Ætla ekki að láta nýjustu könnunina rætast Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. september 2017 10:50 Logi Einarsson er formaður Samfylkingarinnar. vísir/ernir Formaður Samfylkingarinnar segir flokkinn ekki ætla að láta niðurstöður nýrrar könnunar Fréttablaðsins á fylgi stjórnmálaflokkanna rætast. Samfylkingin fengi samkvæmt henni þrjá menn kjörna á þing en bjartsýni ríkti þó á fundi flokksins í gær þar sem áherslur fyrir komandi kosningar voru ræddar. Samfylkingarfélögin í Reykjavík boðuðu til fundar í Gerðubergi í Reykjavík í gærkvöldi. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir í samtali við Vísi að baráttuhugur hafi verið í mönnum á fundinum sem var óvenju fjölsóttur. „Þetta var mjög öflugur og stór fundur, 150 manns, og mikill baráttuhugur í okkur. Fundurinn er auðvitað bæði upptaktur í kosningabaráttunni fyrir Reykjavík og í framhaldi verið að kalla eftir sjónarmiðum um helstu áherslur og hvernig við veljum á lista.“Húsfyllir í Gerðubergi í Reykjavík á fundi Samfylkingarinnar um stjórnmálaástandið. Erum heldur betur til í þessar kosningar! pic.twitter.com/6ZD3zqDe8V— Samfylkingin (@Samfylkingin) September 18, 2017 Fyrirkomulag um val á listum ræðst fljótlegaLogi segir að fyrirkomulag á framboðslistum Samfylkingarinnar verði ákveðið á næstu klukkutímum eða dögum. Fulltrúaráð allra kjördæma taki ákvörðun um hvernig þau vilji haga vali á lista flokksins fyrir kosningarnar, þ.e. hvort stillt verði upp á lista eða blásið til prófkjörs. „Það er ekki tími til að vera eitthvað að velta sér upp úr hlutunum. Nú er bara að bretta upp ermar og henda sér í bátana,“ segir Logi.Niðurstöður nýjustu könnunar óásættanlegarAðspurður segir Logi að kosningabaráttan leggist ágætlega í sig. „Við erum auðvitað bara full bjartsýni en það þarf að hafa fyrir þessu, greinilega. Það sýna kannanir en við erum hvergi bangin og látum slag standa.“ Samfylkingin fengi rúm 5 prósent atkvæða og þrjá þingmenn væri gengið til Alþingiskosninga í dag samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar Fréttablaðsins. Logi segir þessar niðurstöður óásættanlegar. „Það er engan veginn ásættanlegt og við ætlum ekki að láta þessa könnun rætast. Það er mjög mikilvægt að það sé öflugur jafnaðarmannaflokkur á Íslandi og það mun svo bara koma í ljós.“Sjá einnig: Setur stefnu á félagshyggjustjórn eftir kosningar Ljóst er að Samfylkingin þarf að vinna öflugt starf nú í aðdraganda þingkosninga sem verða þann 28. október næstkomandi. „Við erum bjartsýn en auðvitað fullmeðvituð um að hver hönd skiptir máli núna,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Óttarr og Bjarni féllust í faðma og kvöddust Bjarni Benediktsson ætlar að leiða Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum. 18. september 2017 11:59 Setur stefnuna á félagshyggjustjórn eftir kosningar Þetta kom fram á fundi flokksins í kvöld. 18. september 2017 23:15 Röð kosninga kemur illa við pyngju flokka Kostnaður stjórnmálaflokkanna vegna kosninga hleypur á tugum milljóna. Framkvæmdastjóri VG segir framlög frá ríkinu ekkert hafa hækkað. 19. september 2017 06:00 Þing rofið 28. október og gengið til kosninga Guðni Th. Jóhannesso, forseti Íslands, féllst í dag á tillögu Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, um að þing verði rofið og gengið til kosninga þann 28. október næstkomandi. 18. september 2017 11:43 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir flokkinn ekki ætla að láta niðurstöður nýrrar könnunar Fréttablaðsins á fylgi stjórnmálaflokkanna rætast. Samfylkingin fengi samkvæmt henni þrjá menn kjörna á þing en bjartsýni ríkti þó á fundi flokksins í gær þar sem áherslur fyrir komandi kosningar voru ræddar. Samfylkingarfélögin í Reykjavík boðuðu til fundar í Gerðubergi í Reykjavík í gærkvöldi. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir í samtali við Vísi að baráttuhugur hafi verið í mönnum á fundinum sem var óvenju fjölsóttur. „Þetta var mjög öflugur og stór fundur, 150 manns, og mikill baráttuhugur í okkur. Fundurinn er auðvitað bæði upptaktur í kosningabaráttunni fyrir Reykjavík og í framhaldi verið að kalla eftir sjónarmiðum um helstu áherslur og hvernig við veljum á lista.“Húsfyllir í Gerðubergi í Reykjavík á fundi Samfylkingarinnar um stjórnmálaástandið. Erum heldur betur til í þessar kosningar! pic.twitter.com/6ZD3zqDe8V— Samfylkingin (@Samfylkingin) September 18, 2017 Fyrirkomulag um val á listum ræðst fljótlegaLogi segir að fyrirkomulag á framboðslistum Samfylkingarinnar verði ákveðið á næstu klukkutímum eða dögum. Fulltrúaráð allra kjördæma taki ákvörðun um hvernig þau vilji haga vali á lista flokksins fyrir kosningarnar, þ.e. hvort stillt verði upp á lista eða blásið til prófkjörs. „Það er ekki tími til að vera eitthvað að velta sér upp úr hlutunum. Nú er bara að bretta upp ermar og henda sér í bátana,“ segir Logi.Niðurstöður nýjustu könnunar óásættanlegarAðspurður segir Logi að kosningabaráttan leggist ágætlega í sig. „Við erum auðvitað bara full bjartsýni en það þarf að hafa fyrir þessu, greinilega. Það sýna kannanir en við erum hvergi bangin og látum slag standa.“ Samfylkingin fengi rúm 5 prósent atkvæða og þrjá þingmenn væri gengið til Alþingiskosninga í dag samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar Fréttablaðsins. Logi segir þessar niðurstöður óásættanlegar. „Það er engan veginn ásættanlegt og við ætlum ekki að láta þessa könnun rætast. Það er mjög mikilvægt að það sé öflugur jafnaðarmannaflokkur á Íslandi og það mun svo bara koma í ljós.“Sjá einnig: Setur stefnu á félagshyggjustjórn eftir kosningar Ljóst er að Samfylkingin þarf að vinna öflugt starf nú í aðdraganda þingkosninga sem verða þann 28. október næstkomandi. „Við erum bjartsýn en auðvitað fullmeðvituð um að hver hönd skiptir máli núna,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Óttarr og Bjarni féllust í faðma og kvöddust Bjarni Benediktsson ætlar að leiða Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum. 18. september 2017 11:59 Setur stefnuna á félagshyggjustjórn eftir kosningar Þetta kom fram á fundi flokksins í kvöld. 18. september 2017 23:15 Röð kosninga kemur illa við pyngju flokka Kostnaður stjórnmálaflokkanna vegna kosninga hleypur á tugum milljóna. Framkvæmdastjóri VG segir framlög frá ríkinu ekkert hafa hækkað. 19. september 2017 06:00 Þing rofið 28. október og gengið til kosninga Guðni Th. Jóhannesso, forseti Íslands, féllst í dag á tillögu Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, um að þing verði rofið og gengið til kosninga þann 28. október næstkomandi. 18. september 2017 11:43 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Óttarr og Bjarni féllust í faðma og kvöddust Bjarni Benediktsson ætlar að leiða Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum. 18. september 2017 11:59
Setur stefnuna á félagshyggjustjórn eftir kosningar Þetta kom fram á fundi flokksins í kvöld. 18. september 2017 23:15
Röð kosninga kemur illa við pyngju flokka Kostnaður stjórnmálaflokkanna vegna kosninga hleypur á tugum milljóna. Framkvæmdastjóri VG segir framlög frá ríkinu ekkert hafa hækkað. 19. september 2017 06:00
Þing rofið 28. október og gengið til kosninga Guðni Th. Jóhannesso, forseti Íslands, féllst í dag á tillögu Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, um að þing verði rofið og gengið til kosninga þann 28. október næstkomandi. 18. september 2017 11:43