Skemmri skírn Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 5. september 2017 07:00 Töluvert vantar upp á tillögur þær sem landbúnaðarráðherra birti í gær til að leysa vanda sauðfjárbænda. Tillögurnar eru ágætar svo langt sem þær ná. Þær eru hins vegar skemmri skírn og plástur á sár sem ekki grær. Stjórntæki vantar til að taka á birgðavandanum og engar skuldaaðgerðir eru í augsýn fyrir unga bændur. Lækkun á afurðum sem bændur eiga nú von á setur því allar áætlanir sauðfjárheimila í loft upp. Umframmagn af kjöti er ennþá til staðar og sláturtíðin hafin. Heimili í sauðfjárrækt munu ekki fá tekjur fyrir útlögðum kostnaði sem fór í að kaupa aðföng. Allt stefnir í mikla kauplækkun á meðan laun annarra stétta í þjóðfélaginu hafa hækkað um 30-35%. Afkoman verður neikvæð EBITDA og á þá eftir að greiða vexti, verðbætur og afskriftir. Hafa áhrifin verið greind? Hefur landbúnaðarráðuneytið upplýsingar um áhrif tillagnanna á tekjur fólks sem stundar sauðfjárbúskap, á unga bændur, á samfélög? Hver verður staða bænda eftir eitt ár? Hver verður staða heimila á svæðum brothættra byggða, þar sem nú eru rúmlega 200 heimili sem lifa af sauðfjárbúskap? Afleiðingarnar geta orðið fjöldagjaldþrot hjá ungum bændum með börn sem um leið sjá fram á að missa heimili sín, þar sem þau eru veðsett. Offramboð á jörðum, afleidd störf í matvælaframleiðslu munu hverfa og byggðirnar tæmast. Ríkisstjórnin verður að hlusta á lausnir til að leysa birgðarvandann. Sandkassaleik ráðherra Viðreisnar með landbúnaðarráðherra í broddi fylkingar verður að stöðva. Forsætisráðherra sem hefur sagt að í gildi sé búvörusamningur, og það standi ekkert annað til en að stjórnvöld standi við þann samning, verður að stíga fram og tryggja stuðning ríkisstjórnarinnar sem allra fyrst. Nágrannalöndin verja sína landbúnaðarframleiðslu. Evrópusambandið losar bændur við umframbirgðir, s.s. mjólkurduft, smjör og kjöt og setur í frysti eða selur út fyrir svæðið. Ríkisstjórnin getur ekki skorast undan ábyrgð nema ráðherra Viðreisnar ætli sér að leggja íslenska matvælaframleiðslu niður og þúsundir starfa. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Töluvert vantar upp á tillögur þær sem landbúnaðarráðherra birti í gær til að leysa vanda sauðfjárbænda. Tillögurnar eru ágætar svo langt sem þær ná. Þær eru hins vegar skemmri skírn og plástur á sár sem ekki grær. Stjórntæki vantar til að taka á birgðavandanum og engar skuldaaðgerðir eru í augsýn fyrir unga bændur. Lækkun á afurðum sem bændur eiga nú von á setur því allar áætlanir sauðfjárheimila í loft upp. Umframmagn af kjöti er ennþá til staðar og sláturtíðin hafin. Heimili í sauðfjárrækt munu ekki fá tekjur fyrir útlögðum kostnaði sem fór í að kaupa aðföng. Allt stefnir í mikla kauplækkun á meðan laun annarra stétta í þjóðfélaginu hafa hækkað um 30-35%. Afkoman verður neikvæð EBITDA og á þá eftir að greiða vexti, verðbætur og afskriftir. Hafa áhrifin verið greind? Hefur landbúnaðarráðuneytið upplýsingar um áhrif tillagnanna á tekjur fólks sem stundar sauðfjárbúskap, á unga bændur, á samfélög? Hver verður staða bænda eftir eitt ár? Hver verður staða heimila á svæðum brothættra byggða, þar sem nú eru rúmlega 200 heimili sem lifa af sauðfjárbúskap? Afleiðingarnar geta orðið fjöldagjaldþrot hjá ungum bændum með börn sem um leið sjá fram á að missa heimili sín, þar sem þau eru veðsett. Offramboð á jörðum, afleidd störf í matvælaframleiðslu munu hverfa og byggðirnar tæmast. Ríkisstjórnin verður að hlusta á lausnir til að leysa birgðarvandann. Sandkassaleik ráðherra Viðreisnar með landbúnaðarráðherra í broddi fylkingar verður að stöðva. Forsætisráðherra sem hefur sagt að í gildi sé búvörusamningur, og það standi ekkert annað til en að stjórnvöld standi við þann samning, verður að stíga fram og tryggja stuðning ríkisstjórnarinnar sem allra fyrst. Nágrannalöndin verja sína landbúnaðarframleiðslu. Evrópusambandið losar bændur við umframbirgðir, s.s. mjólkurduft, smjör og kjöt og setur í frysti eða selur út fyrir svæðið. Ríkisstjórnin getur ekki skorast undan ábyrgð nema ráðherra Viðreisnar ætli sér að leggja íslenska matvælaframleiðslu niður og þúsundir starfa. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun