Guðjón Skarphéðinsson fékk uppreist æru árið 1995 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. september 2017 15:17 Guðjón Skarphéðinsson hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu. Vísir Guðjón Skarphéðinsson, sem dæmdur var í tíu ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi árið 1980, fékk uppreist æru árið 1995. Guðjón sat inni í fjögur og hálft ár en hann var dæmdurásamt Kristjáni Viðari Júlíussyni og Sævari Ciesielski fyrir að hafa orðið Geirfinni Einarssyni að bana. Allir þrír héldu alla tíð fram sakleysi sínu. Málið er líklega umtalaðasta og umdeildasta sakamál Íslandssögunnar, hluti af Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, og er enn til meðferðar í kerfinu. Endurupptökunefnd féllst fyrr á árinu á beiðni Guðjóns og fjögurra annarra að málin yrðu tekin upp að nýju.Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í febrúar þegar ákveðið var að málin yrðu tekin upp að stærstum hluta. Þar er rætt við Guðjón.Sakborningarnir hlutu árið 1980 eins til sautján ára fangelsisdóma fyrir aðild þeirra að málunum. Á meðan málin voru til rannsóknar sat Guðjón og aðrir í einangrun svo mánuðum skipti. Í gögnum frá dómsmálaráðuneytinu, sem fjölmiðlar fengu send um helgina, kemur fram að Guðjón hafi sótt um uppreist æru þann 10. desember 1995. Var umsóknin samþykkt af Vigdísi Finnbogadóttur, forseta Íslands átta dögum síðar. Í umsókn Guðjóns kemur fram að hann hafi fengið reynslulausn 1981 á eftirstöðvum sem voru 1800 dagar. Hann fluttist til Kaupmannahafnar og stundaði almenna vinnu uns hann hóf nám í guðfræði við Kaupmannahafnarháskóla. Hann lauk kandídatpróf í desember 1994 og lauk undirbúningsþjálfun sem krafist er af þeim guðfræðingum er vígjast til þjónustu innan dönsku kirkjunnar. Guðjón tók við embætti prests á Staðastað árið 1996 og gegndi starfinu til ársins 2014. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Uppreist æru Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Guðjón Skarphéðinsson, sem dæmdur var í tíu ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi árið 1980, fékk uppreist æru árið 1995. Guðjón sat inni í fjögur og hálft ár en hann var dæmdurásamt Kristjáni Viðari Júlíussyni og Sævari Ciesielski fyrir að hafa orðið Geirfinni Einarssyni að bana. Allir þrír héldu alla tíð fram sakleysi sínu. Málið er líklega umtalaðasta og umdeildasta sakamál Íslandssögunnar, hluti af Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, og er enn til meðferðar í kerfinu. Endurupptökunefnd féllst fyrr á árinu á beiðni Guðjóns og fjögurra annarra að málin yrðu tekin upp að nýju.Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í febrúar þegar ákveðið var að málin yrðu tekin upp að stærstum hluta. Þar er rætt við Guðjón.Sakborningarnir hlutu árið 1980 eins til sautján ára fangelsisdóma fyrir aðild þeirra að málunum. Á meðan málin voru til rannsóknar sat Guðjón og aðrir í einangrun svo mánuðum skipti. Í gögnum frá dómsmálaráðuneytinu, sem fjölmiðlar fengu send um helgina, kemur fram að Guðjón hafi sótt um uppreist æru þann 10. desember 1995. Var umsóknin samþykkt af Vigdísi Finnbogadóttur, forseta Íslands átta dögum síðar. Í umsókn Guðjóns kemur fram að hann hafi fengið reynslulausn 1981 á eftirstöðvum sem voru 1800 dagar. Hann fluttist til Kaupmannahafnar og stundaði almenna vinnu uns hann hóf nám í guðfræði við Kaupmannahafnarháskóla. Hann lauk kandídatpróf í desember 1994 og lauk undirbúningsþjálfun sem krafist er af þeim guðfræðingum er vígjast til þjónustu innan dönsku kirkjunnar. Guðjón tók við embætti prests á Staðastað árið 1996 og gegndi starfinu til ársins 2014.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Uppreist æru Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira