Toys R' Us á barmi gjaldþrots Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. september 2017 08:08 Úr einni af fjölmörgum verslunum Toys R' Us sem gæti þó fækkað á næstu misserum. Vísir/Getty Leikfangasölurisinn Toys R' Us er á barmi gjaldþrots og hefur farið þess á leit við yfirvöld í Kanada og Bandaríkjunum að fyrirtækið fái framlengdan greiðslufrest til að endurskipuleggja skuldbindingar sínar við lánardrottna. Gríðarlegar skuldir eru sagðar sliga fyrirtækið og ekki bætir úrsérgengið viðskiptamódel úr skák. Toys R' Us hefur lengi verið eitt stærsta fyrirtækið á sínu sviði en hefur átt í vök að verjast með aukinni samkeppni frá smásmölurisum á borð við Amazon, Walmart og Target. Enn starfa um 64 þúsund manns hjá Toys R' Us í næstum 1600 verslunum, þar af þremur á Íslandi. Fjárhagsvandræðin virðist þó vera bundin við vesturheim því fyrirtækið hefur gefið út að starfsemi þess í Evrópu og Asíu sé ekki hluti af samningaviðræðunum um greiðslufrestinn.Greiningaraðilar segja að vanda Toys R' Us megi meðal annars rekja til tregðu fyrirtækisins við að setja á fót öfluga netverslun. Leikfangakaup á netinu hafa tvöfaldast á fimm árum, farið úr 6.5% í 13,7% og hefur Toys R' Us nær algjörlega misst af þeirri þróun. Þrátt fyrir það segja forsvarsmenn fyrirtækisins að meirihluti verslana keðjunnar séu arðbærar og að þær muni starfa með eðlilegum hætti fram yfir hátíðarnar hið minnsta. Þá eru alla jafna seld flest leikföng. Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Leikfangasölurisinn Toys R' Us er á barmi gjaldþrots og hefur farið þess á leit við yfirvöld í Kanada og Bandaríkjunum að fyrirtækið fái framlengdan greiðslufrest til að endurskipuleggja skuldbindingar sínar við lánardrottna. Gríðarlegar skuldir eru sagðar sliga fyrirtækið og ekki bætir úrsérgengið viðskiptamódel úr skák. Toys R' Us hefur lengi verið eitt stærsta fyrirtækið á sínu sviði en hefur átt í vök að verjast með aukinni samkeppni frá smásmölurisum á borð við Amazon, Walmart og Target. Enn starfa um 64 þúsund manns hjá Toys R' Us í næstum 1600 verslunum, þar af þremur á Íslandi. Fjárhagsvandræðin virðist þó vera bundin við vesturheim því fyrirtækið hefur gefið út að starfsemi þess í Evrópu og Asíu sé ekki hluti af samningaviðræðunum um greiðslufrestinn.Greiningaraðilar segja að vanda Toys R' Us megi meðal annars rekja til tregðu fyrirtækisins við að setja á fót öfluga netverslun. Leikfangakaup á netinu hafa tvöfaldast á fimm árum, farið úr 6.5% í 13,7% og hefur Toys R' Us nær algjörlega misst af þeirri þróun. Þrátt fyrir það segja forsvarsmenn fyrirtækisins að meirihluti verslana keðjunnar séu arðbærar og að þær muni starfa með eðlilegum hætti fram yfir hátíðarnar hið minnsta. Þá eru alla jafna seld flest leikföng.
Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent