Efnaverksmiðja spýr eitri eftir Harvey Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. september 2017 07:00 Flóðvatn heldur áfram að hrylla íbúa Houston-borgar í Texas í Bandaríkjunum en stormurinn Harvey stefnir nú í áttina frá Louisiana og Kentucky. Nordicphotos/AFP Tíu voru lagðir inn á spítala í borginni Houston í Texas í gær eftir að hafa verið í nágrenni við Arkema-efnaverksmiðjuna sem spýr nú eitruðum reyk eftir að hafa orðið fyrir barðinu á hitabeltisstorminum Harvey. Brock Long, yfirmaður hamfarastofnunarinnar FEMA, sagði í gær að útblásturinn væri „ótrúlega hættulegur“. Um miðjan dag í gær hóf verksmiðjan að spýja frá sér umræddum útblæstri en fyrr um daginn urðu nærstaddir varir við sprengingu í verksmiðjunni. Lögreglustjórinn Ed Gonzales sagði í viðtali við fjölmiðla í gær að útblásturinn væri þó ekki talinn tengjast umræddri sprengingu. Yfirvöld rýmdu íbúðarhús í 2,4 kílómetra radíus frá verksmiðjunni en Arkema varaði við því að hætta væri á eldsvoða og sprengingum snemma í gær. Bilanir í verksmiðjunni má rekja til hins gífurlega mikla regnvatns sem féll á Houston þegar stormurinn gekk yfir. Bilaði þá kælibúnaður í verksmiðjunni sem leiddi til fyrrnefnds útblásturs og sprenginga. Starfsemi verksmiðjunnar hafði þó verið stöðvuð áður en stormurinn skall á. Um 102 sentimetrar regnvatns féllu á svæðið og flæddi einnig inn á rafala verksmiðjunnar. Arkema-verksmiðjan framleiðir meðal annars efni sem notuð eru til lyfjagerðar og getur hluti þeirra orðið einkar hættulegur við hátt hitastig. „Vatnsmagnið á svæðinu og skortur á rafmagni verður þess valdandi að við getum ekki komið í veg fyrir eldsvoða,“ sagði framkvæmdastjórinn Richard Rowe í gær. Á blaðamannafundi í Washington í gær sagði Brock Long að það væri ekki víst hvort eða hvenær starfsmenn FEMA gætu skoðað verksmiðjuna til að meta umfang útblástursins og hættuna sem stafar af honum. „Við viljum meta hvert reykurinn mun stefna og svo byggja rýmingaráætlanir okkar á því. Við værum ekki að gera það ef útblásturinn væri ekki ótrúlega hættulegur,“ sagði Long. Arkema sendi einnig frá sér yfirlýsingu í gær. „Við viljum að íbúar séu meðvitaðir um að vörur okkar eru geymdar á nokkrum stöðum á svæðinu og því er hætta á frekari sprengingum. Vinsamlegast snúið ekki aftur á hið rýmda svæði fyrr en yfirvöld segja að það sé óhætt.“ Harvey stefnir nú frá Louisiana og í átt að Kentucky en tala látinna í Texas hélt áfram að hækka í gær. Storminn hefur lægt verulega og flokkast hann í núverandi mynd sem hitabeltislægð, ekki hitabeltisstormur eða fellibylur. Texas-ríki varð verst úti en í gær var talið að 33 hið minnsta hefðu látið lífið í hamförunum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Tíu voru lagðir inn á spítala í borginni Houston í Texas í gær eftir að hafa verið í nágrenni við Arkema-efnaverksmiðjuna sem spýr nú eitruðum reyk eftir að hafa orðið fyrir barðinu á hitabeltisstorminum Harvey. Brock Long, yfirmaður hamfarastofnunarinnar FEMA, sagði í gær að útblásturinn væri „ótrúlega hættulegur“. Um miðjan dag í gær hóf verksmiðjan að spýja frá sér umræddum útblæstri en fyrr um daginn urðu nærstaddir varir við sprengingu í verksmiðjunni. Lögreglustjórinn Ed Gonzales sagði í viðtali við fjölmiðla í gær að útblásturinn væri þó ekki talinn tengjast umræddri sprengingu. Yfirvöld rýmdu íbúðarhús í 2,4 kílómetra radíus frá verksmiðjunni en Arkema varaði við því að hætta væri á eldsvoða og sprengingum snemma í gær. Bilanir í verksmiðjunni má rekja til hins gífurlega mikla regnvatns sem féll á Houston þegar stormurinn gekk yfir. Bilaði þá kælibúnaður í verksmiðjunni sem leiddi til fyrrnefnds útblásturs og sprenginga. Starfsemi verksmiðjunnar hafði þó verið stöðvuð áður en stormurinn skall á. Um 102 sentimetrar regnvatns féllu á svæðið og flæddi einnig inn á rafala verksmiðjunnar. Arkema-verksmiðjan framleiðir meðal annars efni sem notuð eru til lyfjagerðar og getur hluti þeirra orðið einkar hættulegur við hátt hitastig. „Vatnsmagnið á svæðinu og skortur á rafmagni verður þess valdandi að við getum ekki komið í veg fyrir eldsvoða,“ sagði framkvæmdastjórinn Richard Rowe í gær. Á blaðamannafundi í Washington í gær sagði Brock Long að það væri ekki víst hvort eða hvenær starfsmenn FEMA gætu skoðað verksmiðjuna til að meta umfang útblástursins og hættuna sem stafar af honum. „Við viljum meta hvert reykurinn mun stefna og svo byggja rýmingaráætlanir okkar á því. Við værum ekki að gera það ef útblásturinn væri ekki ótrúlega hættulegur,“ sagði Long. Arkema sendi einnig frá sér yfirlýsingu í gær. „Við viljum að íbúar séu meðvitaðir um að vörur okkar eru geymdar á nokkrum stöðum á svæðinu og því er hætta á frekari sprengingum. Vinsamlegast snúið ekki aftur á hið rýmda svæði fyrr en yfirvöld segja að það sé óhætt.“ Harvey stefnir nú frá Louisiana og í átt að Kentucky en tala látinna í Texas hélt áfram að hækka í gær. Storminn hefur lægt verulega og flokkast hann í núverandi mynd sem hitabeltislægð, ekki hitabeltisstormur eða fellibylur. Texas-ríki varð verst úti en í gær var talið að 33 hið minnsta hefðu látið lífið í hamförunum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira