Nokkur ágreiningur um hvaða þingmál verði kláruð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. september 2017 14:59 Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, að loknum fundinum í dag. vísir/anton brink Fundi Unnar Brá Konráðsdóttur, forseta Alþingis, með formönnum þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi lauk núna á þriðja tímanum en hann hófst klukkan 12:30. Að fundi loknum ræddi Unnur við blaðamenn og sagði hún að fundurinn hefði gengið vel. Þó væri nokkur ágreiningur um það hvaða mál verði kláruð áður en þingi verður slitið og gengið til Alþingiskosninga þann 28. október næstkomandi. „Menn reifuðu auðvitað sín sjónarmið um hvaða mál það væru helst sem þeir sæu fyrir sér að þyrfti að ræða og hvort að hægt væri að koma þeim í einhvern farveg. Niðurstaðan af fundinum er að það eru nokkur mál sem eru í skoðun og síðan ætlum við að hittast aftur á formannafundi á miðvikudaginn og reyna að tala okkur inn að niðurstöðu,“ segir Unnur Brá í samtali við Vísi. Hún segir ekki alveg liggja fyrir í hvaða farveg þau mál fara sem eru til skoðunar þar sem mál eins og NPA – notendastýrða persónulega aðstoð – þyrfti að lögfesta fyrir áramót. Unnur segir að til að mynda sé til skoðunar að koma því máli í þann örugga farveg að tryggja að nýtt þing lögfesti NPA. Þá eru mögulegar breytingar á útlendingalögum einnig til skoðunar. Aðspurð hvort mikill ágreiningur hafi verið á fundinum segir Unnur Brá: „Það voru auðvitað skiptar skoðanir og við ræddum það hreinskilnislega en við ákváðum að halda áfram að tala saman og hittast aftur á miðvikudaginn.“ Það hvenær þingi verður slitið fer algjörlega eftir því að hvaða niðurstöðu formenn flokkanna komast ásamt forseta þingsins en í fyrra var því slitið um tveimur vikum fyrir kosningar. Klukkan 15:30 í dag mun Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, lesa upp tilkynningu um þingrof á þingfundi. Ekki er annað á dagskrá fundarins.Fréttin hefur verið uppfærð með ummælum Unnar Brá. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Óttarr og Bjarni féllust í faðma og kvöddust Bjarni Benediktsson ætlar að leiða Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum. 18. september 2017 11:59 Kjördagur hefur áhrif á valdatafl innan Sjálfstæðisflokksins Flest bendir til þess að kosið verið til Alþingis 28. október næstkomandi. Upphaflega virtist samkomulag um að kosið yrði viku síðar. 18. september 2017 06:00 Forsetinn hvetur kjósendur til að nýta atkvæðisréttinn þrátt fyrir leiða, óþreyju og vonbrigði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, minnir þá sem ná munu kjöri í næstu þingkosningum á þá ábyrgð og skyldu sem á herðum þeirra hvílir að stuðla að stöðugu stjórnarfari í landinu. 18. september 2017 12:05 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna Sjá meira
Fundi Unnar Brá Konráðsdóttur, forseta Alþingis, með formönnum þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi lauk núna á þriðja tímanum en hann hófst klukkan 12:30. Að fundi loknum ræddi Unnur við blaðamenn og sagði hún að fundurinn hefði gengið vel. Þó væri nokkur ágreiningur um það hvaða mál verði kláruð áður en þingi verður slitið og gengið til Alþingiskosninga þann 28. október næstkomandi. „Menn reifuðu auðvitað sín sjónarmið um hvaða mál það væru helst sem þeir sæu fyrir sér að þyrfti að ræða og hvort að hægt væri að koma þeim í einhvern farveg. Niðurstaðan af fundinum er að það eru nokkur mál sem eru í skoðun og síðan ætlum við að hittast aftur á formannafundi á miðvikudaginn og reyna að tala okkur inn að niðurstöðu,“ segir Unnur Brá í samtali við Vísi. Hún segir ekki alveg liggja fyrir í hvaða farveg þau mál fara sem eru til skoðunar þar sem mál eins og NPA – notendastýrða persónulega aðstoð – þyrfti að lögfesta fyrir áramót. Unnur segir að til að mynda sé til skoðunar að koma því máli í þann örugga farveg að tryggja að nýtt þing lögfesti NPA. Þá eru mögulegar breytingar á útlendingalögum einnig til skoðunar. Aðspurð hvort mikill ágreiningur hafi verið á fundinum segir Unnur Brá: „Það voru auðvitað skiptar skoðanir og við ræddum það hreinskilnislega en við ákváðum að halda áfram að tala saman og hittast aftur á miðvikudaginn.“ Það hvenær þingi verður slitið fer algjörlega eftir því að hvaða niðurstöðu formenn flokkanna komast ásamt forseta þingsins en í fyrra var því slitið um tveimur vikum fyrir kosningar. Klukkan 15:30 í dag mun Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, lesa upp tilkynningu um þingrof á þingfundi. Ekki er annað á dagskrá fundarins.Fréttin hefur verið uppfærð með ummælum Unnar Brá.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Óttarr og Bjarni féllust í faðma og kvöddust Bjarni Benediktsson ætlar að leiða Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum. 18. september 2017 11:59 Kjördagur hefur áhrif á valdatafl innan Sjálfstæðisflokksins Flest bendir til þess að kosið verið til Alþingis 28. október næstkomandi. Upphaflega virtist samkomulag um að kosið yrði viku síðar. 18. september 2017 06:00 Forsetinn hvetur kjósendur til að nýta atkvæðisréttinn þrátt fyrir leiða, óþreyju og vonbrigði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, minnir þá sem ná munu kjöri í næstu þingkosningum á þá ábyrgð og skyldu sem á herðum þeirra hvílir að stuðla að stöðugu stjórnarfari í landinu. 18. september 2017 12:05 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna Sjá meira
Óttarr og Bjarni féllust í faðma og kvöddust Bjarni Benediktsson ætlar að leiða Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum. 18. september 2017 11:59
Kjördagur hefur áhrif á valdatafl innan Sjálfstæðisflokksins Flest bendir til þess að kosið verið til Alþingis 28. október næstkomandi. Upphaflega virtist samkomulag um að kosið yrði viku síðar. 18. september 2017 06:00
Forsetinn hvetur kjósendur til að nýta atkvæðisréttinn þrátt fyrir leiða, óþreyju og vonbrigði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, minnir þá sem ná munu kjöri í næstu þingkosningum á þá ábyrgð og skyldu sem á herðum þeirra hvílir að stuðla að stöðugu stjórnarfari í landinu. 18. september 2017 12:05
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent