Jón Arnór: Hræðileg stemning á leiknum Anton Ingi Leifsson skrifar 19. september 2017 21:35 Jón Arnór með boltann í leiknum í kvöld. vísir/eyþór Jón Arnór Stefánsson, einn af lykilmönnum KR, sendi stuðningsmönnum liðsins tóninn eftir tap KR í Evrópubikarnum gegn Belfius á heimavelli í kvöld. „Þetta var bara ekki nægilega gott. Það er örugglega auðveldlega hægt að kenna mörgu um, en við vorum bara ekki nægilega góðir í okkar aðgerðum,” sagði Jón Arnór í samtali við Vísi í leikslok. „Við töpuðum of mörgum boltum klaufalega. Við vorum langt frá okkar besta í dag, en mér fannst líka bara vera léleg stemning á leiknum. Mér fannst þetta ekki nægilega gott.” Stúkan í kvöld var nokkuð þéttsetinn, en ekki heyrðist mikið frá henni. Jón Arnór var mjög ósáttur með stemninguna og lét heyra í sér. „Við vorum að spila Evrópuleik, stúkan er dauf og hræðileg stemning á leiknum og hjá okkur væntanlega líka. Ég er ekki ánægður með það og ef við ætlum að vinna fimmta titilinn í röð þá verðum við að fá góðan stuðning.” „Fólkið er mjög góðu vant og það þarf aðeins að hrista upp í þessu. Það þarf betri stuðning og það þarf ekki bara að fagna körfum; það er hægt að garga okkur í gang og gefa okkur búst því við þurfum á því að halda eins og önnur lið.”Umfjöllun:KR - Belfius 67-88 | Erfitt verkefni bíður KR í Belgíu Sóknarleikur KR var oft á tíðum stirður og óagaður. Aðspurður hvort leikur liðsins hafi verið stirður svaraði hann ákveðinn: „Þetta var bara lélegt. Við spiluðum ekki okkar besta leik og áttum fá svör gegn þeirra sóknarleik. Þeir voru að keyra mikið að körfunni og hittu öllu fyrir utan. Þeir sprengu þetta bara upp þegar þeir vildu og á sama tíma vorum við skrefinu á eftir.” „Við vorum heldur ekki nógu agaðir og vel stilltir í vörninni. Við erum búnir að vera stutt saman og við munum auðvitað bæta okkur leik, en það er bara vika í Belgíu. Við þurfum að bæta okkar leik og slípa okkur varnar- og sóknarlega,” en er þetta einvígi búið? „Þetta er erfitt. Við ætlum að fara til Belgíu og gera betur. Við erum að fara inn í langt tímabil hér heima og að berjast um titla. Við erum að koma okkur í gang og við erum hér til að bæta okkur. Við munum fyrst og fremst nýta þessa leiki í það,” sagði ákveðinn Jón Arnór að lokum. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Glugganum lokað: Isak mættur á Anfield Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Fleiri fréttir Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson, einn af lykilmönnum KR, sendi stuðningsmönnum liðsins tóninn eftir tap KR í Evrópubikarnum gegn Belfius á heimavelli í kvöld. „Þetta var bara ekki nægilega gott. Það er örugglega auðveldlega hægt að kenna mörgu um, en við vorum bara ekki nægilega góðir í okkar aðgerðum,” sagði Jón Arnór í samtali við Vísi í leikslok. „Við töpuðum of mörgum boltum klaufalega. Við vorum langt frá okkar besta í dag, en mér fannst líka bara vera léleg stemning á leiknum. Mér fannst þetta ekki nægilega gott.” Stúkan í kvöld var nokkuð þéttsetinn, en ekki heyrðist mikið frá henni. Jón Arnór var mjög ósáttur með stemninguna og lét heyra í sér. „Við vorum að spila Evrópuleik, stúkan er dauf og hræðileg stemning á leiknum og hjá okkur væntanlega líka. Ég er ekki ánægður með það og ef við ætlum að vinna fimmta titilinn í röð þá verðum við að fá góðan stuðning.” „Fólkið er mjög góðu vant og það þarf aðeins að hrista upp í þessu. Það þarf betri stuðning og það þarf ekki bara að fagna körfum; það er hægt að garga okkur í gang og gefa okkur búst því við þurfum á því að halda eins og önnur lið.”Umfjöllun:KR - Belfius 67-88 | Erfitt verkefni bíður KR í Belgíu Sóknarleikur KR var oft á tíðum stirður og óagaður. Aðspurður hvort leikur liðsins hafi verið stirður svaraði hann ákveðinn: „Þetta var bara lélegt. Við spiluðum ekki okkar besta leik og áttum fá svör gegn þeirra sóknarleik. Þeir voru að keyra mikið að körfunni og hittu öllu fyrir utan. Þeir sprengu þetta bara upp þegar þeir vildu og á sama tíma vorum við skrefinu á eftir.” „Við vorum heldur ekki nógu agaðir og vel stilltir í vörninni. Við erum búnir að vera stutt saman og við munum auðvitað bæta okkur leik, en það er bara vika í Belgíu. Við þurfum að bæta okkar leik og slípa okkur varnar- og sóknarlega,” en er þetta einvígi búið? „Þetta er erfitt. Við ætlum að fara til Belgíu og gera betur. Við erum að fara inn í langt tímabil hér heima og að berjast um titla. Við erum að koma okkur í gang og við erum hér til að bæta okkur. Við munum fyrst og fremst nýta þessa leiki í það,” sagði ákveðinn Jón Arnór að lokum.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Glugganum lokað: Isak mættur á Anfield Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Fleiri fréttir Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni Sjá meira