Forstjóri Regins undrandi og óskaði eftir skýringum frá H&M Haraldur Guðmundsson skrifar 7. september 2017 06:00 Opna á þriðju verslun H&M hér á land á Hafnartorgi þegar framkvæmdum þar verður lokið um mitt næsta ár. vísir/ernir Stjórnendur Regins óskuðu í vikunni eftir staðfestingu forsvarsmanna H&M um að enn standi til að opna þriðju verslun sænska fatarisans hér á landi á Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur. Forstjóri fasteignafélagsins segir orð forstjóra H&M Group í síðustu viku, um að ekki sé fullvíst að verslunin verði opnuð þar, hafa komið á óvart og vísar í leigusamning sem undirritaður var í júlí í fyrra.Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins.vísir/gva„Það er búið að skrifa undir tvo samninga um þessa leigufermetra sem við kynntum og þeir eru enn í gildi. Það er verið að byggja þessi hús og sérinnrétta fyrir H&M og samskipti oft í viku við hönnunarteymi þeirra og þetta er á fleygiferð,“ segir Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins. Karl-Johan Persson, forstjóri H&M Group, sagði í samtali við Viðskiptablaðið síðasta fimmtudag að opnun verslunar sænska fatarisans á Hafnartorgi muni ráðast af gengi H&M í Smáralind og Kringlunni. Búið væri að taka ákvörðun um að opna þær tvær en sú þriðja væri í vinnslu, eins og Persson orðaði það. Helgi vill ekki tjá sig frekar um málið að öðru leyti en að staðfesta að hann hafi óskað skýringa hjá H&M. Aftur á móti hafi hvorki Reginn né H&M farið fram á leiðréttingu á því sem haft var eftir Persson í viðtalinu. Reginn keypti um 8.600 fermetra verslunar- og veitingarými á Hafnartorgsreitnum sem nú er í byggingu. Verklok eru áætluð um mitt næsta ár. Fasteignafélagið og dótturfélag þess, Eignarhaldsfélagið Smáralind, undirrituðu 8. júlí í fyrra leigusamninga við H&M um opnun verslana í Smáralind og á Hafnartorgi. Ljóst er að opnun H&M á torginu er mikilvægur hlekkur í uppbyggingu þess en líkt og Fréttablaðið greindi frá í síðasta mánuði hafa stjórnendur Regins átt í viðræðum við marga aðra mögulega leigutaka og þar á meðal dönsku húsgagna- og búsáhaldaverslunina Illums Bolighus. „Auðvitað er þetta stórt svæði en þetta er minni verslun en flaggskipið í Smáralind en stærri en verslun þeirra í Kringlunni,“ svarar Helgi aðspurður hvort stjórnendur Regins líti ekki svo á að H&M sé kjölfestuleigjandi á Hafnartorginu. Birtist í Fréttablaðinu H&M Mest lesið Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira
Stjórnendur Regins óskuðu í vikunni eftir staðfestingu forsvarsmanna H&M um að enn standi til að opna þriðju verslun sænska fatarisans hér á landi á Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur. Forstjóri fasteignafélagsins segir orð forstjóra H&M Group í síðustu viku, um að ekki sé fullvíst að verslunin verði opnuð þar, hafa komið á óvart og vísar í leigusamning sem undirritaður var í júlí í fyrra.Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins.vísir/gva„Það er búið að skrifa undir tvo samninga um þessa leigufermetra sem við kynntum og þeir eru enn í gildi. Það er verið að byggja þessi hús og sérinnrétta fyrir H&M og samskipti oft í viku við hönnunarteymi þeirra og þetta er á fleygiferð,“ segir Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins. Karl-Johan Persson, forstjóri H&M Group, sagði í samtali við Viðskiptablaðið síðasta fimmtudag að opnun verslunar sænska fatarisans á Hafnartorgi muni ráðast af gengi H&M í Smáralind og Kringlunni. Búið væri að taka ákvörðun um að opna þær tvær en sú þriðja væri í vinnslu, eins og Persson orðaði það. Helgi vill ekki tjá sig frekar um málið að öðru leyti en að staðfesta að hann hafi óskað skýringa hjá H&M. Aftur á móti hafi hvorki Reginn né H&M farið fram á leiðréttingu á því sem haft var eftir Persson í viðtalinu. Reginn keypti um 8.600 fermetra verslunar- og veitingarými á Hafnartorgsreitnum sem nú er í byggingu. Verklok eru áætluð um mitt næsta ár. Fasteignafélagið og dótturfélag þess, Eignarhaldsfélagið Smáralind, undirrituðu 8. júlí í fyrra leigusamninga við H&M um opnun verslana í Smáralind og á Hafnartorgi. Ljóst er að opnun H&M á torginu er mikilvægur hlekkur í uppbyggingu þess en líkt og Fréttablaðið greindi frá í síðasta mánuði hafa stjórnendur Regins átt í viðræðum við marga aðra mögulega leigutaka og þar á meðal dönsku húsgagna- og búsáhaldaverslunina Illums Bolighus. „Auðvitað er þetta stórt svæði en þetta er minni verslun en flaggskipið í Smáralind en stærri en verslun þeirra í Kringlunni,“ svarar Helgi aðspurður hvort stjórnendur Regins líti ekki svo á að H&M sé kjölfestuleigjandi á Hafnartorginu.
Birtist í Fréttablaðinu H&M Mest lesið Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira