Gekk berserksgang í Skeifunni Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 3. september 2017 07:51 Töluverður erill hefur verið hjá lögreglunni um helgina. Vísir/Eyþór 70 mál komu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt og voru allar fangageymslur á lögreglustöðinni á Hverfisgötu fullar aðra nóttina í röð. Rétt fyrir miðnætti barst lögreglunni tilkynning um aðila sem var að ganga berserksgang í Skeifunni, bæði á veitingastað og í verslunum. Skemmdir voru á veitingastaðnum og er hann einnig grunaður um þjófnað í einni versluninni. Maðurinn gistir fangageymslu og verður yfirheyrður seinna í dag. Rétt eftir miðnætti var aðili handtekinn í Kvosinni. Hafði hann látið skap sitt bitna á ökutækjum, húsum og örðum munum sem urðu á vegi hans. Hann gistir fangageymslu og verður málið afgreitt með sekt, samkvæmt dagbók lögreglu. Þrisvar var leitað eftir aðstoð lögreglu vegna heimilisofbeldis. Klukkan þrjú var tilkynnt um heimilisofbeldi í Mosfellsbæ. Einn aðili gistir fangageymslur vegna málsins og var félagsþjónusta kölluð til. Klukkan 03:42 var aðili handtekinn vegna gruns um heimilisofbeldi og fyrir að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. Málið er nú til rannsóknar hjá rannsóknardeild. Klukkan 04:44 var tilkynnt um heimilisofbeldi í Kópavogi. Félagsþjónustan og barnavernd voru kölluð til vegna málsins sem er í rannsókn. Þá var tilkynnt um líkamsárás á Hverfisgötu laust eftir klukkan þrjú í nótt. Minniháttar meiðsl voru á þeim sem áttu í átökunum. Önnur líkamsárás á Hverfisgötu var tilkynnt um klukkan fimm í nótt. Gerendur voru farnir af vettvangi þegar lögreglu bar að en málið er í rannsókn. Þá barst lögreglunni tilkynning um slys í vesturbæ Kópavogs klukkan 05:39. Þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang dró aðilinn upp hníf og ógnaði þeim. Var hann fluttur á slysadeild vegna meiðsla sinna í lögreglufylgd. Þá kom eldur upp í gámum á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Annars vegar var um að ræða eld í gámi í Seljahverfinu í Breiðholti. Eldurinn var slökktur en gámurinn var skemmdur eftir. Hins vegar var tilkynnt um eld í gámi á Smiðjustíg. Mikil hætta skapaðist á vettvangi, enda var gámurinn upp við húsvegg. Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Fleiri fréttir Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Sjá meira
70 mál komu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt og voru allar fangageymslur á lögreglustöðinni á Hverfisgötu fullar aðra nóttina í röð. Rétt fyrir miðnætti barst lögreglunni tilkynning um aðila sem var að ganga berserksgang í Skeifunni, bæði á veitingastað og í verslunum. Skemmdir voru á veitingastaðnum og er hann einnig grunaður um þjófnað í einni versluninni. Maðurinn gistir fangageymslu og verður yfirheyrður seinna í dag. Rétt eftir miðnætti var aðili handtekinn í Kvosinni. Hafði hann látið skap sitt bitna á ökutækjum, húsum og örðum munum sem urðu á vegi hans. Hann gistir fangageymslu og verður málið afgreitt með sekt, samkvæmt dagbók lögreglu. Þrisvar var leitað eftir aðstoð lögreglu vegna heimilisofbeldis. Klukkan þrjú var tilkynnt um heimilisofbeldi í Mosfellsbæ. Einn aðili gistir fangageymslur vegna málsins og var félagsþjónusta kölluð til. Klukkan 03:42 var aðili handtekinn vegna gruns um heimilisofbeldi og fyrir að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. Málið er nú til rannsóknar hjá rannsóknardeild. Klukkan 04:44 var tilkynnt um heimilisofbeldi í Kópavogi. Félagsþjónustan og barnavernd voru kölluð til vegna málsins sem er í rannsókn. Þá var tilkynnt um líkamsárás á Hverfisgötu laust eftir klukkan þrjú í nótt. Minniháttar meiðsl voru á þeim sem áttu í átökunum. Önnur líkamsárás á Hverfisgötu var tilkynnt um klukkan fimm í nótt. Gerendur voru farnir af vettvangi þegar lögreglu bar að en málið er í rannsókn. Þá barst lögreglunni tilkynning um slys í vesturbæ Kópavogs klukkan 05:39. Þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang dró aðilinn upp hníf og ógnaði þeim. Var hann fluttur á slysadeild vegna meiðsla sinna í lögreglufylgd. Þá kom eldur upp í gámum á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Annars vegar var um að ræða eld í gámi í Seljahverfinu í Breiðholti. Eldurinn var slökktur en gámurinn var skemmdur eftir. Hins vegar var tilkynnt um eld í gámi á Smiðjustíg. Mikil hætta skapaðist á vettvangi, enda var gámurinn upp við húsvegg.
Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Fleiri fréttir Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Sjá meira