Kristófer: Reyni að koma með orku og sprengja þetta aðeins upp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2017 08:00 Kristófer Acox. Vísir/Ernir Kristófer Acox sýndi á sér tvær hliðar í síðasta leik á móti Frökkum. Hann var magnaður í fyrri hálfleiknum en tókst ekki alveg að fylgja því eftir í þeim síðari. Framundan er leikur við Slóvena í dag. Kristófer fékk að byrja seinni hálfleikinn á móti Frökkum eftir að hafa verið með 10 stig og 7 fráköst inn af bekknum í þeim fyrri. „Það var mjög gaman. Ég náði ekki alveg að halda dampinu frá því í fyrri hálfleik og það situr mest í mér að hafa ekki hjálpað liðinu með því að koma áfram með sömu orku. Við hefðum þá getað byrjað þennan þriðja leikhluta öðruvísi en við höfum verið að gera. Þetta var bara saman sagan því miður,“ segir Kristófer. „Það var mjög gaman að byrja seinni hálfleikinn á gólfinu en það fór ekki eins og við ætluðum okkur þannig að það skiptir kannski ekki öllu máli,“ segir Kristófer. Íslenska liðið spilaði vel í fyrri hálfleiknum við Frakka og er að reyna að lengja góðu kaflana sína. „Við náðum nú allavega heilum hálfleik þar sem við erum að spila vel en ekki bara einum leikhluta. Eins og er búið að segja aftur og aftur þá eru þetta 40 mínútur og við þurfum að reyna að vera inn í leiknum þegar við förum inn í fjórða leikhluta,“ segir Kristófer. „Við þurfum kannski ekki að vera yfir en ekki vera undir með 15 eða 20 stigum fyrir fjórða leikhlutann. Það er svo erfitt því þá er svo langt í land. Við verðum að reyna að rífa okkur í gang í byrjun þriðja leikhluta. Við þurfum að byrja sterkt og ná að vera í þessum leikjum þangað til í lokin. Þá eigum við alveg að gera stolið einum sigri,“ segir Kristófer. Gerir hann sér vonir um að koma inn í byrjunarliðið fyrir lokaleikina á Eurobasket. „Ég held að það sé ekkert að fara að breytast. Ég er alveg sáttur með mitt hlutverk sem er að koma inn af bekknum, koma með þessa orku og reyna að sprengja þetta aðeins upp. Ég er búinn að stilla hugann fyrir það. Ég er því ekki að óska eftir neinum breytingum,“ segir Kristófer. „Ég á nóg eftir og byrjunarliðssætið er ekkert eitthvað sem ég er að stressa mig yfir,“ segir Kristófer að lokum. EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Körfuboltaprinsar Íslands, Slóveníu og Finnlands Ísland á eftir tvo leiki á EM í Helsinki og í þeim leikjum fá Íslendingar að kynnast líklegum framtíðarstjörnum í NBA-deildinni. Fréttablaðið fékk Finn Frey Stefánsson til að segja frá þeim og bera saman við Tryggva Snæ Hlinason. 5. september 2017 07:00 Logi heldur upp á afmælið sitt á Eurobasket í annað skipti Logi Gunnarsson heldur upp á 36 ára afmælið sitt í dag þegar Íslendingar mæta Slóveniu í fjórða leik sínum á EM í Helsinki. Logi spilaði einnig á afmælisdaginn sinn á EM í Berlín fyrir tveimur árum. 5. september 2017 08:30 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Kristófer Acox sýndi á sér tvær hliðar í síðasta leik á móti Frökkum. Hann var magnaður í fyrri hálfleiknum en tókst ekki alveg að fylgja því eftir í þeim síðari. Framundan er leikur við Slóvena í dag. Kristófer fékk að byrja seinni hálfleikinn á móti Frökkum eftir að hafa verið með 10 stig og 7 fráköst inn af bekknum í þeim fyrri. „Það var mjög gaman. Ég náði ekki alveg að halda dampinu frá því í fyrri hálfleik og það situr mest í mér að hafa ekki hjálpað liðinu með því að koma áfram með sömu orku. Við hefðum þá getað byrjað þennan þriðja leikhluta öðruvísi en við höfum verið að gera. Þetta var bara saman sagan því miður,“ segir Kristófer. „Það var mjög gaman að byrja seinni hálfleikinn á gólfinu en það fór ekki eins og við ætluðum okkur þannig að það skiptir kannski ekki öllu máli,“ segir Kristófer. Íslenska liðið spilaði vel í fyrri hálfleiknum við Frakka og er að reyna að lengja góðu kaflana sína. „Við náðum nú allavega heilum hálfleik þar sem við erum að spila vel en ekki bara einum leikhluta. Eins og er búið að segja aftur og aftur þá eru þetta 40 mínútur og við þurfum að reyna að vera inn í leiknum þegar við förum inn í fjórða leikhluta,“ segir Kristófer. „Við þurfum kannski ekki að vera yfir en ekki vera undir með 15 eða 20 stigum fyrir fjórða leikhlutann. Það er svo erfitt því þá er svo langt í land. Við verðum að reyna að rífa okkur í gang í byrjun þriðja leikhluta. Við þurfum að byrja sterkt og ná að vera í þessum leikjum þangað til í lokin. Þá eigum við alveg að gera stolið einum sigri,“ segir Kristófer. Gerir hann sér vonir um að koma inn í byrjunarliðið fyrir lokaleikina á Eurobasket. „Ég held að það sé ekkert að fara að breytast. Ég er alveg sáttur með mitt hlutverk sem er að koma inn af bekknum, koma með þessa orku og reyna að sprengja þetta aðeins upp. Ég er búinn að stilla hugann fyrir það. Ég er því ekki að óska eftir neinum breytingum,“ segir Kristófer. „Ég á nóg eftir og byrjunarliðssætið er ekkert eitthvað sem ég er að stressa mig yfir,“ segir Kristófer að lokum.
EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Körfuboltaprinsar Íslands, Slóveníu og Finnlands Ísland á eftir tvo leiki á EM í Helsinki og í þeim leikjum fá Íslendingar að kynnast líklegum framtíðarstjörnum í NBA-deildinni. Fréttablaðið fékk Finn Frey Stefánsson til að segja frá þeim og bera saman við Tryggva Snæ Hlinason. 5. september 2017 07:00 Logi heldur upp á afmælið sitt á Eurobasket í annað skipti Logi Gunnarsson heldur upp á 36 ára afmælið sitt í dag þegar Íslendingar mæta Slóveniu í fjórða leik sínum á EM í Helsinki. Logi spilaði einnig á afmælisdaginn sinn á EM í Berlín fyrir tveimur árum. 5. september 2017 08:30 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Körfuboltaprinsar Íslands, Slóveníu og Finnlands Ísland á eftir tvo leiki á EM í Helsinki og í þeim leikjum fá Íslendingar að kynnast líklegum framtíðarstjörnum í NBA-deildinni. Fréttablaðið fékk Finn Frey Stefánsson til að segja frá þeim og bera saman við Tryggva Snæ Hlinason. 5. september 2017 07:00
Logi heldur upp á afmælið sitt á Eurobasket í annað skipti Logi Gunnarsson heldur upp á 36 ára afmælið sitt í dag þegar Íslendingar mæta Slóveniu í fjórða leik sínum á EM í Helsinki. Logi spilaði einnig á afmælisdaginn sinn á EM í Berlín fyrir tveimur árum. 5. september 2017 08:30
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum