Ívar Ásgrímsson, þjálfari kvennalandsliðsins í körfubolta og karlaliðs Hauka, telur að leikur Íslands á EM í körfubolta hafi verið kaflaskiptur til þessa á EM í körfubolta.
„Það koma kaflar sem eru mjög góðir en slæmu kaflarnir í þriðja leikhluta hafa verið okkur dýrir. Við erum að keppa á móti gríðarlega sterkum liðum. Nú erum við að keppa á móti Slóvenum þar sem meðalhæðin er 199,7 og við eigum kannski 2 menn sem ná þvi. Þetta er gríðarlega erfitt verkefni. Mér finnst það stórkostlegur árangur að vera hér og við eigum að gleðjast með það.“
„Menn eru oft fljótir að byrja að gagnrýna þegar eitthvað vantar uppá. Íslensku áhorfendurnir hafa verið að styðja vel við liðið og það er það sem gildir. Fyrri hálfleikurinn á móti Frökkum var frábær og þá sá maður stemninguna og gleðina hjá stuðningsmönnunum. Svo kom í ljós hvað Frakkar eru með sterka leikmenn. Þeir sem komu inna eru lykilmenn í mörgum stærstu liðum Evrópu. Þetta verður erfiður leikur á eftir. Slóvenarnir eru með tvo stórkostlega leikmenn“, segir Ívar Ásgrímsson.
Ísland mætir Slóveníu klukkan 10.45 en viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Ívar: Menn fljótir að gagnrýna
Arnar Björnsson skrifar
Mest lesið



„Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“
Íslenski boltinn


Dæmd í bann fyrir að klípa í klof
Fótbolti


Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik
Enski boltinn



Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
