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Kjöraðstæður fyrir fellibylji Með hlýnandi loftslagi munu fellibylir verða stærri og kröftugri. 6. september 2017 17:15
Irma öflugasti fellibylurinn sem mælst hefur á Atlantshafi Varað við því að Irma geti valdið gríðarlega mikilli eyðileggingu en um 5. stigs fellibyl er að ræða. Ekki er til 6. stig af fellibyl. 6. september 2017 08:49