Náttúrulaugar fullar af gerlum og skít Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. september 2017 05:00 Laugarhólslaug í Bjarnarfirði er ein fjölmargra náttúrulauga á landinu. Ekki liggur fyrir hvort hún sé ein þeirra sem er full af gerlum. vísir/getty Náttúrulaugar á Vestfjörðum hafa komið mjög illa út úr gerlamælingum Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða (HEVF). Dæmi eru um sýni sem innihéldu yfir tvöhundruðfalt leyfilegt magn gerla. Formaður heilbrigðisnefndar Vestfjarða segir ástæðuna vera aukna ásókn í laugarnar. „Baðstöðum er skipt upp í laugar sem eru undir eftirliti og síðan skráðar náttúrulaugar. Þær síðarnefndu koma illa út,“ segir Jón Reynir Sigurvinsson, formaður Heilbrigðisnefndar Vestfjarða. Jón nefnir í þessu samhengi laugar á Barðaströnd, í Foss- og Norðurfirði og á Reykjanesi. Í þeirri síðastnefndu hafi verið komið upp skilti sem bendir fólki á að laugin sé ekki hreinsuð og að fólk fari í hana á eigin ábyrgð. „Umgengni við laugarnar hefur farið versnandi samhliða auknum ferðamannastraumi. Fyrir tuttugu árum var ásóknin svo lítil að laugarnar hreinsuðu sig sjálfar. Sú er ekki raunin nú. Ég myndi til að mynda aldrei fara ofan í í Landmannalaugum nú,“ segir Jón. Í fundargerð HEVF frá 25. ágúst síðastliðnum, sem send er til sveitarstjóra allra sveitarfélaga á Vestfjörðum, segir að við „eftirlit með sund- og baðstöðum í sumar hafi komið í ljós að hlutirnir eru alls ekki eins og þeir eiga að vera“. Í sumum sýnum úr sundlaugum og baðstöðum hafi mælst gerlatölur sem eru yfir 200 þúsund í desilítra. Þá kemur fram að þeir megi að algjöru hámarki vera þúsund í desilítranum en helst undir 500. Óhreinsað baðvatn eykur mjög líkur á slímhimnu-, maga- og húðsýkingum. Í niðurlagi bréfsins er rifjað upp að fyrr í sumar mengaðist strandsjór við Reykjavík af skólpi eftir bilun í dælustöð. „Það sem olli fjölmiðlafári í sumar vegna skólpmengunar var strandsjór sem var alls staðar undir 1.000 saurgerlar í 100 ml,“ segir í bréfinu. „Heilbrigðiseftirlitin hafa vitað af málinu en almenningur ekki verið meðvitaður,“ segir Jón. Hann bætir því við að eftirlitið hafi engar heimildir til inngrips. Hann mælist til þess að skilti verði sett upp við helstu laugar til að vara fólk við. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Saurgerlar yfir mörkum í Vesturbæ Skólp hefur runnið óhreinsað í sjóinn frá skólpdælistöðinni við Faxaskjól. 7. júlí 2017 13:09 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira
Náttúrulaugar á Vestfjörðum hafa komið mjög illa út úr gerlamælingum Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða (HEVF). Dæmi eru um sýni sem innihéldu yfir tvöhundruðfalt leyfilegt magn gerla. Formaður heilbrigðisnefndar Vestfjarða segir ástæðuna vera aukna ásókn í laugarnar. „Baðstöðum er skipt upp í laugar sem eru undir eftirliti og síðan skráðar náttúrulaugar. Þær síðarnefndu koma illa út,“ segir Jón Reynir Sigurvinsson, formaður Heilbrigðisnefndar Vestfjarða. Jón nefnir í þessu samhengi laugar á Barðaströnd, í Foss- og Norðurfirði og á Reykjanesi. Í þeirri síðastnefndu hafi verið komið upp skilti sem bendir fólki á að laugin sé ekki hreinsuð og að fólk fari í hana á eigin ábyrgð. „Umgengni við laugarnar hefur farið versnandi samhliða auknum ferðamannastraumi. Fyrir tuttugu árum var ásóknin svo lítil að laugarnar hreinsuðu sig sjálfar. Sú er ekki raunin nú. Ég myndi til að mynda aldrei fara ofan í í Landmannalaugum nú,“ segir Jón. Í fundargerð HEVF frá 25. ágúst síðastliðnum, sem send er til sveitarstjóra allra sveitarfélaga á Vestfjörðum, segir að við „eftirlit með sund- og baðstöðum í sumar hafi komið í ljós að hlutirnir eru alls ekki eins og þeir eiga að vera“. Í sumum sýnum úr sundlaugum og baðstöðum hafi mælst gerlatölur sem eru yfir 200 þúsund í desilítra. Þá kemur fram að þeir megi að algjöru hámarki vera þúsund í desilítranum en helst undir 500. Óhreinsað baðvatn eykur mjög líkur á slímhimnu-, maga- og húðsýkingum. Í niðurlagi bréfsins er rifjað upp að fyrr í sumar mengaðist strandsjór við Reykjavík af skólpi eftir bilun í dælustöð. „Það sem olli fjölmiðlafári í sumar vegna skólpmengunar var strandsjór sem var alls staðar undir 1.000 saurgerlar í 100 ml,“ segir í bréfinu. „Heilbrigðiseftirlitin hafa vitað af málinu en almenningur ekki verið meðvitaður,“ segir Jón. Hann bætir því við að eftirlitið hafi engar heimildir til inngrips. Hann mælist til þess að skilti verði sett upp við helstu laugar til að vara fólk við.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Saurgerlar yfir mörkum í Vesturbæ Skólp hefur runnið óhreinsað í sjóinn frá skólpdælistöðinni við Faxaskjól. 7. júlí 2017 13:09 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira
Saurgerlar yfir mörkum í Vesturbæ Skólp hefur runnið óhreinsað í sjóinn frá skólpdælistöðinni við Faxaskjól. 7. júlí 2017 13:09