Ætla ekki að láta nýjustu könnunina rætast Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. september 2017 10:50 Logi Einarsson er formaður Samfylkingarinnar. vísir/ernir Formaður Samfylkingarinnar segir flokkinn ekki ætla að láta niðurstöður nýrrar könnunar Fréttablaðsins á fylgi stjórnmálaflokkanna rætast. Samfylkingin fengi samkvæmt henni þrjá menn kjörna á þing en bjartsýni ríkti þó á fundi flokksins í gær þar sem áherslur fyrir komandi kosningar voru ræddar. Samfylkingarfélögin í Reykjavík boðuðu til fundar í Gerðubergi í Reykjavík í gærkvöldi. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir í samtali við Vísi að baráttuhugur hafi verið í mönnum á fundinum sem var óvenju fjölsóttur. „Þetta var mjög öflugur og stór fundur, 150 manns, og mikill baráttuhugur í okkur. Fundurinn er auðvitað bæði upptaktur í kosningabaráttunni fyrir Reykjavík og í framhaldi verið að kalla eftir sjónarmiðum um helstu áherslur og hvernig við veljum á lista.“Húsfyllir í Gerðubergi í Reykjavík á fundi Samfylkingarinnar um stjórnmálaástandið. Erum heldur betur til í þessar kosningar! pic.twitter.com/6ZD3zqDe8V— Samfylkingin (@Samfylkingin) September 18, 2017 Fyrirkomulag um val á listum ræðst fljótlegaLogi segir að fyrirkomulag á framboðslistum Samfylkingarinnar verði ákveðið á næstu klukkutímum eða dögum. Fulltrúaráð allra kjördæma taki ákvörðun um hvernig þau vilji haga vali á lista flokksins fyrir kosningarnar, þ.e. hvort stillt verði upp á lista eða blásið til prófkjörs. „Það er ekki tími til að vera eitthvað að velta sér upp úr hlutunum. Nú er bara að bretta upp ermar og henda sér í bátana,“ segir Logi.Niðurstöður nýjustu könnunar óásættanlegarAðspurður segir Logi að kosningabaráttan leggist ágætlega í sig. „Við erum auðvitað bara full bjartsýni en það þarf að hafa fyrir þessu, greinilega. Það sýna kannanir en við erum hvergi bangin og látum slag standa.“ Samfylkingin fengi rúm 5 prósent atkvæða og þrjá þingmenn væri gengið til Alþingiskosninga í dag samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar Fréttablaðsins. Logi segir þessar niðurstöður óásættanlegar. „Það er engan veginn ásættanlegt og við ætlum ekki að láta þessa könnun rætast. Það er mjög mikilvægt að það sé öflugur jafnaðarmannaflokkur á Íslandi og það mun svo bara koma í ljós.“Sjá einnig: Setur stefnu á félagshyggjustjórn eftir kosningar Ljóst er að Samfylkingin þarf að vinna öflugt starf nú í aðdraganda þingkosninga sem verða þann 28. október næstkomandi. „Við erum bjartsýn en auðvitað fullmeðvituð um að hver hönd skiptir máli núna,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Óttarr og Bjarni féllust í faðma og kvöddust Bjarni Benediktsson ætlar að leiða Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum. 18. september 2017 11:59 Setur stefnuna á félagshyggjustjórn eftir kosningar Þetta kom fram á fundi flokksins í kvöld. 18. september 2017 23:15 Röð kosninga kemur illa við pyngju flokka Kostnaður stjórnmálaflokkanna vegna kosninga hleypur á tugum milljóna. Framkvæmdastjóri VG segir framlög frá ríkinu ekkert hafa hækkað. 19. september 2017 06:00 Þing rofið 28. október og gengið til kosninga Guðni Th. Jóhannesso, forseti Íslands, féllst í dag á tillögu Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, um að þing verði rofið og gengið til kosninga þann 28. október næstkomandi. 18. september 2017 11:43 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir flokkinn ekki ætla að láta niðurstöður nýrrar könnunar Fréttablaðsins á fylgi stjórnmálaflokkanna rætast. Samfylkingin fengi samkvæmt henni þrjá menn kjörna á þing en bjartsýni ríkti þó á fundi flokksins í gær þar sem áherslur fyrir komandi kosningar voru ræddar. Samfylkingarfélögin í Reykjavík boðuðu til fundar í Gerðubergi í Reykjavík í gærkvöldi. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir í samtali við Vísi að baráttuhugur hafi verið í mönnum á fundinum sem var óvenju fjölsóttur. „Þetta var mjög öflugur og stór fundur, 150 manns, og mikill baráttuhugur í okkur. Fundurinn er auðvitað bæði upptaktur í kosningabaráttunni fyrir Reykjavík og í framhaldi verið að kalla eftir sjónarmiðum um helstu áherslur og hvernig við veljum á lista.“Húsfyllir í Gerðubergi í Reykjavík á fundi Samfylkingarinnar um stjórnmálaástandið. Erum heldur betur til í þessar kosningar! pic.twitter.com/6ZD3zqDe8V— Samfylkingin (@Samfylkingin) September 18, 2017 Fyrirkomulag um val á listum ræðst fljótlegaLogi segir að fyrirkomulag á framboðslistum Samfylkingarinnar verði ákveðið á næstu klukkutímum eða dögum. Fulltrúaráð allra kjördæma taki ákvörðun um hvernig þau vilji haga vali á lista flokksins fyrir kosningarnar, þ.e. hvort stillt verði upp á lista eða blásið til prófkjörs. „Það er ekki tími til að vera eitthvað að velta sér upp úr hlutunum. Nú er bara að bretta upp ermar og henda sér í bátana,“ segir Logi.Niðurstöður nýjustu könnunar óásættanlegarAðspurður segir Logi að kosningabaráttan leggist ágætlega í sig. „Við erum auðvitað bara full bjartsýni en það þarf að hafa fyrir þessu, greinilega. Það sýna kannanir en við erum hvergi bangin og látum slag standa.“ Samfylkingin fengi rúm 5 prósent atkvæða og þrjá þingmenn væri gengið til Alþingiskosninga í dag samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar Fréttablaðsins. Logi segir þessar niðurstöður óásættanlegar. „Það er engan veginn ásættanlegt og við ætlum ekki að láta þessa könnun rætast. Það er mjög mikilvægt að það sé öflugur jafnaðarmannaflokkur á Íslandi og það mun svo bara koma í ljós.“Sjá einnig: Setur stefnu á félagshyggjustjórn eftir kosningar Ljóst er að Samfylkingin þarf að vinna öflugt starf nú í aðdraganda þingkosninga sem verða þann 28. október næstkomandi. „Við erum bjartsýn en auðvitað fullmeðvituð um að hver hönd skiptir máli núna,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Óttarr og Bjarni féllust í faðma og kvöddust Bjarni Benediktsson ætlar að leiða Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum. 18. september 2017 11:59 Setur stefnuna á félagshyggjustjórn eftir kosningar Þetta kom fram á fundi flokksins í kvöld. 18. september 2017 23:15 Röð kosninga kemur illa við pyngju flokka Kostnaður stjórnmálaflokkanna vegna kosninga hleypur á tugum milljóna. Framkvæmdastjóri VG segir framlög frá ríkinu ekkert hafa hækkað. 19. september 2017 06:00 Þing rofið 28. október og gengið til kosninga Guðni Th. Jóhannesso, forseti Íslands, féllst í dag á tillögu Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, um að þing verði rofið og gengið til kosninga þann 28. október næstkomandi. 18. september 2017 11:43 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Óttarr og Bjarni féllust í faðma og kvöddust Bjarni Benediktsson ætlar að leiða Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum. 18. september 2017 11:59
Setur stefnuna á félagshyggjustjórn eftir kosningar Þetta kom fram á fundi flokksins í kvöld. 18. september 2017 23:15
Röð kosninga kemur illa við pyngju flokka Kostnaður stjórnmálaflokkanna vegna kosninga hleypur á tugum milljóna. Framkvæmdastjóri VG segir framlög frá ríkinu ekkert hafa hækkað. 19. september 2017 06:00
Þing rofið 28. október og gengið til kosninga Guðni Th. Jóhannesso, forseti Íslands, féllst í dag á tillögu Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, um að þing verði rofið og gengið til kosninga þann 28. október næstkomandi. 18. september 2017 11:43