Forvitni einhleypra kom Tinder á toppinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. september 2017 23:00 Forvitni notenda virðist hafa borið þá ofurliði en margir hafa fjárfest í uppfærslunni. Vísir/Getty Stefnumótasmáforritið Tinder trónar nú á toppi lista yfir tekjuhæstu smáforritin í hinni svokölluðu App Store, í hverri iPhone-notendur hlaða niður smáforritum í síma sína. Ný uppfærsla á Tinder, Tinder Gold, er talin hafa skotið smáforritinu á toppinn. Notendur um allan heim gátu fyrst í síðustu viku hlaðið niður Tinder Gold. Hin nýja uppfærsla býður notendum, sem greiða fyrir þjónustuna, að sjá hverjir hafa „svæpað“ til hægri áður en þeir „svæpa“ sjálfir. Forvitni notenda virðist hafa borið þá ofurliði en margir hafa fjárfest í uppfærslunni og hún þannig talin hafa komið Tinder á topplista yfir tekjuhæstu smáforritin. Tinder-notendur í makaleit fá upp myndir af öðrum vænlegum notendum á snjallsímaskjái sína, sem þeir annað hvort „svæpa“ til hægri ef þeim hugnast viðkomandi en til vinstri ef þeir hafa ekki áhuga. Ef báðir aðilar „svæpa“ til hægri verður til svokölluð „samsvörun“ eða „match“ og þá opnast möguleiki fyrir samskipti á milli notendanna tveggja. Þeir sem kaupa áskrift að Tinder Gold geta nú séð vænlegar samsvaranir fyrirfram. Brian Norgard, sem er yfir gagnaöflun hjá Tinder, greindi frá listanum á Twitter-reikningi sínum í vikunni og minntist sérstaklega á það hversu vænleg áskriftarþjónusta af þessu tagi væri.Today Tinder is the top grossing app in the world — I told you subscriptions might be a thing one day pic.twitter.com/YGWJ30SKJo— Norgard (@BrianNorgard) August 30, 2017 Fram þessu hafði Tinder ekki boðið upp á að fólk gæti séð fyrir fram hvaða notendur hafa „svæpað“ til hægri. Þetta hafði aðeins verið hægt að staðfesta ef báðir aðilar eru jákvæðir í garð hins og úr verður áðurnefnd „samsvörun“. Tengdar fréttir Ný Tinder-uppfærsla gerir notendum kleift að sjá fyrir fram hverjir „svæpa“ til hægri Tinder býður notendum að sjá lista yfir fólk sem hefur rennt til þeirra hýru auga í smáforritinu, áður en notendurnir gera sjálfir upp hug sinn. Aðeins verður þó boðið upp á uppfærsluna gegn greiðslu. 13. júlí 2017 13:44 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Stefnumótasmáforritið Tinder trónar nú á toppi lista yfir tekjuhæstu smáforritin í hinni svokölluðu App Store, í hverri iPhone-notendur hlaða niður smáforritum í síma sína. Ný uppfærsla á Tinder, Tinder Gold, er talin hafa skotið smáforritinu á toppinn. Notendur um allan heim gátu fyrst í síðustu viku hlaðið niður Tinder Gold. Hin nýja uppfærsla býður notendum, sem greiða fyrir þjónustuna, að sjá hverjir hafa „svæpað“ til hægri áður en þeir „svæpa“ sjálfir. Forvitni notenda virðist hafa borið þá ofurliði en margir hafa fjárfest í uppfærslunni og hún þannig talin hafa komið Tinder á topplista yfir tekjuhæstu smáforritin. Tinder-notendur í makaleit fá upp myndir af öðrum vænlegum notendum á snjallsímaskjái sína, sem þeir annað hvort „svæpa“ til hægri ef þeim hugnast viðkomandi en til vinstri ef þeir hafa ekki áhuga. Ef báðir aðilar „svæpa“ til hægri verður til svokölluð „samsvörun“ eða „match“ og þá opnast möguleiki fyrir samskipti á milli notendanna tveggja. Þeir sem kaupa áskrift að Tinder Gold geta nú séð vænlegar samsvaranir fyrirfram. Brian Norgard, sem er yfir gagnaöflun hjá Tinder, greindi frá listanum á Twitter-reikningi sínum í vikunni og minntist sérstaklega á það hversu vænleg áskriftarþjónusta af þessu tagi væri.Today Tinder is the top grossing app in the world — I told you subscriptions might be a thing one day pic.twitter.com/YGWJ30SKJo— Norgard (@BrianNorgard) August 30, 2017 Fram þessu hafði Tinder ekki boðið upp á að fólk gæti séð fyrir fram hvaða notendur hafa „svæpað“ til hægri. Þetta hafði aðeins verið hægt að staðfesta ef báðir aðilar eru jákvæðir í garð hins og úr verður áðurnefnd „samsvörun“.
Tengdar fréttir Ný Tinder-uppfærsla gerir notendum kleift að sjá fyrir fram hverjir „svæpa“ til hægri Tinder býður notendum að sjá lista yfir fólk sem hefur rennt til þeirra hýru auga í smáforritinu, áður en notendurnir gera sjálfir upp hug sinn. Aðeins verður þó boðið upp á uppfærsluna gegn greiðslu. 13. júlí 2017 13:44 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Ný Tinder-uppfærsla gerir notendum kleift að sjá fyrir fram hverjir „svæpa“ til hægri Tinder býður notendum að sjá lista yfir fólk sem hefur rennt til þeirra hýru auga í smáforritinu, áður en notendurnir gera sjálfir upp hug sinn. Aðeins verður þó boðið upp á uppfærsluna gegn greiðslu. 13. júlí 2017 13:44