Ekki ár liðið frá seinustu þingkosningum þegar kosið verður á ný Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. september 2017 16:15 Þingkonur Sjálfstæðisflokksins þær Hildur Sverrisdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir fagna góðu gengi flokksins á kosningavöku hans í fyrra. vísir/hanna Ekki verður ár liðið frá seinustu þingkosningum þegar kosið verður á ný þann 28. október næstkomandi. Kosið var til þings þann 29. október í fyrra og verða því liðnir 364 dagar frá þeim kosningum þegar landsmenn greiða atkvæði á ný í haust. Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi forsætisráðherra, tilkynnti þann 20. september í fyrra að þing yrði rofið þann 29. október og gengið til kosninga. Aðdragandinn að þeim kosningum var þó nokkuð lengri en að þeim kosningum sem boðað hefur verið til nú. Hann má rekja til þess þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér sem forsætisráðherra í apríl 2016 eftir að greint var frá því að nafn hans væri að finna í Panama-skjölunum. Sigurður Ingi tók við sem forsætisráðherra og boðað var að kosningum, sem áttu að vera síðastliðið vor, yrði flýtt. Fjölmargir erlendir fjölmiðlar fylgdust með gangi mála hjá Pírötum á kosningadag í fyrra.VísirStjórnarmyndunarviðræður í tvo og hálfan mánuð Niðurstöður kosninganna urðu þær að Sjálfstæðisflokkurinn fékk flesta þingmenn kjörna eða 21. Vinstri grænir fengu tíu þingmenn líkt og Píratar. Framsóknarflokkurinn náði inn átta þingmönnum, Viðreisn náði inn sjö þingmönnum og Björt framtíð fjórum. Samfylkingin hlaut sína verstu kosningu frá stofnun og og náði inn þremur mönnum. Ekki var möguleiki á að mynda tveggja flokka stjórn eftir kosningarnar í fyrra og tóku stjórnarmyndunarviðræðurnar sem fóru í hönd ansi langan tíma, eða um tvo og hálfan mánuð. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fékk fyrstur umboðið til stjórnarmyndunar þann 2. nóvember. Honum tókst ekki að mynda ríkisstjórn og fól Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslandi, þá Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna að mynda stjórn. Henni tókst ekki heldur að mynda ríkisstjórn og ákvað forsetinn í kjölfarið að veita engum umboð til stjórnarmyndunar. Þannig var það þar til í byrjun desember þegar Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, fékk umboðið. Henni tókst ekki að mynda ríkisstjórn heldur og skilaði hún umboðinu tíu dögum seinna. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, á kosningavöku flokksins í fyrra. Flokkurinn fékk tíu þingmenn.VísirSkammlífasta meirihlutastjórn sögunnar Enginn fékk stjórnarumboðið í kjölfarið en um mánuði síðar, þann 10. janúar, skrifuðu þeir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, undir stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar sem tók við völdum daginn eftir. Bjarni varð þá forsætisráðherra. Ríkisstjórn þessara þriggja flokka er skammlífasta meirihlutastjórn lýðveldissögunnar en hún var við völd í 247 daga. Upp úr samstarfinu slitnaði í liðinni viku þegar Björt framtíð steig út úr ríkisstjórnarsamstarfinu vegna þess sem þau segja vera trúnaðarbrest innan ríkisstjórnarinnar. Snýr trúnaðarbresturinn að því að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, greindi Bjarna frá aðkomu föður hans að uppreist æru dæmds kynferðisbrotamanns en þau sögðu engum í ríkisstjórninni frá því. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Óttarr og Bjarni féllust í faðma og kvöddust Bjarni Benediktsson ætlar að leiða Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum. 18. september 2017 11:59 Nokkur ágreiningur um hvaða þingmál verði kláruð Fundi Unnar Brá Konráðsdóttur, forseta Alþingis, með formönnum þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi lauk núna á þriðja tímanum en hann hófst klukkan 12:30. 18. september 2017 14:59 Bjarni tilkynnti um þingrof á Alþingi Þingfundur hófst á Alþingi klukkan 15:30 í dag og var aðeins eitt mál á dagskrá, tilkynning um Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, um þingrof og alþingiskosningar. 18. september 2017 15:43 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Sjá meira
Ekki verður ár liðið frá seinustu þingkosningum þegar kosið verður á ný þann 28. október næstkomandi. Kosið var til þings þann 29. október í fyrra og verða því liðnir 364 dagar frá þeim kosningum þegar landsmenn greiða atkvæði á ný í haust. Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi forsætisráðherra, tilkynnti þann 20. september í fyrra að þing yrði rofið þann 29. október og gengið til kosninga. Aðdragandinn að þeim kosningum var þó nokkuð lengri en að þeim kosningum sem boðað hefur verið til nú. Hann má rekja til þess þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér sem forsætisráðherra í apríl 2016 eftir að greint var frá því að nafn hans væri að finna í Panama-skjölunum. Sigurður Ingi tók við sem forsætisráðherra og boðað var að kosningum, sem áttu að vera síðastliðið vor, yrði flýtt. Fjölmargir erlendir fjölmiðlar fylgdust með gangi mála hjá Pírötum á kosningadag í fyrra.VísirStjórnarmyndunarviðræður í tvo og hálfan mánuð Niðurstöður kosninganna urðu þær að Sjálfstæðisflokkurinn fékk flesta þingmenn kjörna eða 21. Vinstri grænir fengu tíu þingmenn líkt og Píratar. Framsóknarflokkurinn náði inn átta þingmönnum, Viðreisn náði inn sjö þingmönnum og Björt framtíð fjórum. Samfylkingin hlaut sína verstu kosningu frá stofnun og og náði inn þremur mönnum. Ekki var möguleiki á að mynda tveggja flokka stjórn eftir kosningarnar í fyrra og tóku stjórnarmyndunarviðræðurnar sem fóru í hönd ansi langan tíma, eða um tvo og hálfan mánuð. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fékk fyrstur umboðið til stjórnarmyndunar þann 2. nóvember. Honum tókst ekki að mynda ríkisstjórn og fól Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslandi, þá Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna að mynda stjórn. Henni tókst ekki heldur að mynda ríkisstjórn og ákvað forsetinn í kjölfarið að veita engum umboð til stjórnarmyndunar. Þannig var það þar til í byrjun desember þegar Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, fékk umboðið. Henni tókst ekki að mynda ríkisstjórn heldur og skilaði hún umboðinu tíu dögum seinna. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, á kosningavöku flokksins í fyrra. Flokkurinn fékk tíu þingmenn.VísirSkammlífasta meirihlutastjórn sögunnar Enginn fékk stjórnarumboðið í kjölfarið en um mánuði síðar, þann 10. janúar, skrifuðu þeir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, undir stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar sem tók við völdum daginn eftir. Bjarni varð þá forsætisráðherra. Ríkisstjórn þessara þriggja flokka er skammlífasta meirihlutastjórn lýðveldissögunnar en hún var við völd í 247 daga. Upp úr samstarfinu slitnaði í liðinni viku þegar Björt framtíð steig út úr ríkisstjórnarsamstarfinu vegna þess sem þau segja vera trúnaðarbrest innan ríkisstjórnarinnar. Snýr trúnaðarbresturinn að því að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, greindi Bjarna frá aðkomu föður hans að uppreist æru dæmds kynferðisbrotamanns en þau sögðu engum í ríkisstjórninni frá því.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Óttarr og Bjarni féllust í faðma og kvöddust Bjarni Benediktsson ætlar að leiða Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum. 18. september 2017 11:59 Nokkur ágreiningur um hvaða þingmál verði kláruð Fundi Unnar Brá Konráðsdóttur, forseta Alþingis, með formönnum þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi lauk núna á þriðja tímanum en hann hófst klukkan 12:30. 18. september 2017 14:59 Bjarni tilkynnti um þingrof á Alþingi Þingfundur hófst á Alþingi klukkan 15:30 í dag og var aðeins eitt mál á dagskrá, tilkynning um Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, um þingrof og alþingiskosningar. 18. september 2017 15:43 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Sjá meira
Óttarr og Bjarni féllust í faðma og kvöddust Bjarni Benediktsson ætlar að leiða Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum. 18. september 2017 11:59
Nokkur ágreiningur um hvaða þingmál verði kláruð Fundi Unnar Brá Konráðsdóttur, forseta Alþingis, með formönnum þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi lauk núna á þriðja tímanum en hann hófst klukkan 12:30. 18. september 2017 14:59
Bjarni tilkynnti um þingrof á Alþingi Þingfundur hófst á Alþingi klukkan 15:30 í dag og var aðeins eitt mál á dagskrá, tilkynning um Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, um þingrof og alþingiskosningar. 18. september 2017 15:43
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent