„Hér var engin tilraun til þöggunar eða þöggun yfirhöfuð“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. september 2017 11:24 Dómsmálaráðherra situr fyrir svörum þingmanna á fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar. vísir/anton brink Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, frábiður sér ásakanir á hendur henni og ráðuneyti hennar um að þöggun og leyndarhyggja hafi ríkt í kringum mál tengd uppreist æru. Þetta kom fram í máli hennar á opnum fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar þegar hún svaraði spurningu Oddnýjar G. Harðardóttur, þingmanni Samfylkingarinnar. Fram hefur komið að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, skrifað undir umsögn á umsókn dæmds kynferðisbrotamanns, Hjalta Sigurjóns Haukssonar, um uppreist æru. Sigríður greindi Bjarna frá aðkomu föður hans að því máli í júlí síðastliðnum. „Hér var gerð tilraun til þess að þagga niður og gera ekki opinber nöfnin á þeim sem skrifuðu undir bréfin. Hver ber ábyrgð á því? Er það ráðherrann, stjórnarþingmenn sem lögðu mikið á sig til að sannfæra almenning um að nöfnin skiptu engumáli í ferlinu eða var það forsætisráðherra?“ spurði Oddný Sigríði.Ómaklegt að saka sérfræðinga ráðuneytisins um þöggun Ráðherrann svaraði því til að í spurningunni fælust ósannindi og að hún yrði að fá að svara þeim. „Hér var engin tilraun til þöggunar eða þöggun yfirhöfuð,“ sagði Sigríður og spurði hvort að Oddný væri að vísa í það að fjölmiðlum hefði verið ekki verið veittur aðgangur að gögnum í máli Roberts Downey strax. Sigríður sagði það afskaplega ómaklegt að saka sérfræðinga ráðuneytisins um þöggun þar sem þeir hefðu það eitt að markmiði að fara vel og varfærnislega með trúnaðarupplýsingar. Ráðuneytið neitaði að afhenda fjölmiðlum gögnum en sá úrskurður var kærður til úrskurðarnefndar upplýsingamála. „Þá lá fyrir að það yrði úrskurðað um þetta. Ég hef bent á það að það verður ekki aftur tekið þegar menn birta upplýsingar sem leynt eiga að fara en ef það er skortur á upplýsingum þá er alltaf hægt að bæta úr því,“ sagði Sigríður.Sá enga ástæðu til að farið yrði öðruvísi með gögn í máli Hjalta Hún sagði síðan að þegar hún heyrði af því að faðir forsætisráðherra væri umsagnaraðili í einu máli sem sneri að uppreist æru þá sá hún enga ástæðu til þess að um það yrði fjallað á annan hátt en önnur sambærileg mál. „Þau gögn yrðu þá gerð opinber ef gera ætti gögn í þessum málum opinber samkvæmt úrskurði úrskurðarnefndar. Þannig að ég frábið mér þennan málflutning og ásakanir á hendur mér og ráðuneytinu um að það hafi verið einhver þöggun og leyndarhygga í kringum þetta mál.“ Þá hafði ráðherrann áður svarað því að hún hefði ekki hlutast til um það innan ráðuneytisins með hvaða hætti beiðni fjölmiðla um afhendingu á gögnum í máli Roberts Downey yrði háttað. Alþingi Uppreist æru Tengdar fréttir Dæmdur kynferðisbrotamaður dró umsókn um uppreist æru til baka Maður sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn barni og hafði sótt um uppreist æru dró umsókn sína til baka í morgun. 19. september 2017 10:49 Ræða hvort hægt sé að taka uppreist æru Hjalta til baka vegna gruns um skjalafals Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra verður á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag. 19. september 2017 09:00 Bein útsending: Opinn fundur stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar um uppreist æru Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er gestur fundarins. 19. september 2017 09:53 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, frábiður sér ásakanir á hendur henni og ráðuneyti hennar um að þöggun og leyndarhyggja hafi ríkt í kringum mál tengd uppreist æru. Þetta kom fram í máli hennar á opnum fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar þegar hún svaraði spurningu Oddnýjar G. Harðardóttur, þingmanni Samfylkingarinnar. Fram hefur komið að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, skrifað undir umsögn á umsókn dæmds kynferðisbrotamanns, Hjalta Sigurjóns Haukssonar, um uppreist æru. Sigríður greindi Bjarna frá aðkomu föður hans að því máli í júlí síðastliðnum. „Hér var gerð tilraun til þess að þagga niður og gera ekki opinber nöfnin á þeim sem skrifuðu undir bréfin. Hver ber ábyrgð á því? Er það ráðherrann, stjórnarþingmenn sem lögðu mikið á sig til að sannfæra almenning um að nöfnin skiptu engumáli í ferlinu eða var það forsætisráðherra?“ spurði Oddný Sigríði.Ómaklegt að saka sérfræðinga ráðuneytisins um þöggun Ráðherrann svaraði því til að í spurningunni fælust ósannindi og að hún yrði að fá að svara þeim. „Hér var engin tilraun til þöggunar eða þöggun yfirhöfuð,“ sagði Sigríður og spurði hvort að Oddný væri að vísa í það að fjölmiðlum hefði verið ekki verið veittur aðgangur að gögnum í máli Roberts Downey strax. Sigríður sagði það afskaplega ómaklegt að saka sérfræðinga ráðuneytisins um þöggun þar sem þeir hefðu það eitt að markmiði að fara vel og varfærnislega með trúnaðarupplýsingar. Ráðuneytið neitaði að afhenda fjölmiðlum gögnum en sá úrskurður var kærður til úrskurðarnefndar upplýsingamála. „Þá lá fyrir að það yrði úrskurðað um þetta. Ég hef bent á það að það verður ekki aftur tekið þegar menn birta upplýsingar sem leynt eiga að fara en ef það er skortur á upplýsingum þá er alltaf hægt að bæta úr því,“ sagði Sigríður.Sá enga ástæðu til að farið yrði öðruvísi með gögn í máli Hjalta Hún sagði síðan að þegar hún heyrði af því að faðir forsætisráðherra væri umsagnaraðili í einu máli sem sneri að uppreist æru þá sá hún enga ástæðu til þess að um það yrði fjallað á annan hátt en önnur sambærileg mál. „Þau gögn yrðu þá gerð opinber ef gera ætti gögn í þessum málum opinber samkvæmt úrskurði úrskurðarnefndar. Þannig að ég frábið mér þennan málflutning og ásakanir á hendur mér og ráðuneytinu um að það hafi verið einhver þöggun og leyndarhygga í kringum þetta mál.“ Þá hafði ráðherrann áður svarað því að hún hefði ekki hlutast til um það innan ráðuneytisins með hvaða hætti beiðni fjölmiðla um afhendingu á gögnum í máli Roberts Downey yrði háttað.
Alþingi Uppreist æru Tengdar fréttir Dæmdur kynferðisbrotamaður dró umsókn um uppreist æru til baka Maður sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn barni og hafði sótt um uppreist æru dró umsókn sína til baka í morgun. 19. september 2017 10:49 Ræða hvort hægt sé að taka uppreist æru Hjalta til baka vegna gruns um skjalafals Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra verður á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag. 19. september 2017 09:00 Bein útsending: Opinn fundur stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar um uppreist æru Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er gestur fundarins. 19. september 2017 09:53 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Dæmdur kynferðisbrotamaður dró umsókn um uppreist æru til baka Maður sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn barni og hafði sótt um uppreist æru dró umsókn sína til baka í morgun. 19. september 2017 10:49
Ræða hvort hægt sé að taka uppreist æru Hjalta til baka vegna gruns um skjalafals Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra verður á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag. 19. september 2017 09:00
Bein útsending: Opinn fundur stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar um uppreist æru Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er gestur fundarins. 19. september 2017 09:53