Réttargæslumaður foreldra Birnu gagnrýndi fjölmiðla harðlega Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. september 2017 15:20 Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari hefur sótt málið fyrir hönd ákæruvaldsins. Hanna Lára Helgadóttir, réttargæslumaður foreldra Birnu Brjánsdóttur fór hörðum orðum um fjölmiðla og umfjöllun þeirra um málið við munnlegan málflutning í Héraðsdómi Reykjaness eftir hádegi í dag. Sagði hún umfjöllun fjölmiðla hafa haft mikil áhrif á fjölskylduna og aukið vanlíðan foreldranna. Hanna Lára gerði grein fyrir kröfum foreldra Birnu í málinu en Thomas Olsen er ákærður fyrir að hafa orðið dóttur þeirra að bana þann 14. janúar síðastliðinn. Foreldrar Birnu leggja fram einkaréttarkröfur í málinu og krefjast hvort um sig miskabóta frá Thomasi. Réttargæslumaðurinn fór yfir það hversu mikil og slæm áhrif málið allt hefur haft á líðan þeirra.Margfalt áfall fyrir fjölskyldu Birnu Í máli hennar kom fram að bæði faðir og móðir Birnu séu greind með áfallastreitu á háu stigi enda væri það mikið áfall að missa barn sitt með þeim hrottafengna hætti sem um ræddi í málinu. Áfallið væri margfalt. Hanna Lára sagði að bæði foreldrar Birnu sem og bróðir hennar væru í raun að bíða af sér veðrið. Þannig hafi umræða, afskipti og fréttaflutningur haft mikil áhrif á fjölskylduna og þættir eins og breyttur framburður Thomasar lengt áfallið þannig að sorgarferli hafi ekki byrjað. Margir viljað vera í beinum samskiptum við fjölskylduna Umræður á samfélagsmiðlum hafi einnig reynt mikið á auk þess sem margir hafi viljað vera í beinum samskiptum við fjölskylduna. Þannig hafi ókunnugir bankað upp á fjölskyldunni, eitthvað sem ekki hafi þjónað neinum tilgangi. Þá gagnrýndi Hanna Lára fjölmiðla og umfjöllun þeirra af réttarhöldunum harðlega. Sagði hann að fjölmiðlafár og nánast beinar útsendingar úr réttarhöldunum hefðu aukið vanlíðan foreldranna. Vissulega hefðu fjölmiðlar skyldum að gegna en sumir fjölmiðlar hefðu farið offari og verið nákvæmir í lýsingum. Þetta hefði valdið óbærilegum sársauka og sagði réttargæslumaðurinn að fjölmiðlar ættu að endurskoða það hvernig fréttaflutningur er af málum sem þessum. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir „Átján ára fangelsisrefsing er algjört lágmark“ Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari, telur það algjört lágmark að Héraðsdómur Reykjaness dæmi Thomas Olsen í átján ára fangelsi en hann er ákærður bæði fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar og fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. 1. september 2017 14:22 Í beinni: Grímur Grímsson ber vitni í Birnumálinu Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen heldur áfram í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9:15 í dag. 1. september 2017 07:00 „Þú myrtir þessa stelpu“ Var Grímur Grímsson spurður hvort að fullyrðingar lögreglumanns við skýrslutöku rímuðu við hlutlægnisskyldu lögreglunnar. 1. september 2017 12:52 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Fleiri fréttir Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Sjá meira
Hanna Lára Helgadóttir, réttargæslumaður foreldra Birnu Brjánsdóttur fór hörðum orðum um fjölmiðla og umfjöllun þeirra um málið við munnlegan málflutning í Héraðsdómi Reykjaness eftir hádegi í dag. Sagði hún umfjöllun fjölmiðla hafa haft mikil áhrif á fjölskylduna og aukið vanlíðan foreldranna. Hanna Lára gerði grein fyrir kröfum foreldra Birnu í málinu en Thomas Olsen er ákærður fyrir að hafa orðið dóttur þeirra að bana þann 14. janúar síðastliðinn. Foreldrar Birnu leggja fram einkaréttarkröfur í málinu og krefjast hvort um sig miskabóta frá Thomasi. Réttargæslumaðurinn fór yfir það hversu mikil og slæm áhrif málið allt hefur haft á líðan þeirra.Margfalt áfall fyrir fjölskyldu Birnu Í máli hennar kom fram að bæði faðir og móðir Birnu séu greind með áfallastreitu á háu stigi enda væri það mikið áfall að missa barn sitt með þeim hrottafengna hætti sem um ræddi í málinu. Áfallið væri margfalt. Hanna Lára sagði að bæði foreldrar Birnu sem og bróðir hennar væru í raun að bíða af sér veðrið. Þannig hafi umræða, afskipti og fréttaflutningur haft mikil áhrif á fjölskylduna og þættir eins og breyttur framburður Thomasar lengt áfallið þannig að sorgarferli hafi ekki byrjað. Margir viljað vera í beinum samskiptum við fjölskylduna Umræður á samfélagsmiðlum hafi einnig reynt mikið á auk þess sem margir hafi viljað vera í beinum samskiptum við fjölskylduna. Þannig hafi ókunnugir bankað upp á fjölskyldunni, eitthvað sem ekki hafi þjónað neinum tilgangi. Þá gagnrýndi Hanna Lára fjölmiðla og umfjöllun þeirra af réttarhöldunum harðlega. Sagði hann að fjölmiðlafár og nánast beinar útsendingar úr réttarhöldunum hefðu aukið vanlíðan foreldranna. Vissulega hefðu fjölmiðlar skyldum að gegna en sumir fjölmiðlar hefðu farið offari og verið nákvæmir í lýsingum. Þetta hefði valdið óbærilegum sársauka og sagði réttargæslumaðurinn að fjölmiðlar ættu að endurskoða það hvernig fréttaflutningur er af málum sem þessum.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir „Átján ára fangelsisrefsing er algjört lágmark“ Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari, telur það algjört lágmark að Héraðsdómur Reykjaness dæmi Thomas Olsen í átján ára fangelsi en hann er ákærður bæði fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar og fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. 1. september 2017 14:22 Í beinni: Grímur Grímsson ber vitni í Birnumálinu Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen heldur áfram í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9:15 í dag. 1. september 2017 07:00 „Þú myrtir þessa stelpu“ Var Grímur Grímsson spurður hvort að fullyrðingar lögreglumanns við skýrslutöku rímuðu við hlutlægnisskyldu lögreglunnar. 1. september 2017 12:52 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Fleiri fréttir Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Sjá meira
„Átján ára fangelsisrefsing er algjört lágmark“ Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari, telur það algjört lágmark að Héraðsdómur Reykjaness dæmi Thomas Olsen í átján ára fangelsi en hann er ákærður bæði fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar og fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. 1. september 2017 14:22
Í beinni: Grímur Grímsson ber vitni í Birnumálinu Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen heldur áfram í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9:15 í dag. 1. september 2017 07:00
„Þú myrtir þessa stelpu“ Var Grímur Grímsson spurður hvort að fullyrðingar lögreglumanns við skýrslutöku rímuðu við hlutlægnisskyldu lögreglunnar. 1. september 2017 12:52