Körfubolti

Tilþrifapakki frá Hauki Helga frá því í gær | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Haukur Helgi Pálsson í leiknum í gær.
Haukur Helgi Pálsson í leiknum í gær. Vísir/Ernir
Haukur Helgi Pálsson var langatkvæðamæstur í íslenska körfuboltalandsliðinu í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Helsinki sem fram fór í gær.

Haukur skoraði 21 stig fyrir íslenska liðið eða fjórtán stigum meira en næststigahæstu menn liðsins sem voru reyndar fimm með sjö stig.

Haukur skoraði fjórar tveggja stiga körfur og eina þriggja stiga körfu gegn Grikkjum í gær en hann hitti úr 5 af 13 skotum sínum. Hann var mjög grimmur að sækja á körfuna og fékk alls 10 víti í leiknum.

Það besta var að Haukur hitti úr öllum tíu vítunum sínum. Hann var síðan með 4 fráköst og 2 stoðsendingar að auki á þeim tæpu 34 mínútum sem hann var inn á gólfinu í Hartwell Arena í gær.

Fólkið á FIBA tók eftir frammistöðu Hauks í gær og setti saman tilþrifapakka með kappanum. Þar sést Haukur meðal annars troða einu sinni mjög glæsilega.

Þennan tilþrifapakka með Hauki má sjá hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×