Erlent

Obama gagnrýnir Trump harðlega fyrir afnám DACA-áætluninnar

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Barack Obama kom DACA-áætluninni á árið 2012.
Barack Obama kom DACA-áætluninni á árið 2012. Vísir/Getty
Obama gagnrýnir Trump harðlega fyrir að afnema vernd fyrir innflytjendur sem voru flutt sem börn til Bandaríkjanna. Hvetur hann Bandaríkjaþing jafnframt til að koma í veg fyrir að ákvörðun Trump verði framfylgt. Þetta kemur fram í innleggi á Facebook síðu fyrrum forsetans.

Eins og greint var frá fyrr í dag tilkynnti Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna að ríkisstjórn Donalds Trump ætlaði að fella úr gildi vernd sem fólk sem var flutt ólöglega til Bandaríkjanna sem börn hafa notið. 

Trump varði ákvörðun sína í dag og sagði að bandarískar verkamannafjölskyldur þyrftu að vera í forgangi.

Um 800.000 manns hafa fengið atvinnuleyfi í Bandaríkjunum til tveggja ára í senn samkvæmt DACA-áætluninni sem Barack Obama kom til framkvæmda með forsetatilskipun árið 2012.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×